Skessuhorn


Skessuhorn - 19.05.2021, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 19.05.2021, Blaðsíða 15
MiðViKudAGuR 19. MAÍ 2021 15 Sérfræðingar í uppsetningu og viðhaldi loftræstikerfa! Eigum allar helstu pokasíur á lager• Veitum ráðgjöf og gerum tilboð• www.blikkgh.is blikkgh@blikkgh.is Akursbraut 11b • 431-2288 Stykkishólmsbær Hafnargötu 3 340 Stykkishólmur Sími: 433-8100 netfang: stykkisholmur@stykkisholmur.is KT.: 620269-7009 S K E S S U H O R N 2 02 1 Vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002 – 2022 um gististaði í íbúðarbyggð. Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar kynnir hér með, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, tillögu að aðalskipulagsbreytingu um gististaði á íbúðasvæðum í Stykkishólmsbæ. Í tillögunni er skilgreint hvaða gististaðir geta talist minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmst getur búsetu á íbúðarsvæðum, sbr. gr. 4.3.1 og gr. 6.2 í skipulagsreglugerð. Skipulagstillagan er birt á vef Stykkishólmsbæjar stykkisholmur. is og liggur frammi á bæjarskrifstofu Hafnargötu 3 til og með 9. júní 2021, þannig að íbúar og aðrir hagsmunaaðilar geti kynnt sér hana og sent inn ábendingar sem varða tillögugerðina. Tillagan er jafnframt send viðeigandi aðilum til umsagnar eins og skipulagslög gera ráð fyrir. Ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa til og með 9. júní 2021 að Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða á netfangið: skipulag@stykkisholmur.is. Skipulagsfulltrúi Stykkishólmsbæjar. undanfarnar vikur hafa nemendur í meistaranámi í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands unn- ið að skipulagstillögum um fram- tíð svæðisins á Breið á Akranesi. Eru tillögurnar hluti af áfanganum „Heildstætt og hagnýtt“. Markmið var að vinna tillögur að skipulagi sem eflir atvinnustarfsemi og býð- ur upp á nýja nálgun fyrir lífsgæði á svæðinu sem gengið hefur í gegn- um miklar breytingar á skömm- um tíma. En einhæf atvinnustarf- semi veikir innviði margra samfé- laga og mikilvægt að bregðast við. Í tengslum við námskeiðið unnu nemendur einnig þrívíddarmódel af svæðinu og byggingunum. Kennarar voru þau Gunnar Ágústsson skipulagsfræðingur, Sam- aneh Nickayin landslagsarkitekt og lektor og Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfræðingur og dósent. Síð- astliðinn föstudag kynntu nemend- ur svo tillögurnar fyrir prófdóm- urum, kennurum, Valdísi Fjölnis- dóttur og Gísla Gíslasyni frá Breið þróunarfélagi, Sævari Frey bæjar- stjóra og fulltrúum frá umhverfis- og skipulagsráði Akraneskaupstað- ar. Auk þess komu fleiri gestir við í samræmi við takmarkanir. Við- burðinum var einnig streymt og hafa tæplega fjögur hundruð horft á streymið. Fjöldi gesta sem kom á opnum Fab-lab smiðju Vesturlands seinna um daginn, kynnti sér tillög- urnar sem vöktu mikla athygli m.a. hjá Þórdísi Kolbrúnu atvinnuvega- og nýsköpunaráðherra. Nú hefur verið ákveðið að skipulagstillögurnar verði til sýn- is á þriðju hæð við Bárugötu 10 í samvinnurými Nýsköpunarseturs- ins. „Allir eru hvattir til að koma og kynna sér hugmyndir nemenda sem m.a. sýna brimhótel og opnun í Steinavör. Sýningin er opin á virk- um dögum frá kl.10.00 – 15.00,“ segir í tilkynningu. mm/hg Vinnslan fór og hvað svo? – Sýning á verkum skipulagsfræðinema

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.