Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2019, Qupperneq 40

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2019, Qupperneq 40
40 Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar Hinsegin bókmenntir - Ergi, barátta og minningar Guðjón Ragnar Jónasson, rithöfundur, þýðandi og kennari við Menntaskólann í Reykjavík, gaf út bókina Hin hliðin á síðasta ári. Þetta er ekki fyrsta bókin sem Guðjón gefur út um hinsegin málefni en hann þýddi bókina Mennirnir með bleika þríhyrninginn sem kom út árið 2013. Sú bók er vitnisburður manns sem var einn af þúsundum samkynhneigðra karla er báru bleikan þríhyrning í fangabúðum nasista og máttu þrauka skelfilega vist, en flestir þeirra dóu. Guðjón gefur út hjá bókaútgáfunni Sæmundi en það er yfirlýst markmið hennar að gefa út hinsegin bókmenntir. „Það er langt síðan ég byrjaði að skrifa. Ég er búinn að skrifa sex bækur, ég skrifaði tvær barnabækur og svo þýddi ég Mennirnir með bleika þríhyrninginn. Síðan gerði ég námsbók fyrir Námsgagnastofnun í samvinnu við fyrrum samkennara um fjölmenningu og líf í nýju landi. Ég ætlaði einhvern tímann að gefa út hinsegin skáldsögu, svona ástarrómans, en ég fann engan flöt á því máli. Svo fór ég að lesa upp búta úr bókinni fyrir ungt fólk á nokkrum sögukvöldum í Samtökunum ‘78 og fann út að best væri að tengja efnið saman í svona sagnasveig, ör- og leiftursögur. Þetta knappa form finnst mér mjög skemmtilegt,“ segir Guðjón. Guðjóni finnst mikilvægt að sem flestar raddir fái að heyrast og hann vildi skrifa um hvernig hlutirnir voru hér áður fyrr. „Ég dreif þetta út af því að Samtökin ‘78 áttu afmæli þetta ár, 2018. Það var alltaf verið að segja að unga kynslóðin vissi ekkert hvernig lífið hefði verið í árdaga baráttunnar. Þá fór ég að velta málunum fyrir mér og komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði mikið verið skrifað um hvernig hlutirnir voru. Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég yrði að miðla minni sýn og því hvernig hlutirnir komu mér fyrir sjónir, en hafa ber í huga að þetta er mín sýn og sumir sjá hlutina í allt öðru ljósi. Það er mikilvægt að sem flestar raddir heyrist. Þó ber þess að geta að hér er um skáldaða sögu að ræða sem skáldagyðjan fékk að móta og forma eftir sínu höfði. Það er mikilvægt að láta bara vaða og ekki kvarta í sífellu yfir því að ekkert sé gert,“ segir Guðjón. „Hinsegin faðir í 101“ Guðjón kom út úr skápnum 27 ára gamall. „Á þeim tíma, um aldamótin, þótti það ekki rosa seint en það þykir kannski seint í dag. Í þessari bók er ég að segja sögu gay samfélagsins í árdaga. Sögur sem ég heyrði. Ég var líka áhorfandi í þessu því að ég var á 22 í gamla daga, var bara í skápnum og skemmti mér eins og allir aðrir á staðnum í kringum hommana. Þá, þegar ég var í menntaskóla, var gay samfélagið svolítið að opnast. Það er margt búið að breytast og ég er svolítið að ramma inn lífið á þessum stað. Það var svo gaman á 22, það var frelsisandi sem sveif yfir vötnum.“ Einhverjir vita kannski ekki hvað Guðjón á við þegar hann talar um 22. Blaðamaður játar fáfræði sína og það stendur ekki á svörum hjá Guðjóni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.