Skessuhorn


Skessuhorn - 19.05.2021, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 19.05.2021, Blaðsíða 20
MiðViKudAGuR 19. MAÍ 202120 Kúla - óstaðbundið safn, er ný- sköpunarverkefni sem Guðlaug dröfn Gunnarsdóttir í Borgarnesi hefur sett af stað. Verkefnið seg- ir Guðlaug hafa sprottið upp út frá umræðu um aukna þörf á fag- legri nálgun þegar kemur að safn- astarfi. „Söfn eru mikilvæg varð- andi rannsóknir, varðveislu gagna, fræðslu og miðlun. Söfn og sýn- ingar eru í raun óformlegur vett- vangur menntunar og þurfa að geta virkað sem slík. Þau eru ætl- uð öllum og þurfa að geta tek- ið á móti fjölbreyttum hópi fólks, óháð aldri, uppruna og samfélags- stöðu og allir eiga að geta kom- ið að samtali um það starf ásamt fagfólki,“ segir Guðlaug. „Menn- ingarminjasöfn og listasöfn eru al- mennt að kafna í munum og dóti og því fer mikill tími í umsýslu. Púðrið fer því frekar í að sjá um safnkostinn en að fræða og miðla,“ bætir hún við. Líkar vel í Borgarnesi Guðlaug ólst upp á Kjalarnesi, á bænum Tindstöðum sem er nyrsti bær Reykjarvíkur, í jaðri Kjósar. Hún er myndlistarmaður að mennt auk þess sem hún stundar nú mast- ersnám í safnafræðum við Háskóla Íslands samhliða störfum sínum við Safnahús Borgarfjarðar. Guð- laug flutti í Borgarnes árið 2019 ásamt tveimur börnum sínum. „Ég sá auglýst starf hjá Safnahúsi Borg- arfjarðar sem krafðist sérþekking- ar sem ég bjó yfir. Ég ákvað því að prófa að sækja um og ég hef ver- ið hér síðan,“ segir Guðlaug. „Ég keypti lítið krúttlegt hús í gamla bænum og okkur líkar mjög vel hér og höfum kynnst mörgu góðu fólki,“ segir hún. Guðlaug bjó um tíma í danmörku, þar sem hún lauk stúdentsprófi og fornámi í myndlist. Þá flutti hún til Frakk- lands þar sem hún lauk masters- gráðu í myndlist frá listaháskólan- um í Nice árið 2007. Síðan þá hefur hún starfað við listina. „Ég hef ver- ið að mála sjálf og halda námskeið fyrir fullorðna. En samhliða þessu hef ég starfað í ferðabransanum, auk þess sem ég starfaði í mörg ár hjá tryggingamiðlara í hlutastarfi,“ segir Guðlaug. Hún stofnaði einn- ig kaffihús árið 2017 við Hverfis- götu í Reykjavík ásamt vinafólki sínu frá Frakklandi. „Við opnuð- um kaffihúsið Emilies Reykjavík og ég rak það með þeim áður en ég ákvað að flytja út á land tveimur árum seinna,“ segir Guðlaug. Vill fjölradda samtöl um listina „Menningarsöfn eiga að endur- spegla samfélagssýn. Elítismi sem hefur tíðkast í safnamenningunni þarf að víkja og umbreytast í samtal sem er fjölradda, þar sem allir hópar koma að samtalinu,“ segir Guðlaug og bætir við að vel fram á 20. öld- ina hafi stór hópur fólks ekki talið sig eiga erindi á söfn. „Þá var þessi elítismi ríkjandi í safnamenning- unni.“ Áherslur safna hafi breyst og segist Guðlaug vilja gera aðgengi enn betra fyrir hinn almenna borg- ara. „Kúla er safn á starfrænu formi þar sem safnkosturinn og varð- veisla gagna verður alfarið á net- inu,“ segir hún. En hvernig kemur fólk til með að skoða safnið? „Kúla verður færanlegur sýningarstaður sem hægt verður að setja upp næst- um hvar sem er, úti í móa, inni í íþróttamiðstöð, á umferðareyju eða á öðrum góðum stað,“ svarar Guð- laug og bætir við að nú sé hún að vinna að frumgerð kúlunnar í sam- starfi við Mannvit verkfræðistofu. „Ég fékk menningarstyrk frá upp- byggingarsjóði Samtaka sveitarfé- laga á Vesturlandi og úr menning- arsjóði Borgarbyggðar og það hefur hjálpað mér að koma þessu verkefni af stað. Núna fer fyrsta kúlan von- andi að líta dagsins ljós,“ segir Guð- laug. „Efnisheimur Kúlu er hlutur, stöpull sem verður um fermeter að stærð og ofan á honum verður upp- lýst glært hvolf, þar sem hægt verð- ur að skapa og bjóða upp á lítið rými til sýningar,“ útskýrir hún. Sýningar fyrir alla Guðlaug segir að Kúla verði safn sem allir hafi aðgang að, fólk geti komið og horft inn í hvolfið og þannig skoðað sýningarnar sem þar verða settar upp. Hæð kúlunn- ar verður þannig að börn og fólk í hjólastól geti án erfiðleika horft inn í hvolfið. „Þetta er samfélagslegur hlutur þar sem fólk úr öllum áttum á að geta komið saman og átt sam- tal um hvað það sér,“ segir hún og bætir við að allir geti líka sótt um að vera með sýningu og frásögn í hvolfinu. „Ég vil með þessu brjóta upp þá hugmynd sem við mörg höf- um um söfn, færa þau út úr húsum sem við köllum söfn og út í samfé- lagið. Þó safnið verði efnislega ekki stórt trúi ég því að það geti gert mikið gagn til að ná til fólks, ná í skottið á þeim sem telja sig kannski ekki eiga erindi í svona samtöl. Það eiga nefnilega allir erindi í þessi samtöl,“ segir Guðlaug. Kúlulán Guðlaug stefnir á að nokkrar kúlur verði gerðar og getur fólk þá feng- ið kúlurnar lánaðar til að setja upp sýningar hvar sem er á landinu. „Ég er að bíða núna eftir fyrstu drögum að tækniteikningum frá verkfræði- stofunni og þá þarf ég að bera þær undir smið, forvörð og aðra sem geta hjálpað mér að gera Kúlu að veruleika. Ég vona að ég geti sett upp fyrstu kúluna síðsumars,“ seg- ir hún. Hægt er að fylgjast með fram- gangi á heimasíðu Kúlu, www.ku- lulan.is. „Ég ákvað að taka þetta orð „kúlulán“ og gefa því jákvæð- ari merkingu en hugmyndin er að geta lánað kúlurnar um allt land og að kúlunum fylgi mikið lán,“ segir Guðlaug. arg/ Ljósm. aðsendar Á þriðjudag í síðustu viku var þriðja útiæfingin á þessu ári hjá Pútthópi Borgarbyggðar og var hún á Hamri. Hópurinn hefur aldrei hafið æfingar svo snemma árs utan dyra en æfinga- aðstaðan í Brákarey er lokuð eins og mörgum er kunnugt. „Það hefur á ýmsu gengið hjá þess- um áhugasama hópi í vetur. Lokanir vegna Covid-19 hafa komið niður á okkur, en í byrjun febrúar var hópn- um, ásamt öðrum í húsunum, gert að yfirgefa æfingasvæðið í gamla sláturhúsinu í Brákarey. Síðasta æf- ing þar fór fram 11. febrúar. Við hins vegar dóum ekki ráðalaus og leituð- um í vetur til golfklúbba í nágranna- sveitarfélögum um æfingaaðstöðu. Brugðust þeir vel við. Farnar voru sex æfingaferðir á Akranes og æft hjá Golfklúbbnum Leyni og fimm hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Alls tóku 25 félagar þátt í þessum ferð- um. Eknir voru samtals um 6.400 kílómetrar og rúmlega 100 þúsund krónur greiddar í æfingagjöld. Við væntum þess að jákvæðar niðurstöð- ur fáist fyrir næsta vetur um æfinga- aðstöðu í Borgarnesi svo ekki þurfi að leita aftur til annarra sveitarfé- laga,“ segir ingimundur ingimund- arson þjálfari hópsins. ingimundur segir að bjartsýni ríki fyrir sumarvertíðina og líkur séu á að um 30 félagar muni stunda pút- tæfingar í sumar. „Mikill hugur er í fólki að standa sig vel í hinum ýmsu mótum í sumar,“ sagði ingimundur. Á myndunum eru félagar í Pútt- hópi Borgarbyggðar á þriðju útiæf- ingu sinni sem fram fór 11. maí síð- astliðinn. mm/ Ljósm. Þóra Stefánsdóttir. Pútthópur Borgarbyggðar byrjar snemma útiæfingar sínar Kúla á að gera söfn aðgengilegri fyrir alla Guðlaug fluttist ásamt tveimur börnum sínum í Borgarnes árið 2019. Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir listakona. Ljósm. Ómar Sverrisson. Í Kúlu verður hægt að skoða sýningar og frásagnir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.