Skessuhorn - 13.01.2021, Page 1
Ert Þú í áskrift?
Sími 433 5500
www.skessuhorn.is
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 2. tbl. 24. árg. 13. janúar 2021 - kr. 950 í lausasölu
Tilboð gildir út
* 330 ml. af Coca Cola
eða Coca Cola
án sykurs fylgir með
Hot dog & Coca cola
5 9 kr.
& coke
Í dós
Arion appið
Fyrir hverju langar þig
að spara í ár?
Reglulegur sparnaður í Arion appinu
er alltaf góð hugmynd
Björgunarsveitir á Vesturlandi voru um klukkan þrjú á mánudginn kallaðar út til
aðstoðar þremur mönnum á gönguskíðum norðan við Þursaborg í Langjökli. Einn
göngumannanna hafði snúið sig á fæti og komst því ekki lengra. Fjölmennt lið
björgunarsveitarfólks fór á svæðið á vélsleðum, bílum og snjóbílum. Fyrsti björg-
unarsveitarbíll kom að mönnunum um klukkan sex um kvöldið. Hæglætisveður
var á jöklinum og um 20 gráðu frost. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kom fram að
félagar mannsins sem slasaðist höfðu gert allt rétt í stöðunni, komið félaga sínum
í hlý föt og skjól og gefið honum heitt að drekka um leið og þeir hringdu í Neyðar-
línuna. Manninum var svo komið um borð í sjúkrabíl í Húsafelli og björgunar-
sveitarfólk sá um að koma félögum hans og búnaði niður af jöklinum. arg
Fyrsti björgunarsveitarbíllinn kom að mönnunum um klukkan sex. Ljósm. Björgunarsveitin Ok.
Við Kerlingarskarð á Snæfellsnesi
liggur fyrrum þjóðleið sem teng-
ir suður- og norðurhluta Snæfells-
ness, en eftir að vegurinn um Vatna-
leið var opnaður 2001 hefur gamla
þjóðveginum ekki verið haldið við.
Efst á Kerlingarskarði er steintröll
sem kallast Kerlingin. Svo virðist
sem Kerlingin sé nú höfðinu styttri
eftir árið 2020, ef marka má mynd
sem Sumarliði Ásgeirsson frétta-
ritari tók af henni á dögunum. Var
hún um 21 metri á hæð áður en hún
varð höfðinu styttri. arg
Kerlingin kúrir nú höfðinu styttri á fjallinu. Ljósm. sá.
Kerlingin höfðinu styttri
Starfsmenn Grundarfjarðarbæj-
ar hafa nýtt frosthörkurnar síð-
ustu daga til að væta vel upp í bíla-
planinu við grunnskóla bæjarsins.
Þar hefur þeim tekist að mynda
þokkalegt svell en þetta var einn-
ig gert fyrir jólin 2019 með góð-
um árangri. Veður var með ágætum
mánudaginn 11. janúar síðastlið-
inn þegar þeir Ólafur Geir, Krist-
ján Pétur og Leon Logi nýttu svell-
ið til að renna sér eftir ísnum. Von-
andi helst þetta eitthvað áfram en
ef hlýnar þá þarf bara að bíða eftir
næsta frosti svo hægt verði að end-
urtaka leikinn. tfk
Skautað innanbæjar
Safahreinsun
Kaju Organic
Árangursrík safahreinsun
með girnilegum söfum frá
Kaja Organic
Sími 840-1665
Opnunartímar:
Virka daga 10:00-16:30
Laugardaga 12:00-16:00