Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2019, Side 35

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2019, Side 35
35 Verkið er til minningar um þá Íslendinga sem hafa látist úr alnæmi. Ein rós fyrir hvert fórnarlamb. Sólrún Jónsdóttir / Sóla Við minnumst þeirra. Rakel Tomas er grafískur hönnuður og listakona. Hennar list einkennist af svarthvítum, súrrealískum blýantsteikningum af kvenlíkömum. Myndirnar eru oft af tveimur eða fleiri líkömum sem blandast saman á einn eða annan hátt. Rakel segir að það hafi ekki verið meðvituð ákvörðun að gera hinsegin list. Hún er sjálf hinsegin og listin endurspeglar hennar veruleika, tilfinningar og hugsanir. Rakel skilur ávallt eftir svigrúm fyrir áhorfendann til þess að túlka myndirnar á sinn eigin hátt en sumar myndirnar er þó erfitt að túlka sem annað en hinsegin. Alda Lilja er myndskreytir, búsett í Amsterdam. Hún vinnur flestar sínar myndir á stafrænu formi en nýverið byrjaði hún einnig að vinna með leir. Helstu þemun í list hennar eru kynhneigð, andleg heilsa og jákvæð líkamsímynd. Hún notar helst bjarta liti til þess að draga athygli að hverju málefni fyrir sig. Tilgangur hennar með listinni er að hjálpa fólki að líða betur með sjálft sig og vera öruggt í eigin skinni, óháð kynhneigð, fötlun, líkamsbyggingu eða nokkru öðru sem skilgreint er sem öðruvísi. Ef verk hennar fá eina manneskju til að brosa þá hefur Alda náð markmiði sínu. Dóra Dúna fæddist í Danmörku og hefur flakkað á milli Íslands og Danaveldis allt sitt líf. Árið 2007 opnaði hún, ásamt vinkonu sinni, barinn Jolene í Kaupmannahöfn og seinna opnaði hún The Log Lady Café í sömu borg. Dóra hefur ávallt elskað að skapa og að hennar sögn var það skemmtilegasta við að opna barina hugmyndavinnan sem lá á bak við þá en þar nýttist ljósmyndaferill hennar einstaklega vel. Dóra elskar að geta séð hlutina fyrir sér, eitthvað sem enginn annar sér, og láta sýn sína verða að raunveruleika. Oft veit hún nákvæmlega hvernig myndataka kemur út áður en hún byrjar að mynda. Um leið og hugmynd nær föstum tökum í huga hennar bregst sú sýn ekki. Anna Maggý er 24 ára ljósmyndari og leikstjóri sem tekur að sér ólík verkefni. Hún er frjálsleg að eðlisfari og hefur búið yfir einstaklega mikilli sköpunargleði frá unga aldri. Myndlist var hennar ástríða lengi vel þangað til hún fór að taka ljósmyndir. Hún varð ástfangin af því að festa augnablik á filmu. Með list sinni vill Anna fá fólk til þess að hugsa. Hún vill veita öðrum konum kraft og stuðla að því að fólk víkki út heimsmynd sína, sem hefur að mestu verið sköpuð af karlmönnum. Með myndum sínum vill hún segja sögur. Sem stendur er Anna stödd á Indlandi með kærustu sinni þar sem þær taka myndir og njóta lífsins saman. Sveinn Snær er 28 ára myndskreytir og prentari. Í verkum sínum vill hann tjá femínisma og sýna að hann sé hinsegin listamaður. Hann sérhæfir sig í collagemyndum og ólíkum prentferlum. Collage-myndir eru gerðar úr klipptum eða skornum myndum og öðrum efnum og Sveinn vinnur helst með ljósmyndir, fundið efni og teikningar. Hann segir að vinna hans sé leidd áfram að miklu leyti af vinnuferlinu sjálfu og handverkið sem slíkt hafi mikil áhrif á lokaútkomuna. Hann sér eitthvað sérstakt við það að sjá myndir birtast með ólíkum collage-aðferðum og hvernig þær breytast þegar þær eru klipptar, krumpaðar, rifnar, sameinaðar eða prentaðar. Nýlega voru verk hans tilnefnd til Creative Conscience verðlauna. Reynir Katrínar hóf sitt listnám í Noregi þar sem hann lærði myndlist, dans, leik og tónlist. Seinna fór hann í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og fékk einkakennslu hjá listafólki sem veitti honum innblástur. Reynir hefur einnig stundað nám við hugleiðslu en andlega námið hefur mikil áhrif á list hans. Hann lifir lífinu eins og hann er og hefur aldrei lagt mikið upp úr því að flokka sig í ákveðinn hóp. Hann segir að það að vera hinsegin listamaður veiti sér ákveðið frelsi og gleði í lífi sínu. Reynir var nýverið með sýningu í Galleríi ʼ78 sem hét „Karlmenn eru eins og tíglar, þeir eru fullkomnir“.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.