Skessuhorn - 13.01.2021, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 13. jAnúAR 20218
Bjóða heildar-
lausn á þorra-
blótum á netinu
LANDIÐ: Á þessum for-
dæmalausu tímum verða
þorrablótin fyrir barðinu á
samkomutakmörkunum líkt
og margt annað. Með það
að markmiði að halda þorra-
blótum 2021 lifandi hafa
nokkur fyrirtæki sameinað
krafta sína og búið til lausn;
„Þorrablót heim í stofu.“
„Það eru fyrirtækin Þrjár á
priki, Hilton hótel, Kalla
K og Kjarnafæði sem búið
hafa til pakka sem félög, fyr-
irtæki og hópar geta keypt
á netinu. Í pakkanum felst
gæða þorramatur með öllu,
skemmtiatriði með lands-
frægum skemmtikröftum
ásamt möguleika á streymi á
eigin skemmtiatriðum í sinn
hóp. Fjölskyldur og vina-
hópar geta keypt pakka fyr-
ir sig og notið í samræmi við
fjöldatakmarkanir, fyrirtæki
geta haldið fyrirtækjaþorra-
blótið og keypt pakka fyr-
ir sína starfsmenn sem njóta
heima í stofu. Sérlausn er
fyrir íþrótta- og ungmenna-
félög sem standa fyrir þorra-
blótum í sínum samfélögum,
en í þeirra lausn er sérstak-
lega hugsað fyrir möguleik-
um á fjáröflun félaganna.“
Þá segir í tilkynningu að
heyrst hafi að um allt land
sitji þorrablótsnefndir á
neyðarfundum og telja sig
jafnvel þurfa að fella nið-
ur þorrablótin, en nú gerist
þess ekki þörf. „Gísli Ein-
arsson verður veislustjóri og
skemmtikraftar sem koma
fram eru jóhanna Guðrún
og Davíð ásamt Eyþóri Inga.
Landinn hefur sýnt ótrú-
lega aðlögunarhæfni síðustu
mánuði við að færa flest á
netið, eins og vinnu, jólatón-
leika, fjölskylduboð, jarðar-
farir og fleira, en nú er kom-
ið að þorrablótum á netinu,“
segir í tilkynningu. Heima-
síða er komin í loftið á slóð-
inni www.torrablot.is en þar
hægt að bóka og fá frekari
upplýsingar og leggja inn
pantanir. -mm
Afbrigðileg hegð-
un og eldur í
skógrækt
AKRANES: Laugardaginn 2.
janúar kom vegfarandi með tösku
á lögreglustöðina á Akranesi. Í
töskunni var tveggja lítra brúsi
fullur af bensíni og pappír auk
þess sem pappír stóð upp úr stút
brúsans. Þá var taskan full af plasti
og pappír. Að morgni föstudags-
ins 8. jan barst lögreglu tilkynn-
ing um eld í skógræktinni Garða-
lundi á Akranesi. Vegfarandi varð
var við eldinn um kl. 10:30 að
morgni og tilkynnti neyðarlínu
um eldinn. Lögreglumenn sem
komu á staðinn náðu að slökkva
eldinn með slökkvitækjum en
alls logaði í fimm ruslatunnum.
Enginn var nálægur og er málið
óupplýst. Lögregla lýsir áhygg-
um af vaxandi skemmdarverkum
í skógræktinni en auk elds hafa
salerni skógræktarinnar verið
skemmd og umgengni verið afar
slæm um hríð. -frg
Eftirlit með
spilakössum
VESTURLAND: Undanfar-
ið hefur lögreglan á Vesturlandi
lagt áherslu á eftirlit með spila-
kössum. Strangar reglur gilda
um spilakassa og má þar nefna
staðsetningu kassanna og merk-
ingar á þeim. Kassarnir eiga að
vera merktir með raðnúmerum
og aðilanum sem ágóðinn renn-
ur til. Þá þarf að gæta sóttvarna
og þess að ólögráða einstakling-
um er óheimilt að nota kassana.
-frg
Aflatölur fyrir
Vesturland
2. - 8. janúar
Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu
Akranes: 3 bátar.
Heildarlöndun: 20.464 kg.
Mestur afli: Eskey ÓF-80:
16.156 kg. í tveimur löndun-
um.
Arnarstapi: Engar landanir á
tímabilinu.
Grundarfjörður: 3 bátar.
Heildarlöndun: 165.316 kg.
Mestur afli: Hringur SH-153:
69.137 kg. í einni löndun.
Ólafsvík: 17 bátar.
Heildarlöndun: 307.840 kg.
Mestur afli: Kristinn HU-812:
59.328 kg. í fimm löndunum.
Rif: 14 bátar.
Heildarlöndun: 396.290 kg.
Mestur afli: Magnús SH-205:
70.049 kg. í sex löndun.
Stykkishólmur: 5 bátar.
Heildarlöndun: 30.129 kg.
Mestur afli: Kári SH-78:
13.691 kg. í þremur löndunum.
Topp fimm landanir á tíma-
bilinu:
1. Hringur SH - 153 - GRU:
69.137 kg. 6. jan.
2. Tjaldur SH - 270 - RIF:
63.766 kg. 7. jan.
3. Farsæll SH - 30 - GRU:
49.564 kg. 6. jan.
4. Sigurborg SH - 12 - GRU:
46.615 kr. 5. jan.
5. Hamar SH - 224 - RIF:
23.430 kg. 7. jan
-frg
Vinna við breikkun sjóvarnargarðs-
ins við Faxabraut á Akranesi stend-
ur nú yfir og gengur hratt hjá Borg-
arverki, sem er verktakinn. Breikk-
unin á sjóvarnargarðinum er að
verða lokið og hækkun garðsins
langt komin. Ljóst er að ásýnd
Langasands hefur breyst talsvert
við þessar framkvæmdir, en hækk-
un garðsins um fjóra metra ger-
ir það að verkum að hann breikk-
ar um á að giska tuttugu metra við
framkvæmdirnar.
frg
Póst- og fjarskiptastofnun hef-
ur með úrskurði frá 30. desemb-
er síðastliðnum fallist á beiðni Ís-
landspósts um að gera verulegar
breytingar á þeim afsláttarkjörum
fyrir magnpóst, sem verið hafa í
gildi frá árinu 2012. Með ákvörð-
un sinni hefur stofnunin komist að
þeirri niðurstöðu að ekki séu for-
sendur til að gera athugasemdir
við ósk Íslandspósts um breytingar
á gjaldskrá félagsins vegna magn-
póstssendinga. Vísað er til þess að
kostnaðarbókhald sýni að afslátt-
arsvigrúm ÍSP hafi farið minnk-
andi og sé nú svo komið að heildar-
afsláttur til söfnunaraðila er orðin
meiri en afsláttarsvigrúm kostnað-
arbókhalds ÍSP leiðir fram.
Íslandspóstur mun í kjölfar þess-
arar niðurstöðu PFS lækka þau af-
sláttarkjör sem í boði hafa ver-
ið til þeirra sem senda magnpóst
til heimila og fyrirtækja, þ.e. inn-
heimt gjald fyrir dreifingu á öll-
um frípósti, bæklingum og auglýs-
ingaritum, sem send eru út ónafn-
merkt í hús. Þessi stefna er raunar
í samhljómi við þá ákvörðun fyrir-
tækisins að hækka gjaldskrá fyrir
bréfasendingar um hvorki meira
né minna en 15% um síðustu ára-
mót. Í tilkynningu frá Íslandspósti
vegna hennar segir að ljóst sé að á
næstu árum megi ætla að bréfum
fækki talsvert vegna umhverfisvit-
undar og rafrænnar umbyltingar í
fyrirtækjum og hjá einstaklingum.
„Samskipti sem hingað til hafa ver-
ið í gegnum bréfasendingar eru í
auknum mæli með rafrænum hætti
og hefur þessi þróun mikil áhrif á
verð á þessum vöruflokki,“ sagði í
tilkynningu ÍSP.
mm
Ungmennafélag Íslands hefur sam-
ið um tilfærslu verkefna til Ung-
mennasambands Borgarfjarðar. Í
samningnum felst að UMSB tek-
ur að sér ýmis verkefni á sviði for-
varna- og lýðheilsumála. Samn-
ingurinn er nýstárlegur og er liður
UMFÍ í því að styrkja íþróttahér-
uð landsins. Samningurinn kveður
á um að Sigurður Guðmundsson,
framkvæmdastjóri UMSB, sinni
vinnunni fyrir UMFÍ meðfram
störfum sínum fyrir UMSB.
Sigurður þekkir vel til starf-
semi UMFÍ. Var hann starfsmað-
ur þess 2008-2014 og sá þá m.a.
um námskeið og fræðslu. Þá hef-
ur hann unnið fyrir Íþróttabanda-
lag Reykjavíkur, aðra sambands-
aðilum UMFÍ og m.a. komið að
skipulagningu Reykjavíkurmara-
þons. Auk þess hefur hann verið
tómstundafulltrúi Borgarbyggðar
fyrir hönd UMSB og setið í Æsku-
lýðsráði ríkisins og vann þar m.a.
að stefnumótun æskulýðsfélaga
á Íslandi. Sigurður var jafnframt
um skeið formaður Ungmenna-
félagsins Íslendings sem rekur m.a.
Hreppslaug í Skorradal.
„Mér líst afar vel á þetta fyrir-
komulag enda gagnast það bæði
UMSB og UMFÍ. UMSB er í
þeirri stöðu að geta tekið við verk-
efnum frá UMFÍ. Þetta er því kjör-
ið tækifæri og bæði eykur og styrk-
ir samstarf UMFÍ og USMB. Ég
sé fyrir mér að í framtíðinni muni
fleiri íþróttahéruð taka að sér aukin
verkefni fyrir íþróttahreyfinguna
með sambærilegum hætti,“ segir
Sigurður. mm
Heimila Íslandspósti að fella niður
afslætti af magnpóstsendingum
Breikkun sjóvarnagarðsins við
Faxabraut að ljúka
Unnið við breikkun sjóvarnargarðsins
í krikanum á mótum Faxabrautar og
Jarðarsbrautar.
Stjórnandi gröfunnar frá Borgarverki
lét flugeldasýningu Björgunarfélags
Akraness á þrettándanum ekki hafa
áhrif á sig, heldur hélt ótrauður áfram
við vinnu sína. Var tilkomumikið að
fylgjast með atganginum í myrkrinu í
ljósbjarmanum frá flugeldunum ofan
við bryggjuna.
UMSB falin verkefni fyrir UMFÍ