Skessuhorn - 13.01.2021, Qupperneq 12
MIÐVIKUDAGUR 13. jAnúAR 202112
Uppskeruhátíð Fimleikasambands
Íslands var eins og margt ann-
að haldin rafrænt í ár. Starfsmenn
sambandins fóru og hittu þá sem
hlutu viðurkenningar og færðu
þeim þakklætisvott fyrir góðan ár-
angur og vel unnin störf. Brynjar
Sigurðsson, þjálfari ÍA, var valinn
þjálfari ársins. Hann hefur unnið
óeigingjarnt starf í þágu Fimleika-
félags Akraness. „Hann er sterk-
ur leiðtogi og burðarás í þjálfara-
teymi félagsins,“ segir í umsögn um
Brynjar á heimasíðu Fimleikasam-
bands Íslands. Brynjar hefur unnið
hjá Fimleikafélagi Akraness í nærri
tvo áratugi og hefur félagið notið
góðs af því. arg
Menntaskóli Borgarfjarðar og Sím-
inn hófu samstarf nú í haust und-
ir heitinu „Síminn skapar tækifæri
fyrir sitt fólk.“ Markmið verkefnis-
ins er að styðja við starfsfólks Sím-
ans til að afla sér frekari menntun-
ar og því var leitað samstarfs við
MB um fræðsluhliðina. Allt stefn-
ir í að þrettán starfsmenn Sím-
ans verði skráðir nemendur MB í
gegnum þessa námsleið nú á vor-
dögum. Starfsfólk Símans sem ekki
hefur lokið formlegu námi, svo sem
stúdentsprófi eða iðnnámi, geti nú
skráð sig í fjarnám við skólann og
sinnt námi samhliða störfum sínum
hjá Símanum. Samningur Símans
og MB felur í sér að þessir nemend-
ur fá aukna athygli umsjónaraðila
innan skólans ásamt því að Síminn
skuldbindur sig að veita sínu starfs-
fólki svigrúm svo námið sitji ekki á
hakanum.
Við upphaf námsins er farið
vandlega yfir og metið fyrra nám
og reynsla, til dæmis litið til raun-
færnimats en með slíku mati geta
nemendur unnið sér inn einingar
sem gefnar eru út frá þeirri reynslu
sem þeir hafa öðlast í störfum sín-
um. Allir nemendur hafa farið í
gegnum raunfærnimat á vegum Sí-
menntunarmiðstöðvar Vesturlands.
nemendum er úthlutað umsjónar-
kennara sem hefur það hlutverk að
fylgjast með framvindu og styðja
nemendur ásamt því að námsráð-
gjöf stendur þeim til boða. Alls eru
17 nemendur skráðir í þessa náms-
leið á vorönn.
„Við hjá Menntaskóla Borgar-
fjarðar lítum það mjög jákvæðum
augum að koma til móts við fólk
sem á einhverjum tímapunkti hefur
ekki náð að ljúka námi. Það er mik-
ilvægt hlutverk menntastofnana að
finna leiðir sem henta sem flestum
og ekki síður ef það er hægt að gera
í samvinnu við atvinnulífið,“ segir
Bragi Þór Svavarsson skólameist-
ari.
mm
nýir eigendur að Dússabar í Borg-
arnesi sátu hvergi auðum hönd-
um eftir að hafa fengið lyklavöld-
in að staðnum á laugardaginn. „Við
tókum við lyklunum í gær og það
er gjörsamlega búið að rústa öllu
hérna út. Þú sérð hvað spennan
er mikil,“ segir Sóley Ósk Sigur-
geirsdóttir, einn af eigendum nýja
staðarins í samtali við blaðamann
Skessuhorns. Þau María og Stein-
þór Grönfeldt hafa því hætt starf-
semi eftir langan rekstur í hús-
inu. Ekki leynir sér spenningur-
inn í loftinu hjá fjórmenningunum
sem eiga nú Dússabar. Hjónin Sól-
ey Ósk og Hlynur Þór Ragnarsson
og Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir og
Magnús Björn jóhannsson eru fjór-
menningarnir sem keyptu Dússa-
bar en þess má geta að Sóley Ósk
og Rakel Dögg eru systur og dætur
Geira bakara og Önnubellu.
Fjölskylduvæn
barstemning
Þegar blaðamaður kíkti í heimsókn
til nýju eigendanna á sunnudaginn
var spenningurinn í loftinu nánast
áþreifanlegur enda var strax hafist
handa við að græja og gera stað-
inn tilbúinn til opnunar á nýjan
leik. „Maggi og Hlynur kíktu að-
eins hingað í gær þegar við fengum
lyklana og ætluðu bara að gera eitt-
hvað smá. Svo komum við Rakel
um klukkutíma seinna, en þá voru
þeir búnir að rífa allt úr eldhúsinu,“
segir Sóley og hlær.
„Okkur langar að opna skemmti-
legan og lifandi stað. Við sjáum fyr-
ir okkur vini og vandamenn sem
og vinnufélaga koma saman. Fá sér
einn drykk eða tvo, jafnvel léttan
mat. Leysa heimsmálin, hlæja smá
og halda heim á leið. Við höfum
ferðast mikið og upplifað skemmti-
lega fjölskylduvæna barstemningu
um allan heim sem okkur langar
að bjóða upp á í Borgarnesi,“ segir
Rakel Dögg um áætlanir þeirra fyrir
staðinn. „Þetta verður svona pöbb-
inn í hverfinu. Við munum bjóða
upp á gott úrval af bjór, áfengum
og óáfengum, auk þess sem hægt
verður að fá léttan bar mat og helst
viljum við hafa flest hráefni úr hér-
aði,“ bætir Rakel við. „Þetta snýst
um að gera eitthvað skemmtilegt,“
skýtur Magnús inn í áður en hann
rífur gamla barborðið upp af nögl-
unum með tilheyrandi látum. „Allt
sem er til staðar í bænum er yndis-
legt, við viljum bæta við í flóruna
og bæta enn fremur við þjónustuna
í bænum,“ segir Sóley.
Bjóráhugafólk
Rakel, Magnús, Sóley og Hlynur
eru öll tiltölulega nýflutt á heima-
slóðir. Rakel og Magnús bjuggu í
12 ár í Hafnarfirði og þar áður í sex
ár í Danmörku. Þau fluttu á heima-
slóðir Rakelar, í Borgarnes, fyrir
rúmu ári síðan til að einfalda líf sitt
og til að stofna ferðaþjónustufyrir-
tæki í Borgarnesi. Sóley og Hlynur
hafa búið í noregi síðastliðin sex ár.
Áður hafa þau búið víðsvegar á Ís-
landi, einnig um stund í London og
Danmörku. Fluttu þau í Borgarnes
í sumar. „Við erum öll flutt til baka
í Borgarnes og erum mikið bjór-
áhugafólk, okkur finnst mjög gott
að fá góðan bjór. Það er einmitt
þetta, að hafa einhvern stað sem
okkur langar að hafa í bænum. Það
sem við erum vön að hafa í kring-
um okkur og það sem okkur þykir
rosalega skemmtilegt. Öll eru þau
í vinnu samsíða þessu nýja verkefni.
Magnús Björn starfar sem leiðsögu-
maður og málari, Rakel Dögg er
sjúkraþjálfari, Sóley Ósk er kennari
við Grunnskólann í Borgarnesi og
Hlynur Þór starfar sem pípulagn-
ingamaður. „Eins og staðan er núna
þá nýtum við kvöldin og helgarnar
að gera staðinn kláran til reksturs,“
segir Rakel.
Borgarnes er
heillandi staður
Margt þarf að gera áður en stað-
urinn verður opnaður, en miðað
við taktinn í samfélaginu þar sem
samkomur eru takmarkaðar eru
þau ekkert að stressa sig yfir því að
opna sem fyrst. „Við stefnum á að
opna með vorinu. Við erum ekk-
ert stressuð á tíma og okkur ligg-
ur ekkert á þannig lagað. Við ætlum
fyrst og fremst að gera þetta vel og
reyna gera þetta flott. Gefum þessu
tvo til þrjá mánuði og þó það séu
ekki nema tíu sem komast inn þeg-
ar við opnum, þá verður það bara
þannig. Um leið og Þórólfur gef-
ur grænt ljós á samkomur af þessu
tagi, þá verðum við til í slaginn,“
segir Rakel létt í lund. „Borgarnes
er heillandi staður á svo marga vegu
en það vantar aðeins upp á finnst
okkur og þessi ákvörðun að kaupa
Dússabar er bara einn liður í því að
búa til samfélagið sem við viljum
búa í,“ segir Rakel full tilhlökkunar
að endingu. glh
Bragi Þór Svavarsson skólameistari MB og Eva Karen Þórðardóttir fræðslustjóri
Símans.
Menntaskóli Borgarfjarðar og
Síminn í fræðslusamstarf
Brynjar er þjálfari ársins hjá Fimleikasambandi Íslands. Ljósm. FÍ.
Brynjar er
þjálfari ársins
Vilja opna lifandi og skemmtilegan stað
Rætt við nýju eigendur Dússabars í Borgarnesi
Nýir eigendur Dússabars: Hlynur Þór, Sóley Ósk, Magnús Björn og Rakel Dögg.
Nafnið Dússabar verður lagt til hliðar þegar nýi staðurinn verður opnaður með
vorinu.