Skessuhorn - 13.01.2021, Qupperneq 18
MIÐVIKUDAGUR 13. jAnúAR 202118
nýverið ákvað stjórn Íþróttabanda-
lags Akraness (ÍA) að heiðra hóp
fólks sem stendur á bak við ÍATV
fyrir fórnfúst starf fyrir félagið. Í til-
kynningu frá ÍA sem birtist í Skin-
faxa, tímariti Ungmennafélags Ís-
lands, segir m.a: „Íþróttabanda-
lag Akraness hrósar og þakkar
þeim hópi fólks sem stendur á bak
við ÍATV fyrir óeigingjarnt starf
í þágu íþrótta og mannlífs á Akra-
nesi. Hópurinn hefur séð til þess að
fjöldi fólks hefur getað horft á ýmsa
íþróttaviðburði hjá aðildarfélög-
um ÍA. Allar útsendingar eru unn-
ar í sjálfboðavinnu og þessi hóp-
ur er alltaf tilbúinn til að koma og
taka upp ef eitthvað stendur til hjá
félögum okkar. ÍATV byrjaði með
formlegar útsendingar á körfubolta-
leikjum sem síðar vatt upp á sig.
Þeim, sem að þessu stóðu, var líka
mikið í mun að koma öllum leikj-
um hjá knattspyrnukonum Akra-
ness í loftið til þess að auka áhorf og
umfjöllun um kvennaknattspyrnu á
Akranesi. Þetta hefur stækkað all-
mikið og hefur gert alla umfjöllun
og umgjörð íþrótta og annarra við-
burða á Akranesi svo miklu meiri og
skemmtilegri.“
Hófst í körfunni
Blaðamaður Skessuhorns hitti tvo
meðlimi ÍATV, þá Örn Arnarson og
Arnar Óðinn Arnþórsson, að máli
og spurði þá út í tilurð ÍATV. „Þetta
þróaðist út frá Körfuknattleiksfélagi
ÍA en ég var formaður þar 2015.
Þá datt okkur í hug að senda beint
út frá körfuboltanum. Við byrjuð-
um að senda út í gegnum iPad á vef
sem heitir Ustream. Við notuðum
ókeypis útgáfu af því og streymdum
en upptakan varðveittist ekki. Síðan
þróaðist það þannig að við fórum að
fá einhverja til að lýsa, þá sátu þeir
bara nálægt iPadinum og töluðu í
hann.“ segir Örn.
Örn heldur áfram: „Síðan feng-
um við hann Heiðar Mar Björns-
son kvikmyndagerðarmann til þess
að hjálpa okkur til þess að gera þetta
aðeins betur. Hann kom með sinn
búnað, myndavél og tölvu. Hann var
í raun að gera það af greiðasemi við
körfuknattleiksfélagið. Við þekkj-
umst vel við Heiðar og fórum að
fabúlera með þessa hugmynd, hvort
ekki væri nær að stofna eitthvað sem
myndi nýtast fleirum. Í framhaldinu
fórum við og ræddum við Íþrótta-
bandalagið um hvort þeir væru til-
búnir að styrkja svona verkefni. Sem
betur fer voru framkvæmdastjór-
inn og meirihluti þeirrar stjórnar
sem þá var hlynnt þessu. úr varð að
við fengum styrk til þess að kaupa
myndavél og tölvu og fyrsta út-
sendingin undir merkjum ÍATV
var frá körfuboltaleik ÍA og Vestra
í nóvember 2016. Fyrst um sinn var
þetta bara körfubolti en þegar kom
fram á sumar vorum við ákveðnir að
taka kvennaboltann. Á þeim tíma var
karlaliðið í efstu deild en kvennalið-
ið í næst efstu deild. Karlaliðið fékk
því þegar mikla umfjöllun og beinar
útsendingar. Síðan hefur þetta bara
stækkað.“
Fleiri bættust í hópinn
Arnar kemur að sögn Arnar inn
í þetta fyrir tilviljun. „Ég stóð og
var að vandræðast, vantaði mann á
myndavélina þegar Arnar kom sem
áhorfandi,“ segir Örn. Arnar held-
ur áfram: „já, já, ég skal gera það í
þetta skiptið. Svo hafði Örn sam-
band við mig síðar og spurði hvort
ég væri til í að vera með í þessu. Ég
sló til og hef verið með síðan - og
losna sennilega aldrei úr þessu.“
Síðan þetta var hefur verið að bæt-
ast í hópinn að sögn Arnar. „Snorri
Kristleifsson, ofboðslega flinkur
tæknimaður, bættist við og Ingimar
Elvar Ágústsson kom inn í þetta sem
mjög áhugasamur en hann var þá
sennilega í níunda bekk. Hann var
þá á námskeiði í kvikmyndagerð í
Grundaskóla. Þessi þátttaka í ÍATV
hefur haft þónokkuð að segja því
Arnar til að mynda var kominn sem
kamerumaður hjá RúV og Stöð 2
Sport. Ingimar Elvar var að vinna í
útsendingarbílnum hjá Stöð 2 Sport
í sumar. Þessi reynsla getur því skap-
að ýmis tækifæri fyrir fólk sem hefur
áhuga á að fara þessa leið.“
„Fleiri hafa komið að lýsingum hjá
okkur.“ segja þeir félagar. „Þar má
nefna Björn Þór Björnsson, bróður
Heiðars Mar, Sverri Mar Smárason,
Hannibal Hauksson og jón Orra
Kristjánsson. Þá hafa nokkrir verið
kamerumenn í styttri tíma en kjarn-
inn í þessu sem hefur verið nokkuð
lengi og í flestum verkefnum eru sex
talsins.“
Margar vinnustundir
Örn segir að allt sé þetta starf þeirra
félaga unnið í sjálfboðavinnu og
hefst vegna áhuga þeirra á íþróttum
og fjölmiðlum og þess að þeir vilja
gera þetta fyrir félagið sitt. „Þetta er
annars vegar hugsað sem þjónusta,
bæði við íþróttafélögin og stuðn-
ingsmenn íþrótta á Akranesi, en
hins vegar þannig að við erum að
skrásetja og varðveita söguna. Við
eigum til að mynda myndskeið af
því þegar Ísak Bergmann kemur inn
á í fyrsta og eina skiptið hjá ÍA.“
Á síðasta ári var ÍATV með 55
beinar útsendingar en þær hefðu
orðið mun fleiri hefði Covid ekki
sett strik í reikninginn. Frá upp-
hafi eru útsendingarnar orðnar 220
talsins. „Metárið okkar, 2019, vor-
um við með 66 útsendingar en við
hefðum bætt það ef allt hefði ver-
ið eðlilegt á síðasta ári. Þetta hafa
verið rúmlega ein útsending á viku.
Í venjulegri útsendingu eru þrír
starfsmenn; lýsandi, myndatöku-
maður og tölvumaður en stundum
erum við fimm. Með uppsetningu
og frágangi tekur þetta um fjórar
klukkustundir. Það eru því um 12
vinnustundir og stundum 20 á bak
við eina útsendingu. Stundum tek-
ur þetta enn lengri tíma. Golfmót
sem við sýndum frá tók tíu klukku-
stundir. Þá vorum við talsvert fleiri
að vinna.“ segir Örn.
Meira áhorf en hjól-
hestaspyrna Ronaldos
„Á síðasta ári vorum við með yfir
86.000 áhorf og erum komnir með
um 1.500 áskrifendur. Það drífur
okkur svolítið áfram hvað við mæt-
um allsstaðar mikilli jákvæðni. Fólk
sem við þekkjum ekki stoppar okkur
úti í búð og hrósar okkur auk þess
sem okkur berst hvatning víða að
utan úr heimi. Þá má nefna að klippa
frá okkur af marki Arnars Más, sem
hann skoraði frá miðju, fékk tvær
til þrjár milljónir áhorfa. Ronaldo
skoraði í sömu viku mark með hjól-
hestaspyrnu en klippan okkar fékk
meira áhorf en Ronaldo.“
Það hafa líka verið að bætast við
verkefni hjá ÍATV. „Þetta er ekki
lengur bara fótbolti og körfubolti.
Við höfum sent út frá kjöri íþrótta-
manns Akraness, golfi, klifri, fim-
leikum, badminton, amerískum fót-
bolta, fundum og tónleikum og í vor
gerðum við fimm þátta seríuna „Að
koma saman er bannað“. Þá má ekki
gleyma norðurálsmótinu sem er al-
veg sérstaklega gaman að taka þátt
í. Þar höfum við verið með ÍATV-
Íþróttabandalag Akraness heiðrar ÍATV
Við upptöku á útsendingu vegna Íþróttamanns Akraness á þrettándanum í síðustu viku. F.v. Örn, Arnar, Snorri, Heiðar Mar og Ingimar Elfar. Ljósm. mm
Arnar Óðinn Arnþórsson við ÍATV-völlinn á Norðurálsmótinu 2020.
Björn Þór Björnsson og Örn Arnarson við Akranesvöll 2019.