Skessuhorn - 13.01.2021, Síða 16
MIÐVIKUDAGUR 13. jAnúAR 202116
Ingibjörg Hjartardóttir hefur tekið
við stöðu framkvæmdastjóra Hót-
el Húsafells. „Þetta eru skrýtnir
tímar að byrja í svona starfi núna,
í þeim aðstæðum sem við erum að
kljást við, en ég sé líka ýmsa kosti
við þessa stöðu,“ segir Ingibjörg
þegar Skessuhorn heyrði í henni.
Ingibjörg hefur nokkur tengsl í
Borgarfjörðinn en hún er dóttir
Unnar Halldórsdóttur og Hjartar
Árnasonar sem ráku Shellstöðina í
Borgarnesi um árabil auk þess sem
þau ráku golfskálann að Hamri og
byggðu þar upp golfhótelið. „Ég
var reyndar flutt úr landi á þess-
um tíma sem foreldrar mínir voru
í ferðaþjónustu í Borgarbyggð, en
maður kom í Borgarfjörðinn eins
og maður gat og myndaði aðeins
tengsl,“ segir Ingibjörg.
Hefur víðtæka mennt-
un og reynslu
Ingibjörg hefur mikla og víðtæka
reynslu af öllu því sem snýr að
hótelrekstri. Hún lauk sveinsprófi
sem þjónn hér á Íslandi áður en
hún hélt til Bretlands og lauk þar
námi í fjármálaviðskiptum. Þá fór
hún til Sviss og lauk MBA námi
í hótelstjórnun. Ingibjörg hefur
ekki aðeins menntun sem nýtist
framkvæmdastjóra á hóteli held-
ur einnig víðtæka reynslu úr at-
vinnulífinu. „Ég hef mikið unn-
ið í ferðaþjónustuiðnaðinum og
þá mest tengt hótelum. nú síð-
ast vann ég sjálfstætt sem ráðgjafi
fyrir fyrirtæki í hótel- og veitinga-
rekstri í Bretlandi. Þar áður vann
ég í tæp fjögur ár á jamaíku fyr-
ir eitt stærsta hótelfyrirtækið sem
bauð upp á stóra pakka með öllu
inniföldu, hvort sem það var gist-
ing, matur, drykkir, sjóskíði eða
önnur afþreying,“ segir Ingi-
björg.
Flúði útgöngubannið
Ingibjörg hefur búið erlendis síð-
ustu 27 ár, lengst af í London en
hún ákvað að flytja heim fyrir starf-
ið á Húsafelli. „Covid fékk mig,
eins og eflaust marga, til að end-
urhugsa forgangsröðunina í lífinu.
Ég flúði í raun útgöngubannað í
Bretlandi í lok mars og kom heim
til að vinna í fjarvinnu. Ég var á Ís-
landi fram á sumar og hef ekki eytt
svo miklum tíma hér í fjölmörg ár.
Mér þótti gott að vera svona nálægt
fjölskyldunni og fannst tími til að
skoða það að koma aftur heim og
þessi tímasetning hentaði vel fyrir
mig,“ segir Ingibjörg og bætir við
að nálægðin við náttúruna og fjöl-
breytta útivistarmöguleika hafi líka
átt sinn þátt í ákvörðun hennar. „Ég
finn bara að ég er ekki lengur svo
mikil borgarmanneskja. Mig lang-
aði að hafa gott aðgengi að útivist,
að geta gengið á fjöll eftir kvöldmat
og samt náð heim áður en ég fer að
sofa. Í Bretlandi er það bara heil-
mikil útgerð að fara út á land til að
geta gengið í náttúrunni, þú ger-
ir það ekkert spontant,“ segir hún.
„Þetta er ekki eins og í Reykjavík
þar sem þú getur skotist út og far-
ið upp á Helgafell, úlfarsfell eða
Esjuna án mikillar fyrirhafnar. Ég
kynntist þessu frelsi aðeins í Sviss
en svo þegar ég kom aftur til Lond-
on fann ég bara hvað ég þurfti á
náttúrunni að halda.“
Lærði margt á Jamaíku
Ingibjörg segir náttúruna á jamaíku
einnig vera stórkostlega en aðgeng-
ið að henni er öðruvísi en hér á Ís-
landi. „Það var spennandi að búa
á jamaíku og ég lærði margt, ekki
bara það sem ég lærði í vinnunni
sem þó var mjög krefjandi, heldur
líka bara hvað við, sem erum alin
upp í vestrænum heimi, höfum það
gott. Við gleymum því hvað við
njótum mikilla forréttinda, hvort
sem það er menntun, heilsa eða
annað, eins og persónulegt öryggi.
Á jamaíku finnur maður vel að ör-
yggi er ekki sjálfsagt. Þegar maður
býr þarna lærir maður fljótt að það
er mikilvægt að fara varlega, vera
ekki að keyra eitthvað út í busk-
ann til að skoða sig um eða njóta
náttúrunnar einn,“ segir Ingibjörg.
„Maður þarf líka annað hvort að
búa í lokuðum hverfum með örygg-
isvörðum og þriggja metra háum
veggjum allt í kring eða hafa rimla
fyrir öllum gluggum og hurðum,“
segir hún og bætir við að fátækt-
in hafi líka verið mun meira áber-
andi fyrir henni sem íbúa jamaíku.
„Þegar maður ferðast sér maður al-
veg fátæktina en sem íbúi og part-
ur af samfélaginu í svona landi þá
er fátæktin mikið meira í andlit-
inu á manni og maður verður mun
meðvitaðri um hana. Ef maður bara
horfði á fólkið sem var að vinna í
sama bransa og maður sjálfur en
bara í lægst launuðu störfunum þá
bregður manni alveg við. Þetta fólk
er alveg rosalega fátækt og maður
finnur það svo mikið betur þegar
maður er svona nálægt,“ segir hún.
Vísindin munu sigra
Aðspurð segist Ingibjörg mjög
spennt fyrir komandi tímum og
bjartsýn á það sem er framundan.
„Þetta verður erfitt hjá okkur næstu
mánuði, eins og öðrum ferðaþjón-
ustufyrirtækjum. En ég er bjartsýn,
enda hef ég trú á vörunni sem ég
hef í höndunum,“ segir hún ánægð.
„Mér þykir Húsafell frábær staður,
hér er upp á svo margt að bjóða og
ég hlakka mikið til að kynnast fólk-
inu hér betur og fá að vinna með
því. Það er mitt markmið að gestir
sem koma til okkar fái sem mest úr
dvölinni og það er úr nógu að velja.
núna bíðum við bara spennt við út-
varpstækin, sjónvörpin og alla miðl-
ana eftir því að heyra hvað Þórólfur
leggur til næst og hvaða ákvörðun
Svandís Svavarsdóttir tekur. Þetta
er erfitt ástand en ég hef trú á að
vísindin muni sigra,“ segir Ingi-
björg. „Auðvitað er ég samt orðin
óþolinmóð líka, eins og aðrir,“ bæt-
ir hún við og hlær. arg
Breið nýsköpunarsetur á Akranesi
hefur fengið 750 þúsund króna
styrk úr Uppbyggingarsjóði Vest-
urlands til að vinna að undirbún-
ingi og þróunarvinnu fyrir stofnun
veitingastaðar í Hafbjargarhúsinu á
Breið. Staðsetningin þykir spenn-
andi, en húsið er við hlið bílastæð-
isins sem gestir Akranesvita leggja
á. Húsið stendur við sjóinn á sunn-
anverðri Breiðinni en framan við
það er sandfjara og klettaranar
skammt frá landi. Hafbjargarhúsið
hefur Brim, eigandi hússins, mörg
undanfarin ár notað sem geymslu-
húsnæði fyrir veiðarfæri og fleira.
Ýmsar hugmyndir hafa á liðn-
um árum skotið upp kollinum um
nýtingu Hafbjargarhússins og sagt
frá í Skessuhorni, enda þykir stað-
setning þess spennandi til að færa
aukið líf inn á fyrrum athafnasvæði
fiskverkunar og vinnslu á svæðinu.
Meðal annars hafa ýmsir menning-
arviðburðir farið þar fram í húsinu
á liðnum árum og nefna má að fyr-
ir tólf árum voru uppi hugmyndir
á vegum Akranesstofu að setja upp
í húsinu alþjóðlega menningar-
miðstöð með áherslu á leiklist og
myndlist.
Styrkurinn sem Breið nýsköpun-
arsetur fékk frá Uppbyggingarsjóði
verður nýttur til í greiningar- og
þróunarvinnu ekki síst til að geta
undirbúið umsóknir um enn frek-
ari styrki til verkefnisins, að sögn
Páls S Brynjarssonar framkvæmda-
stjóra SSV.
mm
Flutti til Íslands eftir 27 ár erlendis til að taka
við starfi á Húsafelli
Ingibjörg Hjartardóttir er nýr framkvæmdastjóri á Hótel Húsafelli.
Skoðað verður að breyta
Hafbjargarhúsinu í veitingastað
Húsið hefur mörg undanfarin ár verið nýtt sem veiðarfærageymsla. Ljósm. Breið.
Hafbjargarhúsið, sem reyndar er hvítmálað í dag. Ljósm. úr safni.
Á mánudag var kaldi á norðanverð-
um Breiðafirði og kalt. Þegar línu-
báturinn Sverrir SH var að fara á
sjó um miðjan daginn kom neta-
báturinn Ólafur Bjarnason að landi
með tíu tonna afla. Að sögn hafn-
arvarðar í Ólafsvík hefur afli neta-
og línubáta verið ágætur að undan-
förnu en hins vegar hefur afli drag-
nótarbáta verið frekar dræmur.
Andri Steinn Benediktsson,
framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar
Snæfellsbæjar, segir í samtali við
Skessuhorn að fiskverð hafi dalað
aðeins að undanförnu vegna aukins
framboðs á mörkuðum og einnig
vegna slæms ástands á mörkuðum
á Englandi vegna kórónaveirunnar
sem þar herjar sem aldrei fyrr.
af
Benedikt Björn Sveinbjörnsson á Sverri er hér að hífa balana um borð.
Stór kemur og lítill fer
Sverrir SH að fara að taka balana um borð og Ólafur Bjarnarson SH að hefja
löndun.