Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2019, Side 18

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2019, Side 18
18 18. JÚNÍ 2019 SAMÞYKKTI ALÞINGI NÝ LÖG UM KYNRÆNT SJÁLFRÆÐI 45 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu en þrír sátu hjá. Frumvarpið er mikil réttarbót fyrir trans fólk og intersex fólk en einnig fleiri hópa, svo sem kynsegin fólk. Það á sér langa sögu og er af mörgum talið eitt það framsæknasta í sögu hinsegin fólks. Í því felst möguleiki á kynhlutlausri skráningu sem táknuð verður með X á skilríkjum, kynleiðréttingarferlið verður mannúðlegra, 15 ára og eldri geta breytt kynskráningu sinni í Þjóðskrá, óheimilt er að skilyrða breytingu kynskráningar við læknismeðferðir og allir eiga rétt á persónuskilríkjum sem samræmast breyttri skráningu. Þótt þetta sé stórt stökk fram á við saknar fólk ákvæðis um intersex einstaklinga, banns við skurðaðgerðum á börnum og að þær aðgerðir séu skráðar svo hægt sé að átta sig á fjölda þeirra. Tótla I. Sæmundsdóttir spjallaði við Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur, formann Trans Íslands, og Kitty Anderson, formann Intersex Íslands, um tildrög frumvarpsins og hvað það raunverulega þýðir fyrir þessa hópa.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.