Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2019, Blaðsíða 65

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2019, Blaðsíða 65
www.samtokin78.is Sími: 552 7878 netfang: skrifstofa@samtokin78.is Suðurgötu 3, 101 Reykjavík Þegar Samtökin ’78 voru stofnuð bjóst líklega enginn við því að rúmum fjörutíu árum seinna yrði árlega haldin hátíð hinsegin fólks sem einnig teldist stærsta, litríkasta og skemmtilegasta hátíð landsins. Þökk sé Hinsegin dögum er þetta staðreynd í dag. Hópurinn sem við köllum hinsegin fólk hefur með auknum sýnileika og fordómaleysi stækkað og orðið æ fjölbreyttari með árunum. Samtökunum ’78 tilheyra meðal annars lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, eikynhneigðir, pankynhneigðir, trans fólk og intersex fólk. Við erum eins fjölbreytt og við erum mörg en barátta okkar allra er þó samtvinnuð. Það er einlæg sannfæring okkar í Samtökunum ’78 að sameinuð séum við sterkari. Grunnstarfsemi Samtakanna ’78 felst í fræðslu, ráðgjöf og réttinda- og hagsmunabaráttu. Við förum í hundruð fræðsluheimsókna á hverju ári, oftast til ungmenna en einnig til kennara og annarra fagstétta. Ráðgjöfin og stuðningshóparnir blómstra sem aldrei fyrr. Til ráðgjafa Samtakanna ’78 leita einstaklingar sem þurfa hinseginvæna ráðgjöf og eru t.d. að velta fyrir sér kynhneigð sinni, kynvitund eða öðrum hinseginleika. Einnig tökum við á móti foreldrum, fagfólki og aðstandendum sem þurfa á stuðningi að halda. Í réttinda- og hagsmunabaráttu Samtakanna ’78 kennir ýmissa grasa en grunnstefið í þeirri vinnu er að þrýsta á stjórnvöld um að bæta lífsgæði og lagaleg réttindi hinsegin fólks. Við skrifum umsagnir um lagafrumvörp og ýtum á eftir nýrri löggjöf. Þegar þetta er skrifað liggur fyrir Alþingi frumvarp um kynrænt sjálfræði sem vonir standa til að verði samþykkt en í því felst gríðarleg réttarbót fyrir trans og intersex fólk. Auk fræðslu, ráðgjafar og réttindabaráttu standa Samtökin ’78 fyrir viðburðum af ýmsu tagi. Reglulega höldum við opin hús, félagsfundi, umræðufundi, fjölskyldumorgna, sýningar hjá Galleríi ’78 og ýmsa aðra viðburði sem félagsmönnum dettur í hug að halda. Síðast en alls ekki síst má nefna félagsmiðstöð fyrir hinsegin ungmenni sem við rekum í samstarfi við Tjörnina hjá Reykjavíkurborg. Til okkar koma tugir ungmenna í hverri viku sem fá tækifæri til þess að vera þau sjálf í öruggu og faglegu umhverfi og kynnast öðrum hinsegin ungmennum í svipuðum sporum. Í hinsegin baráttu er mikilvægt að við sofnum aldrei á verðinum og sættum okkur aldrei við bakslag. Þó að daglegt líf hinsegin fólks á Íslandi hafi orðið mun auðveldara með árunum berast okkur enn fregnir af ofbeldi, fjölskylduerfiðleikum, mismunun og vanlíðan hinsegin einstaklinga. Þess vegna er nauðsynlegt að baráttan haldi áfram, bæði gagnvart löggjafanum en einnig til þess að breyta úreltum viðhorfum samfélagsins sem hamla okkur og reyna að troða okkur í kassa sem henta okkur ekki. Við hvetjum öll þau sem hafa áhuga til þess að vera með í þessari baráttu, taka þátt í starfi Samtakanna ’78, gerast félagar eða sjálfboðaliðar, styrkja félagið fjárhagslega eða bjóða sig fram til trúnaðarstarfa. Rúmum fjórum áratugum eftir stofnun Samtakanna ’78 eru aðalmarkmið félagsins enn þau sömu: að hinsegin fólk sé sýnilegt og viðurkennt og njóti fyllstu réttinda í íslensku samfélagi. Hinsegin dagar í Reykjavík hafa svo sannarlega stuðlað að sýnileika og viðurkenningu hinsegin fólks í samfélaginu okkar. Hvort tveggja ýtir undir að við fáum notið fyllstu réttinda, því yfirleitt fer almenningsálit og pólitískur vilji saman. Það er þess vegna ómetanlegt fyrir Samtökin ’78 og allt hinsegin fólk á Íslandi að Hinsegin dagar séu jafn stór og glæsileg hátíð og raun ber vitni. Við óskum Hinsegin dögum til hamingju með 20 ára afmælið og hlökkum til áframhaldandi samstarfs. Takk fyrir okkur og gleðilega hátíð! Hýrar kveðjur, Samtökin ’78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.