Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2019, Síða 20
20
Okkur var mjög vel tekið og myndaður
var vinnuhópur sem Vinstri græn héldu
utan um. Við fengum starfsmann frá VG
og Svandís Svavarsdóttir hélt utan um
hópinn. Í grasrótarhópnum vorum við
Kittý, Svandís, fulltrúar frá Samtökunum
ʼ78 og Trans Ísland, lögfræðingur sem
á trans son og kynjafræðingur. Við
sömdum drögin að frumvarpinu í samráði
við Þjóðskrá, Mannréttindaskrifstofu
Íslands, umboðsmann barna, transteymi
Landspítalans, landlækni og í raun
alla sem okkur datt í hug að gætu haft
með þetta málefni að gera. Það tók
tvö til þrjú ár að byggja þetta upp og
þetta var gríðarleg vinna. Svo féllu
ríkisstjórnir, VG fór í stjórn, frumvarpið
var flutt úr heilbrigðisráðuneytinu
yfir í félagsmálaráðuneytið og þaðan
yfir forsætisráðuneytið. Þar tók Katrín
Jakobsdóttir við frumvarpinu og mælti
síðar fyrir því.
Í forsætisráðuneytinu voru gerðar
breytingar á frumvarpinu og intersex-
kaflinn að mestu tekinn út. Það sem
var óbreytt var að börn yfir sextán
ára aldri fengju val um hvernig þau
yrðu meðhöndluð. Breytingarnar
gerðu helminginn af frumvarpinu
þýðingarlausan því undirstaða þess
er sjálfsákvörðunarréttur og líkamleg
friðhelgi. Að fólk geti fengið aðgang að
þeirri heilbrigðisþjónustu sem það kýs á
sínum eigin forsendum og að öll inngrip á
kyneinkennum barna séu bönnuð og að
UGLA
Hvernig kom þetta til?
Við fengum inn á borð til okkar
þingsályktunartillögu frá Pírötum
um þriðja kynið. Hún sneri að þriðju
kynskráningu og vitnað var til ýmissa
annarra menningarheima þar sem slíkt
er viðurkennt en það átti ekki beint
tengingu við íslenskan raunveruleika
eða íslenskt trans samfélag. Ég og Kittý
settumst niður í bakaríi í Skipholtinu og
ákváðum að stofna frumvarpshóp með
fólki úr hinsegin samfélaginu og ungu
fólki innan ýmissa stjórnmálahreyfinga
til að vinna þetta almennilega. Úr varð
síðan að við boðuðum fund með öllum
stjórnmálaflokkum á Alþingi og kynntum
hugmyndir um umbætur fyrir trans fólk
og intersex fólk.