Skessuhorn


Skessuhorn - 19.05.2021, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 19.05.2021, Blaðsíða 6
MiðViKudAGuR 19. MAÍ 20216 Síðustu forvöð að sækja um stuðningslán LANDIÐ: Smærri rekstrarað- ilum sem glíma við tekjusam- drátt vegna heimsfaraldurs kór- ónuveiru hefur staðið til boða að sækja um stuðningslán með ábyrgð ríkissjóðs. Lánin má veita til 31. maí nk. „Nokk- urn tíma getur tekið að af- greiða umsóknir en ekki verða veitt stuðningslán eftir lok þessa mánaðar þótt umsókn hafi bor- ist fyrr. Rekstraraðilum, sem hyggjast sækja um stuðnings- lán, er því ráðlagt að sækja um tímanlega fyrir 31. maí 2021,“ segir í tilkynningu frá fjármála- ráðuneytinu. Nánari upplýsing- ar um stuðningslán er að finna á Ísland.is. -mm Skemmdir á Akranesvita AKRANES: Á vef Akranes- kaupstaðar segir frá því að skemmdarverk hafi verið unn- in á Akranesvita í tvígang und- anfarið, fyrst í mars og nýlega aftur í maí. Búið er að tilkynna verknaðinn til lögreglu og Vega- gerðarinnar en vitar landsins eru eign Vegagerðarinnar. Fólk er beðið að hafa augun opin og tilkynna til Akraneskaupstaðar og lögreglunnar ef það verður vart við skemmdir á Breiðinni. -vaks Caliber opnar á ný AKRANES: Veitingavagninn Caliber opnar í dag miðviku- dag eftir vetrarfrí og er vagninn staðsettur við Jaðarsbakka. Eins og áður er boðið upp á alls- konar tegundir af ávaxtaskálum og djúsum. Það má mæla með djúsnum Ástríki sem inniheldur ferskan ananas, jarðarber, ást- araldin, sítrónu og epli. Opið verður í vagninum alla virka daga í sumar frá kl. 10:00-15:00. -vaks Undir allskonar áhrifum VESTURLAND: um hádeg- isbil á laugardag stöðvuðu lög- reglumenn ökumann á Vest- urlandsvegi við Höfn í Mela- sveit. Ökumaður svaraði jákvætt áfengis-, fíkniefna- og lyfjaprófi. Viðkomandi var handtekinn og í kjölfarið gerð leit í ökutæki og í framhaldinu húsleit. Fund- ust ætluð fíkniefni við leit og fara þau í rannsókn. Þá reyndu ökumaður og farþegi að skipta um sæti en myndavélar lögregl- unnar sáu við því. Einnig reyndi ökumaður að losa sig við gler- krukku með ætluðum fíkniefn- um. Í ofanálag var ökumaður án ökuréttinda. Málið fór hefð- bundna leið. -frg Félagsheimili til sölu HVALFJ.SV: Félagsheimil- ið Fannahlíð í Hvalfjarðarsveit hefur verið auglýst til sölu. um er að ræða 309,5 fm félagsheim- ili við rætur Akrafjalls í grónu umhverfi. Með húsinu fylgir 1,2 ha eingarlóð. Ásett verð er 65 milljónir króna. -arg Tóku tilboði í hitaveitu HVALFJ.SV: Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar óskaði eft- ir verðtilboðum frá fjórum að- ilum í lagningu hitaveitu að Heiðarskóla, en aðeins eitt til- boð barst. „Sveitarstjórn sam- þykkir að gengið verði til samn- inga við Sæmund Víglundsson hjá T.S.V. sf. á grundvelli fram- lagðs tilboðs og að verkefna- stjóra framkvæmda og eigna sé falið að ganga frá verksamningi og vinna málið áfram,“ segir í tillögu sem oddviti lagði fram á fundi sveitarstjórnar og var samþykkt með fimm atkvæðum, en tveir sátu hjá. -arg Skemmdarverk á tjaldstæði GRUNDARFJ: Lögreglu barst tilkynning um skemmdarverk á tjaldstæðinu í Grundarfirði á mánudagskvöld. Þar reyndust hafa verið unnin minniháttar skemmdarverk, meðal annars voru hurðir á útiskúr og leik- fangageymslu spenntar upp. Ekki er vitað hver var að verki. -frg Ársreikningur Snæfellsbæjar var samþykktur á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Starfsemi bæjarins er skipt upp í tvo hluta, A-hluta ann- ars vegar og B-hluta hins vegar. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum en í B-hluta eru fyrir- tæki sem eru í eigu sveitarfélagsins og eru rekin sem fjárhagslega sjálf- stæðar einingar. Í bókun bæjarstjórn- ar segir meðal annars: „Heimsfarald- ur Covid-19 setti töluverðan svip á starfsemi og fjármál Snæfellsbæjar og ber ársreikningur 2020 það með sér. Framlög frá Jöfnunarsjóði sveit- arfélaga lækkuðu umtalsvert en jafn- framt jókst rekstrarkostnaður stofn- ana, og þá sér í lagi launakostnaður sveitarfélagsins. Sveitarfélög voru hvött til að taka þátt í atvinnuátaki með Vinnumálastofnun sumarið 2020, sem Snæfellsbær gerði, og var launakostnaður sumarsins töluvert yfir fjárhagsáætlun vegna þess. Rekstrartekjur sveitarfélags- ins á árinu námu um 2.709 millj- ónum króna samkvæmt samantekn- um rekstrarreikningi fyrir A- og B- hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 2.582 millj. króna. Rekstrartekjur A- hluta námu um 2.127 millj. króna en fjárhags- áætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 2.045 millj. króna. Rekstrarniðurstaða sveitarfélags- ins samkvæmt samanteknum rekstr- arreikningi A- og B-hluta var jákvæð um 158 milljónir en samkvæmt fjár- hagsáætlun var gert ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á 64 milljónir. Rekstr- arafkoman varð því töluvert betri en áætlun gerði ráð fyrir, eða sem nem- ur 94 milljónum króna. Laun og launatengd gjöld sveitar- félagsins námu um 1.477,9 milljón- um króna en starfsmannafjöldi sveit- arfélagsins nam 145 stöðugildum í árslok. Veltufé frá rekstri var 204,8 millj. króna og veltufjárhlutfall er 0,76. Handbært frá rekstri var 209,5 millj. króna. Heildareignir bæjarsjóðs námu um 4.708,4 millj. króna og heild- areignir sveitarfélagsins í saman- teknum ársreikningi um 6.067,5 millj. króna í árslok 2020. Heildar- skuldir bæjarsjóðs námu um 1.681,2 millj. króna og í samanteknum árs- reikningi um 2.008,7 millj. króna, og hækkuðu þar með milli ára um 327,5 milljónir. Snæfellsbær hefur verið að greiða niður lán og minnka skuldir undanfarin ár, en vegna töluverðrar tekjulækkunar vegna covid-19 heimsfaraldurs, var nauð- synlegt að auka smávægilega við skuldir Snæfellsbæjar á árinu 2020. Skuldahlutfall Snæfellsbæjar er lágt og því er töluvert svigrúm til lán- töku til að mæta tekjuáföllum sem þessum. Eigið fé bæjarsjóðs nam 3.027,2 millj. króna og eigið fé í samantekn- um reikningsskilum nam 4.058,8 millj. króna í árslok 2020. Eiginfjár- hlutfall er 64,29% á á árinu 2020 en var 66,76% árið áður. Snæfellsbær fjárfesti á árinu fyrir 603,3 milljónir í varanlegum rekstrarfjármunum.“ frg Afkoman jákvæð um 158 milljónir Fyrirtækið Brimilshólmi frá Akra- nesi hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Eðalfiski ehf. í Borg- arnesi og tekið við rekstri félags- ins. Eðalfiskur ehf. sérhæfir sig eins og kunnugt er í framleiðslu, sölu og dreifingu á ferskum, frystum, reyktum og gröfnum laxaafurðum þar sem stór hluti afurða fyrirtæk- isins er seldur á erlendum mörk- uðum. Jafnframt eru þessar afurð- ir vinsælar á innanlandsmarkaði ásamt reyktum silungi, reyktri Eg- ilssíld og Eðal graflaxsósu. „Á bak við Brimilshólma, sem kaupir Eðalfisk, er öflugur hópur sem veðjar á framtíðarsýn til sókn- ar á erlenda markaði og við höfum mikla trú á tækifærum á innanlands- markaði. Við sjáum tækifæri í hollu mataræði og aukinni fiskneyslu og viljum styðja við viðskiptavini okk- ar og skapa þeim virði í sinni starf- semi. Þetta er sami hópur og kom að kaupum á Norðanfiski ehf. á síð- asta ári sem er líka traust og gott fé- lag sem þjónustar stóreldhús, versl- anir og veitingastaði á innanlands- markaði. Ég vil þakka eigendum Eðalfisks fyrir faglega vinnu í þessu söluferli,” segir inga Ósk Jónsdótt- ir í tilkynningu fyrir hönd Brimils- hólma. „Rekstur Eðalfisks á sér langa og farsæla sögu í Borgarnesi sem við erum stolt af og við fögnum því að kaupendur séu öflugur hópur og höfum við fulla trú að félagið muni halda áfram að vaxa og dafna með nýjum eigendum,“ segir Kristján Rafn Sigurðsson framkvæmdastjóri og einn núverandi eigenda Eðal- fisks. Ráðgjafar kaupenda í ferlinu voru KPMG og Benedikt Boga- son hjá Nordik Legal og fyrir hönd seljanda Kjartan Jónsson og Ólafur Steinarsson. mm Kaup Brimilshólma á Eðalfiski gengin í gegn Nýir eigendur Eðalfisks ehf. í Borgarnesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.