Skessuhorn - 13.01.2021, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 13. jAnúAR 202120
Framkvæmdir halda áfram við
Grundarfjarðarhöfn á nýju ári og
eru starfsmenn Almennu umhverf-
isþjónustunnar iðnir þessa dagana
við bryggjuna. Síðasta mánudag var
byrjað að setja fríholt utan á leng-
ingu norðurgarðs og í framhaldi
af því verða settir stigar og kanttré.
Eftir það hefst vinna við að reisa
rafmagns- og vatnshús á norður-
garði. Áætlað er að lagnavinna fari
fram í vetur ef veður leyfir og svo
verður hafist handa við að steypa
þekjuna með hækkandi sól í vor.
tfk
Matvælastofnun vekur athygli á of
miklu magni af aukefninu própý-
lenglýkól (E1520) í orkudrykkjun-
um Monster Lewis Hamilton LH
44 og Monster Vanilla Espresso.
Innflytjandinn, Coca-Cola Euro-
pean Partners (CCEP), innkallar
drykkina í samráði við Heilbrigðis-
eftirlit Reykjavíkur.
Innköllunin á eingöngu við eftir-
farandi vöruheiti:
Vörumerki: Monster•
Vöruheiti: Lewis Hamilton •
LH44 Energy Drink
Best fyrir dagsetning: Allar •
dagsetningar
Strikamerki: 5060337508988•
Lotunúmer: Öll lotunúmer•
nettómagn: 500 ml•
Geymsluskilyrði: Á ekki við•
Framleiðandi: Monster Ltd.•
Framleiðsluland: Holland•
Dreifing: Aðföng (Hagkaup), •
Fjarðarkaup, Heimkaup, Ice-
land, Kjörbúðin, Krambúðin,
Melabúðin, Miðstöðin, n1,
nettó, Tíu-ellefu, Kassinn.
Vörumerki: Monster•
Vöruheiti: Vanilla Espresso •
- Espresso vanilla flavoured
coffee drink
Best fyrir dagsetning: Allar •
dagsetningar
Strikamerki: 5060639122332•
Lotunúmer: Öll lotunúmer•
nettómagn: 250 ml•
Geymsluskilyrði: Á ekki við•
Framleiðandi: Monster Ltd.•
Framleiðsluland: Holland•
Dreifing: Aðföng (Hagkaup), •
Fjarðarkaup, Iceland, Kjör-
búðin, Krambúðin, nettó,
Póló, Tíu-ellefu, Vegamót
Bíldudal, Video-markaðurinn.
Björgvin EA 311 kom til löndunar í
Grundarfirði aðfararnótt mánudags.
Hafist var handa við löndun um
þrjúleytið um nóttina og var búið
að ganga frá öllu rétt eftir hádeg-
ið daginn eftir. Starfsmenn Djúpa-
kletts voru því ansi snöggir við að
hífa þessi 127 tonn upp á bryggju og
fylla lestina aftur af tómum körum.
Landaður afli í Grundarfjarðar-
höfn á síðasta ári var um 18.500
tonn en til samanburðar árið 2019
var aflinn 16.200 tonn og árið 2018
13.800 tonn. Því er nú um talsverða
aukningu að ræða. Vegna heims-
faraldursins kom ekkert skemmti-
ferðaskip til Grundarfjarðar síðasta
sumar en næsta sumar eru bókað-
ar 56 komur skemmtiferðaskipa.
Það veltur að sjálfsögðu á veirunni
heimsfrægu hvort að af þeim verði.
Höfnin heldur því áfram að vera líf-
æð bæjarins eins og svo víða.
tfk
Björgvin EA 311 bakkar frá bryggju eftir tæplega 11 klukkustunda stopp í
Grundarfirði.
Landað úr Björgvini EA
Starfsmenn Djúpakletts voru kátir að löndun lokinni.
Kraninn um borð í Björgvini bilaði og því þurfti að kalla til kranabíl til að klára
löndunina um nóttina.
Atli Freyr Friðriksson og Aðalgeir Vignisson eru hér hangandi í vinnunni.
Framkvæmt við höfnina á nýju ári
Innkalla vegna aukaefna