Skessuhorn


Skessuhorn - 19.05.2021, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 19.05.2021, Blaðsíða 14
MiðViKudAGuR 19. MAÍ 202114 Úrslit ráðast í söngvakeppni Euro- vision á laugardagskvöldið. daði og Gagnamagnið, framlag Ís- lands, stíga vonandi á svið í Rot- terdam annað kvöld og flytja lagið 10 Years. Fyrri undanúrslit söngva- keppninnar voru haldin í gærkvöldi þar sem tíu lög af 16 komust áfram. Önnur tíu lög verða valin af þeim 17 lögum sem flutt verða annað kvöld á stóra sviðinu. Aðalkeppn- in verður á laugardaginn og er tal- ið líklegt að daði og Gagnamagnið komist þangað. Enn er ekki kom- ið í ljós hvort íslenska atriðið verði flutt á sviðinu annað kvöld en einn úr íslenska hópnum greindist um helginna með Covid-19. Viðkom- andi er þó ekki í hópi þeirra sem taka þátt í atriðinu sjálfu. Á mánu- daginn komu niðurstöður úr sýna- töku íslenska hópsins og ekki voru fleiri smit greind innan hópsins. Ís- lenski hópurinn átti að fara aftur í sýnatöku nú í morgun og fer einn- ig í sýnatöku í fyrramálið, fimmtu- dag. Ef enginn greinist með smit eða sýnir einkenni munu daði og Gagnamagnið stíga á svið í dóm- ararennsli í kvöld, miðvikudag, og að nýju annað kvöld. Ef smit grein- ist í hópnum verður notuð upptaka af atriðinu í staðinn. arg Krían er eins og allir vita einn af vor- boðunum og bíða margir spenntir komu hennar á vorin. Hún mætti í Rifsós á Snæfellsnesi um miðja síð- ustu viku að loknu löngu ferðalagi frá Suðurskautslandinu þar sem hún hefur vetursetu. Enginn fugl ferðast jafn langa leið á milli varp- og vetrarstöðva en talið er að krí- an sé á ferðalagi í um það bil fimm mánuði á ári hverju. Þó margir bíði komu kríunnar á vorin eru þó einhverjir sem ekki eru jafn spenntir fyrir henni, enda getur hún orðið talsvert árasar- gjörn sérstaklega þegar ungarn- ir eru komnir úr eggjunum. Krían hefur verið friðuð hér á landi síð- an 1882 en ástand sandsílastofnsins við landið og veðráttan hefur mikil áhrif á hvernig henni tekst að koma ungunum sínum upp. þa Landsátakinu Ísland ljóstengt lýk- ur á þessu ári, en síðustu styrkt- arsamningar Fjarskiptasjóðs við sveitarfélög um ljósleiðaraupp- byggingu í dreifbýli utan markaðs- svæða voru undirritaðir í lok síð- asta mánaðar. Meðal annars er nú unnið að lagningu ljósleiðara víða í dreifbýli Borgarbyggðar en flest annað dreifbýli á Vesturlandi hefur nú verið tengt. Alls hafa 57 sveit- arfélög í landinu hlotið styrki til að tengja um 6.200 styrkhæfa staði með ljósleiðara frá því að verkefnið hófst árið 2016 en á þeim tíma hef- ur ríkið hefur lagt 3.350 milljónir kr. til verkefnisins. Verkefnið hefur staðist áætlanir um kostnað og tíma þrátt fyrir um 60% aukningu á um- fangi. Ný skýrsla um Ísland ljóstengt leiðir í ljós ótvíræðan árangur og samfélagslegan ávinning af verk- efninu. Í niðurstöðum skýrslunn- ar segir að betri fjarskiptatenging- ar hafi bætt lífsgæði íbúa á lands- byggðinni og aukið byggðafestu og atvinnuöryggi. Sigurður ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveit- arstjórnarráðherra, kynnti árang- ur og samfélagslegan ávinning af landsátakinu á kynningarfundi í ráðuneytinu í síðustu viku. „Ljósleiðaravæðingin er eitt mesta byggðaverkefni seinni ára í samstarfi við sveitarfélögin. Stór- bættar fjarskiptatengingar hafa bylt forsendum búsetu og atvinnurekstr- ar í sveitum landsins. Landsátakið Ísland ljóstengt er framúrskarandi dæmi um samvinnu um sérstaka fjármögnun á vegum ríkis og sveit- arfélaga til að jafna aðstöðumun milli dreifbýlis og þéttbýlis. Það er afskaplega ánægjulegt að hafa gert síðustu samningana á grundvelli Ís- land ljóstengt. Þau tímamót eru í samræmi við stjórnarsáttmála ríkis- stjórnarinnar og mikilvægur áfangi á þeirri vegferð að lögheimili og fyrirtæki óháð búsetu eigi almennt kost á tengingu sem getur borið gígabita netsamband.“ sagði Sig- urður ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. 6.200 staðir styrktir í dreifbýli Með lokaúthlutun fjarskiptasjóðs í lok síðasta mánaðar hefur rík- ið styrkt með beinum hætti teng- ingu um 6.200 lögheimila og ann- arra styrkhæfra staða í dreifbýli landsins og stuðlað óbeint að teng- ingu þúsunda sumarhúsa og ann- arra bygginga, þótt ríkið hafi ekki lagt til þess beina fjármuni. Fram- lag ríkisins til verkefnisins nam alls 3.350 m.kr. Fjarskiptasjóður út- hlutaði 2.950 m.kr. í styrki á árun- um 2016-2021 en ráðuneytið lagði til 400 m.kr. á grunni byggðaáætl- unar. Sveitarfélög og íbúar hafa jafnframt lagt til sambærilega fjár- muni. Framkvæmdir eru á ábyrgð sveitarfélaganna sem hafa ýmist kosið að eiga og reka kerfin, leigja út reksturinn eða selja til fjarskipta- fyrirtækja. Samið var við 17 sveitar- félög í þessum síðasta áfanga Ísland ljóstengd en alls hafa 57 sveitarfé- lög kosið að fara þessa samvinnu- leið með ríkinu. Mun fleiri staðir tengdir Verkefnið fór fram úr vænting- um hvað varðar umfang og kostn- að, þ.e. 60% fleiri tengingar munu líklega fást fyrir sambærilegan eða jafnvel minni kostnað og upphaf- lega var áætlað. Verklokum sveit- arfélaganna seinkar þó til ársloka 2022, sem skýrist einkum af veru- lega auknu umfangi. Í aðdraganda landsátaksins árið 2015 var um- fangið talið vera um 3.800 staðir, heildarstofnkostnaður áætlaður allt að 8.000 m.kr. og því átti að ljúka fyrir árslok 2021. Ekki er þó tíma- bært að fullyrða um heildarstofn- kostnað þar sem að uppbyggingu er ekki lokið. mm Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grund- arfirði og Landbúnaðarháskóli Ís- lands á Hvanneyri hafa gert með sér samning um kennslu náttúrufræði- brautar með búfræðisviði til stúd- entsprófs. Nemendur skólanna hafa nú möguleika á því að útskrifast með stúdentspróf frá FSN og búfræði- próf frá LbhÍ. Búfræðilínu á stúd- entsbraut er ætlað að veita nemend- um undirbúning fyrir háskólanám í náttúru- og búvísindum og tek- ur að jafnaði fjögur ár. Nemendur taka tvö fyrstu árin í FSN og verður megináherslan lögð á kjarnagreinar til stúdentsprófs og valdar greinar á sviði raungreina. Seinni tvö árin taka nemendur við búfræðibraut Land- búnaðarháskóla Íslands á Hvann- eyri. „Val á nemendum á brautina bygg- ir á því að nemendur hafi reynslu af störfum í landbúnaði og upp- fylli önnur þau inntökuskilyrði sem kveðið er á um fyrir búfræðinám í LbhÍ á Hvanneyri. Námið er góður undirbúningur til framhaldsnáms á sviði almennra náttúruvísinda, bú- vísinda og dýralækninga,“ segir í til- kynningu frá skólunum. mm Ný skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Alþýðusamband Íslands sýnir að tæplega þriðjungur fólks á vinnualdri (20-65) á ekki rétt á fullu orlofi í sumar. Fullt orlof telst 24 greiddir frídagar eða meira. Þegar spurt var um ástæðu þess að viðkomandi fái ekki fullt orlof nefndu 55% að þeir hefðu ekki verið í starfi síðastliðna 12 mánuði og rúmlega 8% sögðust sjálfstætt starfandi. Athygli vekur að aðeins 5,8% fá ekki fullt orlof vegna skerts starfshlutfalls vegna hlutabótaleiðar en þá ber að hafa í huga að þeim sem nýttu þá leið fækkaði mikið eftir 1. maí í fyrra. Tæplega 1% sögðust hafa nýtt orlof vegna sóttkvíar og 2,7% nefndu aðrar ástæður þar á meðal að hafa nýtt orlof vegna lokunar grunn- eða leikskóla. Konur og yngra fólk er líklegra til að eiga ekki rétt á fullu orlof í sumar og það sama má segja um fólk með lægri tekjur og þá sem eru starfandi á almenna vinnumarkaðnum. „Markmið þessarar könnunarinnar var að kanna sumarfrí og orlofsrétt launafólks í Covid-19. um netkönnun var að ræða sem var gerð 30. apríl til 10. maí 2021. Úrtakið var 1.604 manns af öllu landinu, 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 51,4% eða 824 manns,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. mm Atriðið flutt á rennsli í Rotterdam. Ljósm. Andres Putting – EBU. Daði og Gagnamagnið stíga vonandi á svið annað kvöld Hér eru kefli með tugum kílómetra ljósleiðaraþráða, sem nú eru komnir í jörðu í uppsveitum Borgarfjarðar. Ljósleiðaraverkefnið eitt mesta byggðaverkefni seinni ára Náttúrufræði og búfræði á nýrri námsbraut í FSN og LbhÍ Krían er mætt á varp- stöðvarnar í Rifsósi Þriðjungur fær ekki fullt orlof

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.