Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2021, Side 6

Skessuhorn - 13.01.2021, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 13. jAnúAR 20216 Píratar bjóða fram í öllum kjördæmum LANDIÐ: Skráning í próf- kjör Pírata er nú hafin og stendur yfir til 3. mars, en þann sama dag hefst jafn- framt prófkjörið sjálft á kosningavef Pírata, x.piratar. is. Prófkjörinu lýkur 13. mars og mun þá liggja fyrir hverjir verða í framboði fyrir Pírata í komandi alþingiskosning- um. „Hver sem er getur boð- ið sig fram í prófkjörinu. Til þess þarf viðkomandi að skrá sig í Pírata, en það má gera á vefnum x.piratar.is. Atkvæð- isrétt í prófkjörinu hafa þau sem skráð hafa verið í flokk- inn í 30 daga eða lengur. Síðustu forvöð að skrá sig í Pírata til að geta greitt at- kvæði í prófkjörinu eru því 11. febrúar,“ segir í tilkynn- ingu frá flokknum. Þá kem- ur fram að Píratar munu bjóða fram í öllum kjördæm- um í komandi kosningum og verður sameiginlegt prófkjör í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. „Allir meðlimir Pí- rata sem hafa kosningarétt í næstu alþingiskosningum geta boðið sig fram í próf- kjörum Pírata, hvar sem er á landinu. Allar upplýsingar um prófkjörin, skráningar í framboð og atkvæðisrétt má nálgast á prófkjörsvef Pírata https://piratar.is/kosning- ar/“ -mm Allri dagskrá læst LANDIÐ: Allt efni Stöðv- ar 2 verður í læstri dagskrá frá og með 18. janúar næst- komandi, þar á meðal frétt- ir stöðvarinnar. Stöð 2 verð- ur því að fullu áskriftarstöð, en áskriftinni fylgir einn- ig aðgangur að efnisveit- unni Stöð 2+. Í tilkynningu er haft eftir Þórhalli Gunn- arssyni framkvæmdastjóra fjölmiðla Stöðvar 2 að þetta sé sóknaraðgerð. Með þessu sé sess fréttastofu Stöðv- ar 2 enn frekar tryggður. Hann kveðst sannfærður um að með stuðningi áskrif- enda skapist forsendur til að standa vörð um öfluga frétta- þjónustu og framleiðslu inn- lends efnis. -mm Vann 60 milljónir LANDIÐ: Hann var hepp- inn ungi maðurinn sem vann 59,7 milljónir í Vikinglottói sl. miðvikudag. Fyrst ætlar hann að kaupa sér íbúð og síðan bíl og svo ætlar hann að gera eitthvað skemmtilegt fyrir af- ganginn, segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Maðurinn hafði keypt sér 10 raða Vik- inglottomiða á lotto.is kvöldið fyrir útdrátt, mundi eftir hon- um seint á miðvikudagskvöld- ið og ætlaði varla að trúa því sem hann sá þar, skilaboð um að hann hafði unnið tæpar 60 milljónir. „Það má því með sanni segja að árið byrji vel hjá þessum unga manni, hann ætlar að þiggja fjármálaráðgjöf sem öllum vinningshöfum býðst sem vinna stóra vinn- inga í Lottó. Starfsfólk Get- spár og Getrauna óskar þess- um heppna unga manni inni- lega til hamingju með vinn- inginn,“ segir í tilkynningu. -mm Fíkniefnaakstur AKRANES: Um miðjan dag á laugardag barst lögreglu til- kynning um ökumann undir áhrifum fíkniefna á Akranesi. Lögreglumenn sáu ökumann- inn koma inn á bílastæði við verslun í bænum og tóku hann tali. Svaraði ökumaður jákvætt á fíkniefnaprófi en þvertók þó fyrir að hafa neytt fíkniefna nýlega. Frekari rannsókn stað- festi niðurstöður prófsins og fór mál hans því hefðbundna leið. -frg Páll Brynjarsson, framkvæmda- stjóri Samtaka sveitarfélaga á Vest- urlandi, segir mikilvægt að at- vinnumál með áherslu á nýsköp- un og ferðaþjónustu verði sérstak- lega rædd í aðdraganda alþingis- kosninganna síðar á árinu. Einn- ig bendir hann á mikilvægi sam- göngu- og menntamála. Hann segir brýnt að stjórnvöld hugi sérstaklega að eflingu nýsköpun- ar á landsbyggðinni, ráðist verði í nauðsynlegar samgöngubætur á Vesturlandi og að menntastofnan- ir á svæðinu verði efldar og þeim tryggt fjárhagslegt sjálfstæði. Þetta kemur fram í viðtali við Pál á sjón- varpsstöðinni n4 nýverið. Hluta úr svörum Páls má lesa hér, með góðfúslegu leyfi n4. Atvinnumál, nýsköpun og ferðaþjónusta „Það er ljóst að efling atvinnulífs- ins er einn af lykilþáttum þess að við getum unnið okkur út úr Co- vid-kreppunni. Ferðaþjónustan var orðin mjög mikilvæg atvinnu- grein á Vesturlandi fyrir krepp- una. Byggð höfðu verið upp öflug fyrirtæki, mannvirki og þjónusta og því er afar brýnt að stjórnvöld styðji við vöxt hennar og viðgang um leið og við getum farið að taka á móti ferðafólki. Margt bendir til þess að það sé sátt um það í samfélaginu að nú sé mikilvægt að horfa til nýsköp- unar til þess að styrkja íslenskt at- vinnulíf að nýju. Því er brýnt að stjórnvöld haldi áfram að styðja við nýsköpun og bæti frekar í, sér- staklega á landsbyggðinni þar sem mikilvægt er að efla nýsköpun. Þá verða stjórnvöld að standa við fyrirheit sitt um að auglýsa opinber störf án staðsetningar og stuðla að því að opinber störf dreifist jafnar um landið og þau séu ekki öll stað- sett á höfuðborgarsvæðinu.“ Samgöngumál og fjarskipti „Vestlendingar hafa lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að bæta samgöngur í landshlutanum. Fyr- ir fjórum árum samþykktu sveit- arfélögin sérstaka samgönguáætl- un fyrir landshlutann þar sem góð sátt náðist um forgangsröðun verkefna. Ýmislegt hefur áunnist, en ennþá standa eftir mikilvægar leiðir sem nauðsynlegt er að end- urbæta og veita fjarmagni í. Þetta á við um tvöföldun á Vesturlands- vegi frá Kjalarnesi í Borgarnes, veg um Skógarströnd, veginn um Ux- ahryggi og Laxárdalsheiði. Veg- ir innan héraða skipta líka miklu mál til að skapa heilstæð atvinnu- og þjónustusvæði. Svo viljum við Sundabraut strax. Verkefnið Ísland ljóstengt, ljós- leiðarvæðing í dreifbýli, heppn- aðist einstaklega vel og nú er afar brýnt að tryggja ljósleiðaravæð- ingu í þéttbýlisstöðum sem hafa setið eftir. Leita þarf allra leiða til þess að þetta verkefni komist í framkvæmd.“ Menntun „Á Vesturlandi eru tveir háskólar, þrír framhaldsskólar, símenntun- arstöð og nokkur þekkingar- og rannsóknarsetur, sem eru gríðar- lega mikilvægar stoðir í grunn- gerð samfélagsins. Þessi starfsemi er mjög mikilvæg fyrir Vesturland þar sem helstu sóknarfæri í at- vinnuuppbyggingu á næstu árum eru talin verða í þekkingariðnaði, auk þess sem allar atvinnugreinar munu í framtíðinni þurfa að reiða sig á öfluga sí- og endurmennt- un. Því skiptir það okkur Vest- lendinga miklu máli að starfsemi skólanna og þekkingar- og rann- sóknasetra verði efld og þeim tryggt rekstrarlegt sjálfstæði og fjárhagslegur rekstrargrundvöll- ur, enda hefur starfsemi þessara stofnanna haft jákvæð mælanleg áhrif á þekkingarstig og búsetu á Vesturlandi,“ segir Páll Brynjars- son framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í sam- tali við n4. mm/Karl Eskil Pálsson. Þrír mikilvægir málaflokkar sem þarf að ræða Páll S Brynjarsson var í viðtali við sjónvarpsstöðina N4.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.