Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2019, Page 39
39
Gunnu fannst hins vegar að kirkjan
ætti að styðja við bakið á fólkinu sínu.
Hún gerði það ekki þrátt fyrir að stór
hluti þessa hóps væri í Þjóðkirkjunni.
„Þjóðfélag sem ekki sýnir mennsku er á
vondum stað,“ segir hún.
Þegar greiða átti atkvæði um
málið á þinginu var Gunna stödd
á Evrópuþinginu í Strassborg.
Hún var spurð hvort hún vildi að
atkvæðagreiðslunni yrði frestað þangað
til hún kæmi heim en hún ákvað að gera
það ekki. Þetta væri ekki hennar einnar
og hún hefði trú á þinginu. „Ég treysti
þeim til að ljúka þessu og kjósa fallega,“
segir hún.
Þegar hún kom svo heim var gaman
að mæta á fagnaðarhátíðina en haldið
var upp á lögin með hinsegin fólki og
aðstandendum í Hafnarhúsinu. Geir
Haarde, þáverandi forsætisráðherra,
hélt ræðu til að fagna því að lögin hefðu
gengið í gegn. „Mér fannst Geir sýna
hvað hann var stór þá. Hann kom fram
og sagði: „Þið eruð náttúrulega ekkert að
bíða eftir mér, þið viljið sjá hana Gunnu.“
Svo bauð hann mér upp á svið þar sem
ég hélt mína ræðu.“
Gunna hefur lengi verið áberandi í
hinsegin samfélaginu og sýnt stuðning
sinn í verki. Hún hefur verið ötul að mæta
á samkomur og fögnuði á þeim vettvangi
og hlustað á fólkið sitt. Hún er ein af
þeim sem greiddi götu samfélagsins
og stóð með því á erfiðustu tímunum
þegar fólki var útskúfað fyrir að falla
utan normsins. Hinsegin fólk á henni
og öðru stuðningsfólki mikið að þakka
og svo vitnað sé í hátíðarræðu hennar
í Hafnarhúsinu: „Umburðarlyndi og
víðsýni er undirstaða allrar mennsku og
menningar hjá einni þjóð.“
GLEÐILEGA HINSEGIN DAGA!
VIÐ FÖGNUM 20 ÁRA AFMÆLI HINSEGIN DAGA OG STYÐJUM
ÁFRAMHALDANDI RÉTTINDABARÁTTU HINSEGIN FÓLKS.
AKRANESKAUPSTAÐUR
DJÚPAVOGSHREPPUR
FJALLABYGGÐ
HAFNARFJARÐARBÆR
HAGKAUP
REYKJANESBÆR
Fálkaorða 17. júní 2019
Guðrún Ögmundsdóttir var sæmd
riddarakrossi fyrir framlag í þágu
mannúðar og jafnréttisbaráttu
hinsegin fólks.
VÍNBÚÐIN