Skessuhorn - 19.05.2021, Blaðsíða 10
MiðViKudAGuR 19. MAÍ 202110
„Í dag uppskerum við og fögn-
um árangri, Fab Lab smiðja Vest-
urlands á Akranesi tekur til starfa,
staður þar sem sköpunin yfirtekur
allt,“ sagði Sævar Freyr Þráinsson
bæjarstjóri á Akranesi m.a. í ræðu
sem hann flutti í tilefni þess að á
föstudaginn var skrifað undir sam-
starfssamninga um rekstur Fab Lab
smiðju Vesturlands á Breiðinni á
Akranesi. Smiðjan verður nokkurs
konar móðurstöð fyrir aðrar Fab
Lab smiðjur á Vesturlandi og víð-
tækur samstarfsvettvangur skóla og
fyrirtækja. Að henni standa 23 að-
ilar af Akranesi og víðar af Vest-
urlandi auk aðkomu tveggja ráðu-
neyta; nýsköpunarráðuneytisins og
menntamálaráðuneytisins.
Samstarfsaðilar nýrrar Fab Lab
smiðju og þeir sem skrifuðu und-
ir samninga á föstudaginn eru í
stafrófsröð: Akraneskaupstaður,
ArtTré, atvinnuvega- og nýsköpun-
arráðuneytið, Breið þróunarfélag,
Brim, Elkem Ísland, Félag eldri
borgara á Akranesi, Fjölbrautaskóli
Vesturlands, Fjöliðjan, grunnskól-
arnir á Akranesi, icewind, Lands-
samtök karla í skúrum, leikskól-
ar á Akranesi, mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytið, Muninn ehf,
Norðurál, Samtök sveitarfélaga á
Vesturlandi, Skaginn 3X, Starfs-
endurhæfing Vesturlands og Sí-
menntunarmiðstöð Vesturlands.
Muninn með
verkefnisstjórnun
Akraneskaupstaður, sem er ábyrgð-
araðili verkefnisins og leggur því
til framlag, hefur ráðið fyrirtæk-
ið Muninn ehf. til þess að annast
verkefnastjórnun smiðjunnar. Þá
verður sérstök fimm manna stjórn
yfir smiðjunni tilnefnd af fulltrúum
frá Akraneskaupstað, Símenntun-
armiðstöð Vesturlands, Fjölbrauta-
skóla Vesturlands, ArtTré ehf. og
Breið þróunarfélagi. „Hér viljum
við skapa aðstöðu fyrir alla ald-
urshópa til að koma saman, vinna
saman og skapa saman. Samstarfs-
samningurinn táknar það og dreg-
ur saman ólíka aðila að stofnun,
rekstri og samvinnu við þróun Fab
Lab smiðju Vesturlands. Stafræn
smiðja sem þessi býður uppá ótelj-
andi tækifæri og finnum við mikinn
vilja og samhug í að gera gott enn
betra,“ sagði Sævar Freyr við þetta
tilefni. „Hér munum við leggja
grunn að tækni sem byggir á sjálf-
virkni, gervigreind, líftækni, snjall-
tækni, vélmennum og við ætlum
að svara þessu með að virkja hæfni
einstaklinga, auka frumkvæði,
frumkvöðlahugsun og framtak-
semi, áherslu á samskipti, hvernig á
að nálgast og greina upplýsingar og
áhersluna en síðast en ekki síst að
kunna að taka á móti nýrri tækni.
Áherslan verður að læra allt lífið,“
sagði Sævar Freyr. Þá þakkaði hann
öllum hlutaðeigandi sem komið
hafa að stuðningi við stofnun smiðj-
unnar, bæjarstjórn og samstarfsaðil-
um. Fram kom að atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið mun styðja
verkefnið næstu þrjú árin með fjög-
urra milljóna króna framlagi árlega.
Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir ráð-
herra sagðist í ávarpi sem hún flutti
fagna þeim áfanga að nýsköpunar-
setur taki til starfa á Akranesi. Í því
felist óendanlega mörg tækifæri til
vaxtar og eflingar atvinnulífi.
Lista- og nýsköpunar-
braut í FVA
Fram kom að tenging verður við
verkefnið Karlar í skúrum sem fel-
ur í sér aðstöðu fyrir alla karlmenn
til að hittast, spjalla og vinna að
ýmsum sameiginlegum verkefn-
um sem þeir ákveða sjálfir. Þar geta
þeir skipst á skoðunum og miðl-
að þekkingu til yngri kynslóða og
skilað þannig áfram góðu fram-
lagi til samfélagsins. Fjölbrautar-
skóli Vesturlands á Akranesi mun
tengja smiðjuna við námsbrautir
skólans, þá sérstaklega nýja braut
hans; lista- og nýsköpunarbraut. Þá
hafa skólar, bæði leik- og grunn-
skólar á Akranesi staðfest þátttöku
sína í verkefninu og er það hluti af
því auka þekkingu og áhuga á verk-
og tækninámi.
Sérstaða Fab Lab
smiðju Vesturlands
Fab Lab smiðja Vesturlands er frá-
brugðin öðrum smiðjum á land-
inu á þann veg að hægt er að þróa,
skapa og framleiða afurðir, allt á
sama staðnum. Þessi möguleiki er
fyrir hendi þar sem starfandi sam-
hliða smiðjunni er fjölskyldufyrir-
tækið ArtTré sem er í margþættri
starfsemi á sviði merkinga og fram-
leiðslu á smávörum, hönnunar- og
heimilismunum sem unnið er úr
ýmis konar hráefni svo sem timbri,
plexí, plasti, gleri og áli. Fyrirtæk-
ið hefur yfir að ráða hágæða 100w
laser og CNC tölvufræsara ásamt
stórprentunar Mutho pringer og
Jaguar plotter, tæki sem nýtast starf-
semi Fab Lab smiðju einstaklega
vel. Fyrirtækið icewind mun einnig
vera með starfsemi sína í sama húsi
og Fab Lab smiðjan og leggja til
búnað fyrir smiðjuna ásamt því að
taka þátt í þróun verkefna.
Samstarf við fyrirtæki
og SSV
Þrjú fyrirtæki á Akranesi og ná-
grenni taka þátt í uppbyggingu og
þróun smiðjunnar með sérstöku
framlagi, þ.e. Elkem, Norðurál og
Skaginn 3X. Þá leggur Brim til að-
stöðu. Fyrirtækin leggja samanlagt
til verkefnisins 12 milljónir króna á
næstu þremur árum. Þá leggja Sam-
tök sveitarfélaga á Vesturlandi verk-
efninu lið með framlagi.
Fab Lab verður smiðja með tækja-
búnaði til fjölbreyttrar framleiðslu,
sem gefur ungum sem eldri ein-
staklingum og fyrirtækjum kost á að
þjálfa sköpunargáfu og hrinda hug-
myndum í framkvæmd með því að
móta, hanna og framleiða hluti með
aðstoð stafrænnar tækni. Hlutverk
smiðjunnar verður meðal annars að:
Stuðla að nýsköpun með því að •
veita einstaklingum, skólum og
fyrirtækjum á Vesturlandi að-
gang að stafrænum framleiðslu-
tækjum.
Stuðla að nýsköpun í kennslu •
og kennsluháttum nemenda
á leik-, grunn- og framhalds-
skólastigi sem og í fullorðins-
fræðslu.
Stuðla að auknu tæknilæsi •
nemenda, einstaklinga með
iðn- og tæknimenntun sem og
almennings.
Stuðla að hvers konar framþró-•
un í framleiðslu og smíði á
varningi sem tengist heim-
ilum, fyrirtækjum og öðrum
þeim sem hag geta haft af staf-
rænni framleiðslu og þekk-
ingu.
Að skapa aðstöðu fyrir „Karla •
í skúrum“ og Félag eldri borg-
ara þar sem eldra fólk getur
sinnt áhugamálum og smærri
verkefnum.
Framundan er að ljúka undirbún-
ing smiðjunnar og opna hana fyr-
ir hópa og almenning. Fab Lab
smiðjan heldur úti upplýsingasíðu á
Facebook. Stefnt að því að auglýsa
opna tíma í smiðjunni um mán-
aðamótin maí/júní og í ágúst næst-
komandi mun taka í gildi stunda-
tafla fyrir smiðjuna þar sem hópar
fá úthlutuðum tímum.
mm
Fab Lab smiðja Vesturlands á Akranesi tekin til starfa
Fab Lab smiðja Vesturlands er frábrugðin öðrum smiðjum á landinu á þann
veg að hægt er að þróa, skapa og framleiða afurðir, allt á sama staðnum. Þessi
möguleiki er fyrir hendi þar sem starfandi samhliða smiðjunni er fjölskyldufyrir-
tækið ArtTré sem er í margþættri starfsemi á sviði merkinga og framleiðslu á
smávörum. Hér má sjá sýnishorn af framleiðslu ArtTré.
Eftir undirritun samninga var stillt upp í hópmynd af fulltrúum þeirra sem tengjast Fab Lab smiðju Vesturlands. Ljósm. Guðni Hannesson.
Þórdís Kolbrún og Sævar Freyr svipta hér hulunni af nýju merki á veggjum
smiðjunnar.
Valdís Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri Breiðar, Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
og Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir ráðherra nýsköpunarmála undirrita samning um
stuðning ráðuneytisins við verkefnið.