Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2021, Síða 14

Skessuhorn - 13.01.2021, Síða 14
MIÐVIKUDAGUR 13. jAnúAR 202114 Á nýju ári voru skimanir á brjóstum og leghálsi færðar frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins til opinberra stofnana og um leið gerðar breyt- ingar á fyrirkomulagi skimana. nú verða konur ekki boðaðar í fyrstu skimun við 40 ára aldur eins og verið hefur heldur fara þær í fyrstu skimun við 50 ára aldur. En jafn- framt verða efri aldursmörk færð úr 69 í 74 ára sem er mikilvægt skref þar sem hér á landi greinast að með- altali 25 konur árlega með brjósta- krabbamein á aldrinum 70-74 ára. Samkvæmt evrópskum leiðbein- ingum er mælt með skimunum á brjóstum frá 45 ára aldri. Fagráð um brjóstakrabbamein mælir einn- ig með því að hefja skimun við 45 ára aldur. „Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis munu kon- ur á aldrinum 40-49 ára, sem hafa verið boðaðar í skoðun samkvæmt kerfinu sem var í gildi fyrir áramót, hafa val um hvort þær haldi áfram að koma í skoðun á tveggja ára fresti eða bíða til fimmtugs. Afar mikilvægt er að konur viti af þess- ari breytingu og séu meðvitaðar um rétt sinn til að halda áfram skimun- arferli, kjósi þær svo,“ segir á vef Krabbameinsfélagsins. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið hjá konum og ljóst að mikilvægt er að greina það sem fyrst. Á tímabilinu 2015-2019 greindust árlega að meðaltali 31 kona á aldr- inum 40-49 ára með brjóstakrabba- mein og reikna má með að um þriðjungur þeirra hafi greinst með skimun. „Það skiptir gríðarlega miklu máli að greina krabbamein sem fyrst til þess að auka lífshorfur og takmarka íþyngjandi meðferðar- úrræði. Það að krabbamein greinist á frumstigi getur bjargað mannslíf- um,“ segir Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts – félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Einnig vekur stjórn Krafts athygli á þeim langa biðtíma hér á landi eftir skoðun- um kvenna í kjölfar skimunar eða vegna einkenna. Evrópsk viðmið eru að skoðun fari fram innan fimm daga frá tilvísun en á Íslandi er bið- tími að jafnaði 5-6 vikur. „Sú bið er engan veginn boðleg fyrir kon- ur sem eru með einkenni í brjóst- um og hver dagur getur skipt máli. Auka þarf aðgengi kvenna með ein- kenni í brjóstum að sérhæfðri þjón- ustu sem ljóst er að með breytingu á aldursmörkum skimunar eykst þörfin fyrir slíka þjónustu,“ segir í tilkynningu frá Krafti. Breytingar hafa einnig verið gerðar á fyrirkomulagi við skim- un í leghálsi. HPV-mælingar verði frumrannsókn hjá konum 30 ára og eldri og frumurannsókn gerð í kjölfarið og fagnar Krabbameins- félagið þeim breytingum. Þá verða rannsóknir á leghálssýnum fluttar úr landi, í það minnsta tímabund- ið. „Þessi ráðstöfun verður að telj- ast afar hæpin þar sem sérþekking á frumurannsóknum er svo sannar- lega fyrir hendi á Íslandi og nýr og öflugur tækjabúnaður til að mæla HPV-veirur á öruggan og skil- virkan hátt sömuleiðis,“ segir á vef Krabbameinsfélagsins. arg Í brunagaddi síðastliðinn sunnudag var landað fullfermi úr Kristborgu og Kára í Stykkishólmi. Þeir Magn- ús Kristinsson og Ólafur Valdi- marsson lönduðu um þremur og hálfu tonni úr Kristborgu og Sig- urður Páll jónsson og sonur hans Bragi Páll, lönduðu fimm tonnum úr Kára. Meðfylgjandi myndir tók Sumarliði Ásgeirsson fréttaritari þegar hann átti leið niður á Stykk- ishólmshöfn á sunnudaginn. arg Þjóðskrá hefur birt tölur um íbúa- fjölda 1. janúar síðastliðinn. Þar kemur fram að íbúum á Vesturlandi fjölgaði um 47 á tímabilinu 1. des- ember 2019 til 1. janúar 2021. Eru þeir nú 16.713 talsins. Fjölgunin er 0,3% milli ára. Hlutfallslega mest fjölgun íbúa varð í Hvalfjarðar- sveit þar sem nú búa 647, fjölgaði um 22 eða 3,5% á síðustu þrettán mánuðum. Á Akranesi fjölgaði um 163 íbúa eða um 2,2% og er íbúa- talan nú 7.696. Þetta jafngildir því að 46,05% íbúa á Vesturlandi eru búsettir á Akranesi og hefur hlut- fallið aldrei verið svo hátt áður. Í Snæfellsbæ fjölgaði um átta íbúa og um einn íbúa í Skorradalshreppi og einn í Helgafellssveit. Lang- mest fækkun íbúa varð í Borgar- byggð þar sem fækkaði um 104 íbúa á síðustu þrettán mánuðum, eða um 2,7%. Íbúar þar eru nú 3.751 tals- ins. Þá fækkaði um 15 íbúa í Stykk- ishólmi, 14 íbúa í Grundarfirði, 10 íbúa í Dalabyggð og 5 íbúa í Eyja- og Miklaholtshreppi. Þegar horft er til alls landsins þá hefur íbúum Fljótsdalshrepps fjölg- að hlutfallslega mest síðastliðið ár eða um 14% en íbúum þar fjölgaði þó einungis um 12, eða úr 86 í 98. Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í Reykhólahreppi um 9,9% og Sval- barðsstrandarhreppi um 8,5%. Þá fækkaði íbúum í 27 sveitarfélagi af 69 á ofangreindu tímabili. Lítils- háttar fækkun varð á Vestfjörðum, en þó ekki meiri en sem nemur 7 íbúum. Mest hlutfallsleg fjölgun var á Suðurlandi eða um 1,8% sem er 570 íbúa fjölgun. mm Hlutfallslega mest íbúafjölgun á Vesturlandi á síðasta ári varð í Hvalfjarðarsveit. Hér er skjáskot úr auglýsingamyndbandi sveitarfélagsins á síðasta ári þar sem einmitt er hvatt til búsetu á svæðinu. Íbúum á Vesturlandi fjölgaði um 47 á síðasta ári Konur ekki lengur boðaðar í skimun við fertugt Fullfermi landað í Stykkishólmi. Landað í Hólminum um helgina Fiskur úr Kára kominn á land. Verið að hífa úr Kristbjörgu. Aflinn hífður á land úr Kára.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.