Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2021, Qupperneq 19

Skessuhorn - 13.01.2021, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 13. jAnúAR 2021 19 Örn Arnarson ræðir við Lúðvík Gunnarsson þjálfara Kára 2019. Heiðar Mar Björnsson og Örn Arnarson við ÍATV-völlinn á Norðurálsmótinu 2020 (Ingimar Elfar Ágústsson snýr baki í myndavélina). Örn Arnarson, Björn Þór Björnsson og Hannibal Hauksson við Akranesvöll 2019. Akraneskaupstaður mun í ársbyrjun 2021 efna til hugmyndasamkeppni um íslenskra landslagsarkitekta. Markmiðið með samkeppninni er að fá hug- verkefni um dýrmætt svæði og því mikilvægt að kalla eftir skoðunum auglýsingu um samkeppnina. Könnunin samanstendur af sextíu spurning- einhverjir heppnir gjöf að launum. ALLIR ungir sem aldnir eru hvattir til að taka þátt. akranes.is/hugmyndasamkeppni Viðhorfskönnun Íbúasamráð um hugmyndir að uppbyggingu á Langasandssvæðinu Einkunnarorð sveitarfélagsins eru jákvæðni, metnaður og víðsýni Sk an na ðu QR kóðann til að taka þ át t völlinn síðustu tvö árin. Svo er út- varpsþáttur í útvarpi Akranes orð- inn fastur liður,“ segir Arnar. Reyna alltaf að gera betur Allar útsendingar ÍATV fara í gegn- um rásina þeirra á YouTube. Kost- urinn við það er að strax að lokinni útsendingu er myndbandið orð- ið aðgengilegt. Yfirleitt eru knatt- spyrnuleikirnir einnig teknir upp auk þess að vera sendir út. Þá er upptaka til í betri gæðum en á You- Tube og geymd á hörðum diski. „Þetta er orðið það mikið að vöxt- um að Snorri er kominn í hálfgerð vandræði með geymslupláss.“ seg- ir Örn. „Stöð 2 og RúV hafa einn- ig fengið myndskeið til birtingar frá okkur,“ bætir hann við. Þegar þeir félagar eru spurðir út í framtíðina svarar Örn: „Stefnan er að halda áfram á sömu braut og reyna alltaf að gera betur, gera þetta fagmannlega en ekki kasta til hönd- unum. Það er ákveðinn gæðastand- ard sem við erum allir stilltir inn á, hvort sem það er tæknilegs eðlis eða tungumálið sem er notað í lýsing- unni. Arnar pikkar alltaf í mig þegar ég er farinn að sletta þannig að ég geri mitt besta til að finna góð ís- lensk orð til að nota í staðinn. Við ætlum að viðhalda og bæta tækja- búnaðinn okkar. Muninn, kvik- myndagerðin hans Heiðars, hefur lánað okkur mikið af tækjabúnaði þegar hefur vantað í stærri útsend- ingar. Það væri gott að eiga allan tæknibúnað sem við þurfum. Halda áfram að bæta ofan á og halda áfram að taka skrefin.” Vilja fjölga í hópnum „Þá viljum við endilega fá nýtt áhugasamt fólk inn í hópinn,“ segja þeir félagar. „Við erum með tvo til þrjá til þess að fara á myndavélina, tvo til þrjá sem skiptast á að lýsa og tvo til þrjá til að stýra útsending- um. Ef verkefnin verða of mörg fyr- ir hvern og einn fer þetta að verða íþyngjandi. Menn eru með fjöl- skyldur og geta hreinlega brunnið upp í þessu. Hingað til höfum við ekki auglýst sérstaklega eftir fólki en við myndum glaðir þiggja að fleiri myndu sýna áhuga. Sérstaklega yngra fólk og sér í lagi stelpur. Það er í raun hægt að líta á þetta sem stökkpall inn í hvaða kvikmynda- gerð sem er því þessar íþrótta- myndatökur eru bara svo góð þjálf- un, þú lærir að bregðast hratt við og lesa í það sem fer fram. Okkur datt í hug að kvikmyndaklúbbur í skóla gæti komið að þessu. Við erum svo- lítið hræddir um að fólk horfi á okk- ur og hugsi með sér að þetta sé bara einhver lokuð klíka – sem við erum alls ekki.“ En hvernig getur fólk komist í samband við þá? „Við erum náttúru- lega á samfélagsmiðlunum og inni á iatv.is er gluggi þar sem fólk getur haft samband í gegnum tölvupóst. Við hvetjum alla sem áhuga hafa til þess að hafa samband við okkur, þeim verður tekið fagnandi. Á iatv.is eru líka reikningsupplýsingar ef fólk vill leggja okkur lið við að auka við og bæta tækjabúnaðinn,“ segja þeir félagar að lokum. frg/ Ljósm. ÍATV.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.