Skessuhorn - 13.01.2021, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 13. jAnúAR 2021 7
Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa um 600 manns
með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Við framleiðum ár hvert um 320.000 tonn af
hreinu áli og álblöndum sem fara á erlenda markaði. Íslenski áliðnaðurinn er ein
helsta útflutningsgrein landsins.
Við leitum að metnaðarfullu fólki í fjölbreytt og eftirsótt
sumarstörf í álverinu á Grundartanga. Í boði eru störf
af ýmsu tagi við framleiðslu, raf- og vélvirkjun og fleira.
Störfin henta öllum kynjum. Norðurál leggur áherslu á
heilsusamlegt, öruggt og ánægjulegt starfsumhverfi og
góðan starfsanda.
Starfsfólki bjóðast ferðir frá Akranesi, Borgarnesi og af
höfuðborgarsvæðinu.
Sumarstarfsfólk í framleiðslu fer á námskeið vegna vinnuvélaréttinda.
Umsóknir og upplýsingar eru á www.nordural.is og í síma 430 1000.
Öllum umsóknum verður svarað og trúnaði heitið.
Menntunar- og hæfnikröfur:
Spennandi
sumarstörf
18 ára lágmarksaldur
Dugnaður og sjálfstæði
Bílpróf er skilyrði
Mikil öryggisvitund og árvekni
Heiðarleiki og stundvísi
Góð samskiptahæfni
ÖLL ALMENN SMÍÐAVINNA
BORGARFIRÐI
aybyggir@gmail.com865 7578
GJ málun ehfmálningarþjónusta
Akravellir 12 - Hval arðarsveit sími 896 2356
301 Akranes gardjons@visir.is
Garðar Jónsson
málarameistari
1990-2020 30 ár
Svandís Svavarsdóttir heilbrigð-
isráðherra ákvað á föstudaginn, í
samráði við Þórólf Guðnason sótt-
varnalækni, breytingar á samkomu-
takmörkunum sem taka gildi frá og
með deginum í dag, 13. janúar, og
gilda til 17. febrúar næstkomandi.
Sóttvarnalæknir lagði til tilslakanir
í ljósi þess hversu vel hefur gengið
undanfarið við að hefta útbreiðslu
kórónuveirunnar en þó með þeim
fyrirvara að þróunin snúist ekki á
verri veg. Þá benti hann á að víða
erlendis sé faraldurinn í mikilli
uppsveiflu sem m.a. megi rekja til
nýs afbrigðis af veirunni sem hef-
ur enn ekki náð að breiða úr sér hér
á landi.
Helstu breytingar sem taka nú
gildi eru þær að almennar fjölda-
takmarkanir verða 20 manns. Í
verslunum er gert ráð fyrir einum
viðskiptavini á hverja fjóra fermetra
en aldrei fleiri en 100 viðskiptavini
í rými.
Starfsemi í heilsu- og líkams-
ræktarstöðvum má fara af stað aftur
en með ströngum skilyrðum. Fjöldi
gesta má ekki fara yfir helming þess
sem kveðið er á um í starfsleyfi, eða
helmingur þess sem búningsað-
staða gerir ráð fyrir ef gestafjölda
er ekki getið í starfsleyfi. Aðeins
verður heimilt að halda skipulagða
hópatíma þar sem hámarksfjöldi í
hverjum hópi eru 20 manns og að
gestir séu skráðir í hvern tíma. Þá
skulu búningsklefar vera lokaðir.
Börn fædd 2005 eða síðar eru ekki
talin með í gestafjölda.
Íþróttaæfingar fyrir börn og full-
orðna verða heimilar með og án
snertingar innan- og utandyra, en
ekki mega vera fleiri en 50 vera
saman í rými. Þá verða íþrótta-
keppnir barna og fullorðinna heim-
ilar án áhorfenda. Skíðasvæðum
verður heimilt að hafa opið með
takmörkunum samkvæmt reglu
fjögur í útgefnum reglum skíða-
svæðanna í landinu. Tryggja skal að
þeir sem eru einir á ferð deili ekki
lyftustól með öðrum og halda skal
tveggja metra nálægðarmörkum
auk þess sem sömu reglur gilda um
grímunotkun og annars staðar.
Í sviðslistum mega allt að 50
manns vera saman á sviði á æfing-
um og sýningum og andlitsgrímur
skulu vera notaðar eins og hægt er
og tveggja metra nálægðarmörk virt
eftir föngum. Gestir í sal mega vera
allt að 100 fullorðnir og 100 börn
fædd 2005 eða síðar og gestir skulu
sitja í sætum sem eru skráð á nafn.
Fullorðnir eiga að bera grímu. arg
Nýjar samkomutakmarkanir
taka gildi í dag