Skessuhorn


Skessuhorn - 19.05.2021, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 19.05.2021, Blaðsíða 22
MiðViKudAGuR 19. MAÍ 202122 markaðsstjóra hjá Sæferðum Dagur í lífi... Nafn: Nadine Elisabeth Walter Fjölskylduhagir/búseta: Í sam- búð Starfsheiti/fyrirtæki: Markaðs- stjóri hjá Sæferðum í Stykkishólmi Áhugamál: Hestamennska, hund- urinn minn og ferðalög Dagurinn: Þriðjudagur 11. maí 2021 Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Vaknaði kl. 6.20, fékk mér kaffibolla og fór upp í hesthús að moka og gefa eins og ég geri á hverjum morgni. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Gríska jógúrt með músli og bön- unum Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? um kl. 8 og gangandi Fyrstu verk í vinnunni: Skoða tölvupóstinn Hvað varstu að gera klukkan 10? Fór á „Facebook ads“ nám- skeið á ZOOM. Hvað gerðirðu í hádeginu? Borðaði brauðsneið Hvað varstu að gera klukk- an 14? Svara símanum og tölvu- póstum. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Hætti kl. 16:00 og slökkti ljósin og læsti. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Fór heim, fékk mér smá snarl og kaffi og fór svo upp í hesthús, fór svo á bak á tveimur hestum. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Kjúklinga- og pastaréttur, ég eldaði. Hvernig var kvöldið? Bara ynd- islegt. Fórum í göngutúr með hundinum okkar í góða veðrinu. Hvenær fórstu að sofa? um kl. 23.45 Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Fór í sturtu. Hvað stendur upp úr eftir dag- inn? Ekkert sérstakt svo sem, bara góður venjulegur dagur í lífi mínu. Eitthvað að lokum? Verðum að muna að njóta hverrar stundar áður það er of seint. Nadine Elisabeth Walter, markaðs- stjóri Sæferða í Stykkishólmi. Fyrsta umferð Íslandsmótsins í ral- lycross fór fram á Aksturssvæði AÍH í Hafnarfirði síðastliðinn sunnudag. Covid setti nokkurn svip á mótið því samkvæmt sóttvarnar- reglum má einungis að hafa 100 áhorfendur í einu sóttvarnahólfi á íþróttaviðburðum og að hámarki tvö sóttvarnahólf. Alls voru 35 keppendur skráðir til leiks. Þeirra á meðal var Gísli Björn Rúnarsson á Akranesi sem keppti fyrir TKS, Torfæruklúbb Suður- lands. Gísli sem kemur frá Búðar- dal hefur lengi verið viðloðandi akstursíþróttir, bæði sem aðstoðar- maður og í keppnisstjórn. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem Gísli keppir á þessum vettvangi. Keppn- isbíll Gísla er Toyota Yaris, árgerð 2000, en hann keppir í svokölluð- um 1000 Standard flokki. Í því felst að ekki má gera neinar breytingar að ráði á bílunum. Að sögn Gísla er ætlunin að keppa á öllum sex mót- um sumarsins. Aðspurður um ár- angur á þessu fyrsta móti sumars- ins var lítið um svör hjá Gísla Birni, vildi heldur ræða um veðrið. frg Gísli Björn Rúnarsson við rallycross bíl sinn. Ljósm. frg. Gísli Björn keppti í rallycrossi Staðarhátíðin Varmalandsdagar verður haldin í fyrsta sinn dagana 12. og 13. júní næstkomandi. Að hátíðinni standa Hollvinasamtök Varmalands en þau voru stofn- uð síðastliðið haust. „Við ákváð- um að stofna hollvinasamtökin sem svona hagsmunasamtök fyr- ir Varmaland. Helsta ástæðan er kannski sú að okkur fannst vanta smá upp á þjónustu og slíkt hér, þá opinbera þjónustu eins og að laga götur og gangstéttar og slá gras- ið og svona. Í stað þess að hver og einn væri í sínu horni að tala og enginn að gera neitt ákváðum við bara að stofna samtök og reyna að efla og styrkja Varmalands- stað hér í Stafholtstungum,“ seg- ir Vilhjálmur Hjörleifsson einn af stofnendum Hollvinasamtaka Varmalands. Vilja koma lífi í staðinn Eftir að hafa stofnað Hollvina- samtök Varmalands var tekin ákvörðun um að halda Varma- landsdaga nú í sumar. „Við vild- um halda þessa hátíð til að koma smá lífi í staðinn. Við höfum ým- islegt upp á að bjóða hér á Varma- landi, flott félagsheimili, sund- laug, hótel og útivistarsvæði hér í kring, auk þess sem hér er garð- yrkjustöðin Laugaland, sem er í raun sambyggð Varmalandi,“ seg- ir Vilhjálmur. Hann segir hátíðina upphaflega hafa átt að vera litla í sniðum en að hún hafi svo und- ið upp á sig. „Þetta hollvinafélag á engan pening þar sem félagarnir eru svona sex til átta talsins,“ seg- ir Vilhjálmur og hlær. „Það eru nú bara fimm íbúðarhús hér á Varma- landi svo við erum ekki mörg. En við vildum þó geta haldið smá há- tíð. Við skoðuðum þá bara hverj- ir eru með starfsemi á staðnum og gætu gert eitthvað á hátíð- inni. Hér erum við með kvenfé- lag, ungmennafélag og björgun- arsveit. Kvenfélagið ætlar að vera með kaffisölu, ungmennafélagið ætlar að setja upp skemmtilegan ratleik og björgunarsveitin mun sýna búnaðinn sinn og aðstöðu,“ segir Vilhjálmur. Lyst og list Hollvinasamtökin höfðu einn- ig samband við hótelið á Varma- landi og þar verður boðið upp á vínkynningu á laugardeginum. „Þá verður hægt að borga smá fyrir skemmtilega kynningu hjá manni sem er að flytja inn vín,“ segir Vilhjálmur. Tilboð verður á mat og eftirréttur að hætti Hús- mæðraskólans fylgir frítt með öll- um aðalréttum af matseðli á veit- ingastaðnum Calor. „Kokkar hót- elsins verða með sjóðheitt kolag- rill á milli klukkan 13 og 15 báða dagana. Þar má kaupa borgfirska hamborgara gegn vægu gjaldi,“ segir Vilhjálmur. Borgarbyggð hefur samþykkt að hafa sund- laugina á Varmalandi opna bæði kvöldin frá kl. 20-22 og þá verð- ur boðið upp á samflot gegn vægu gjaldi. „Það geta 15 verið í floti í einu og við getum boðið tveim- ur hópum hvort kvöld fyrir sig,“ segir Vilhjálmur. Börnum verður boðið að fara á hestbak þar sem heimamaður ætlar að teyma und- ir þeim. Í félagsheimilinu verð- ur sett upp myndlistarsýning og markaður opnaður auk þess sem bílsskúrssala verður opin á svæð- inu. Á sunnudeginum um klukk- an 14 ætlar Fornbílafjelag Borg- arfjarðar að renna við á drossíum sínum, ef veður leyfir. Hátíðin ber undirtitilinn Lyst og list og seg- ir Vilhjálmur það vísa til þess að í gamla Húsmæðraskólanum hafi gjarnan verið sköpuð matarlyst og önnur list í formi handavinnu. „Svo er hér barnaskóli þar sem alltaf er verið að skapa allskonar fallega list,“ segir Vilhjálmur. arg Horft heim að Varmalandi frá Þverbrekkum. Varmalandsdagar verða haldnir í fyrsta sinn í júní Varmalandsdagar verða haldnir í sumar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.