Skessuhorn


Skessuhorn - 19.05.2021, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 19.05.2021, Blaðsíða 11
MiðViKudAGuR 19. MAÍ 2021 11 Aðalfundur 2021 Aðalfundur Stjórnendafélagsins Jaðars á Akranesi verður haldinn á Gamla Kaupfélaginu 27. maí kl. 20:00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Skýrsla stjórnar• Reikningar félagsins• Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga• Kosning stjórnarmanna og varamanna• Kosning skoðunarmanna reikninga• Kosning í orlofsnefnd• Tilnefning á aðal- og varafulltrúa í stjórn Sambands stjórnendafélaga• Sumarhús félagsins Norðurási 9, Kambshólslandi Svínadal, 301 Akranesi• Umræður um sumarhús• Jóhann Baldursson Framkvæmdastjóri flytur erindi um störf STF og sameiningu á félögum innan STF. Eyþór Óli Frímannsson Kynningar- og menntafulltrúi STF. Fer yfir og kynnir nánar sameiningu félaga. Í góða veðrinu síðastliðinn mið- vikudag var vegstubbur á Breið- inni á Akranesi malbikaður. Lengi og mikið hefur verið kvartað yfir þeim holótta malarvegi sem þar var. Einnig voru bílastæðin við Akra- nesvitana malbikuð. Breiðin og vit- arnir þar hafa sem kunnugt er ver- ið eitt helsta kennileiti og aðdrátt- arafl bæjarins. Áhugasamir geta því farið að gera sér ferð niður á Breið án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að skemma eða skíta út fínu bílana sína. Það var Malbikunar- stöðin Höfði sem sá um verkið. frg Síðastliðinn föstudag var á djúpa- lónssandi á Snæfellsnesi kynnt nýtt merkingakerfi fyrir ferðamanna- staði og friðlýst svæði. Nefnist það Vegrún og er afurð samstarfshóps á vegum umhverfis- og auðlindar- áðuneytis og atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytis um eflingu fagþekkingar, hönnunar og sam- ræmingar við uppbyggingu inn- viða á ferðamannastöðum. Merk- ingarkerfið var hannað til að sam- ræma merkingar, til einföldun- ar fyrir uppbyggingaraðila og til að bæta upplifun ferðamanna og auka bæði gæði og öryggi á ferða- mannastöðum og öðrum áfanga- stöðum í náttúru landsins. Vegrún stendur öllum til boða, jafnt opin- berum aðilum sem og einkaaðil- um, sem hyggjast setja upp merk- ingar á slíkum stöðum. „Vegrún er frábært dæmi um af- rakstur árangursríkrar vinnu þvert á ráðuneyti og stofnanir og með aðkomu fleiri hagaðila,“ sagði Guðmundur ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra þegar nýju merkin voru kynnt. „Með Vegrúnu fáum við lang- þráða samræmingu í merkingum á friðlýstum svæðum og ferða- mannastöðum og heildstætt kerfi sem sækir innblástur í íslenska náttúru. Það miðar að því að merkingar falli betur að íslensku landslagi og upplifun gesta verður jákvæðari.“ Vegrúnu verður hægt að nálgast á vefnum godarleidir.is. Vefurinn er hugsaður sem upphafsreitur fyrir þá sem huga að uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum. mm Malbikað á Breiðinni á Akranesi Vegvísar samkvæmt nýja kerfinu. Vegrún er nýtt merkinga- kerfi fyrir ferðamannastaði Við kynningu á Vegrúnu. Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuður, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Hörður Lárusson fulltrúi hönnunarteymis Kolofon.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.