Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2021, Side 17

Skessuhorn - 13.01.2021, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 13. jAnúAR 2021 17 Ú T S A L A 40% afsláttur af öllum útsöluvörum Opið: mán – föst 10–18 laugardaga 10-15 Sérfræðingar í uppsetningu og viðhaldi loftræstikerfa! Eigum allar helstu pokasíur á lager• Veitum ráðgjöf og gerum tilboð• www.blikkgh.is blikkgh@blikkgh.is Akursbraut 11b • 431-2288 Blikksmiðja Guðmundar á Akranesi hefur undanfarið tekið þátt í at- hyglisverðu samstarfi með samtök- um blikksmiðjueigenda á norður- löndum. Samstarfið felst í flokkun á öllu sorpi fyrirtækjanna auk þess sem skoðaðir eru möguleikar á að nýta eða endurnýta afgangs málma; afklippur sem falla til á verkstæð- unum. Í samtali við Skessuhorn sagði Sævar jónsson eigandi blikk- smiðjunnar: „Af hverju erum við að henda þessum bútum sem eru einn metri að lengd? Markmiðið er að minnka sem mest afskurð. Ein hug- mynd sem velt var upp var að fyr- ir þá sem vilja byggja ódýrt mætti fá áfellur fyrir húsaklæðningar sem yrðu alltaf 1,2 metri í stað þriggja metra eins og hefðbundið er. Með því myndi nýting efnisins batna og afskurðurinn minnka og kostnað- urinn sömuleiðis.“ Tvær blikksmiðjur á Íslandi, Blikksmiðja Guðmundar og ÞH blikk á Selfossi, fá styrk frá áður- greindum samtökum til þess að stunda þessar rannsóknir og að halda utan um og skrá alla málm- afganga, stærðir á afskurði, hvaða málma er um að ræða og svo fram- vegis. Samtökin greiða fyrirtækj- unum fyrir kostnaðinn sem hlýst af því að mæla þetta og skrá. Fyrir- tæki á Íslandi, Danmörku, Svíþjóð og noregi taka þátt í þessu sam- starfi. Þetta er í fyrsta skipti sem fjögur norræn fagfélög, Plåt och vent (Svíþjóð), Tekniq (Danmörk), Félag bikksmiðueigenda Íslandi (FBE) og Ventilasjons- og blik- kenslagerbedriftenes Landsforbund (noregur,) vinna saman að verkefni af þessari stærðargráðu. Verkefninu er stýrt af norska Ventilasjons- og blikkenslagerbedriftens Landsfor- bund (VBL). „Það eru norðmenn- irnir í samtökunum sem komu með þessa tillögu og komu henni í gegn en þeir eru mjög grimmir í þessari endurvinnslu,“ segir Sævar. Skessuhorn ræddi við Sævar og son hans Emil sem er framkvæmda- stjóri blikksmiðjunnar. Í máli þeirra kom fram að þeir eru ósáttir við að bæjaryfirvöld á Akranesi skuli ekki útvega fyrirtækjum í bænum ílát til flokkunar á sorpi. Eins eru þeir ósáttir við kostnaðarstrúktúr- inn sem þeir segja að sé ekki hvetj- andi til flokkunar sorps og endur- vinnslu. „Sorpurðun Vesturlands er í eigu sveitarfélaganna. Sorpurðun Vesturlands er rekin með hagnaði sem þýðir að sveitarfélögin hagn- ast af því að urða sorp í stað þess að flokka það,“ bendir Sævar á, en sjálfur situr hann í stjórn Sorpurð- unar Vesturlands fyrir Akranes- kaupstað. Akraneskaupstaður útvegar fyr- irtækjum og heimilum eina sorp- tunnu og heimili fá að auki eina endurvinnslutunnu. Lögaðilum er ekki útveguð endurvinnsluílát. Endurvinnslutunnur þurfa fyrir- tæki að greiða sérstaklega fyrir til Terru sem sinnir sorphirðu á Akra- nesi. Blikksmiðjan hefur lengi lagt mikla áherslu á að flokka sorp og hefur jafnframt haldið ítarlegt bók- hald yfir flokkunina. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að minnka sorp sem fer til urðunar og segir Emil Sævarsson, fræmkvæmdastjóri, að sorp til urðunar hafi minnkað um 50% á milli áranna 2019 og 2020. Blikksmiðjan er með þrjú minni endurvinnsluílát á kaffistofu, tvö minni endurvinnsluílát frammi í vinnslusal og þrjár stórar endur- vinnslutunnur í vinnslusalnum. Þessi ílát greiðir Blikksmiðjan fyrir auk þess að greiða Terru fyrir hverja losun en losað er tvisvar í mánuði. Þá hefur Blikksmiðja Guðmund- ar ákveðið að ganga enn lengra og semja við Kolvið um að kolefn- isjafna alla starfsemina. En með Loftslagsmæli Festu, climatepulse. is, geta lítil og meðalstór fyrirtæki reiknað út kolefnisfótspor sitt með fljótlegum og auðveldum hætti. út- reikningar fyrir Blikksmiðjuna sýna að gróðursetja þarf 300 tré til þess að binda 30 tonn af CO2 sem rekst- urinn losar á ári. Emil segir að það sé ekkert sem krefur fyrirtækið til þess að taka þessa ákvörðun, þetta snúist einfaldlega um hugarfar stjórnenda og eigenda fyrirtækja. Í umhverfisstefnu Akraneskaup- staðar sem verið er að leggja loka- hönd á og er til kynningar á vef kaupstaðarins stendur meðal ann- ars: „Akraneskaupstaður verði í far- arbroddi meðal íslenskra sveitar- félaga í úrgangsforvörnum og úr- gangsmeðhöndlun með góða nýt- ingu auðlinda að leiðarljósi.“ Þeir feðgar Sævar og Emil vilja sjá um- hverfisstefnu bæjarins taka betur á umhverfismálum fyrirtækja í stað þess að einblína á einstaklinga. Þá vilja þeir sjá sveitarfélagið auka áherslu á hirðingu lífræns úrgangs og að moltugerð verði tekin upp í stað urðunar á slíkum úrgangi. Emil segist vilja sjá Terra taka upp svipaða vottun og Creditinfo er með. „Við myndum vilja geta sett slíka vottun í okkar markaðs- efni, bláan stimpil sem segir „Skilj- um ekkert eftir,“ vottun sem seg- ir að við tökum endurvinnslu al- varlega og stöndum okkur vel í henni.“ Emil bendir jafnframt á að slík vottun gæti auðveldað við- skiptavinum val á þjónustuaðilum og verslunum, kjósi þeir að styðja við umhverfið. Að mati þeirra feðga eru of fá lítil og meðalstór fyrirtæki á Akra- nesi sem eru virkilega að huga að þessum málum. „Það er of ódýrt að urða sorp í Fíflholtum, það er enginn beinn hagur fyrir fyrirtæki að endurvinna sorp í stað þess að urða á meðan það er svona ódýrt að urða. Markmiðið hlýtur að vera að það sé ódýrara að flokka sorp til endurvinnslu heldur en að urða það,“ segir Sævar og Emil heldur áfram: „Það á ekki að bitna á um- hverfinu að við séum í rekstri.“ frg „Það á ekki að bitna á umhverfinu að við séum í rekstri“ Emil Kristmann Sævarsson, framkvæmdastjóri Blikksmiðju Guðmundar. Ljósm. aðsend.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.