Morgunblaðið - 21.01.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 21.01.2021, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021 Meirihlutanum í borgarstjórnReykjavíkur þótti ekki ástæða til að eyða tíma í tillögu Sjálfstæð- isflokksins í borginni um að skipu- leggja nýjar atvinnulóðir í Keldna- landi og felldi tillöguna umsvifalaust. Það var snaggaralega gert en ekki endilega skynsamlega.    Meirihlutinn í Reykjavík hefurmeð stefnu sinni hrakið fjölda fyrirtækja og fjölskyldna út fyrir borgarmörkin og mætti fara að end- urskoða afstöðu sína til uppbygg- ingar í borginni og nýtingar borg- arlandsins.    Meirihlutinn vill helst enga nýjaíbúabyggð fyrir austan Snorrabraut, hvað þá fyrir austan El- liðaár. Allir eiga að búa á svo að segja sama blettinum þó að sú stefna feli í sér að íbúðaverð rjúki upp úr öllu valdi.    Meirihlutinn vill ekki heldurstuðla að því að fyrirtæki njóti sín innan borgarmarkanna og að þau hafi þar ýmsa kosti, eins og til dæmis þann sem sjálfstæðismenn bentu á.    Meirihlutinn telur ekki æskilegtað skapa fjölbreytt tækifæri fyrir atvinnulífið, sem jafnvel gæti haft þann kost aukalega að draga úr umferðarþunga vestur í bæ, en er þess í stað sáttur við að stærstu fyrir- tæki landsins flytji úr höfuðborginni.    Þetta er sérkennilegt metn-aðarleysi hjá meirihluta Við- reisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingar. Metnaðarlaus meirihluti STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Frumvarpi iðnaðarráðherra, Þór- dísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, til breytingar á ýmsum lögum til ein- földunar regluverks hefur verið dreift á Alþingi. Það er í flestum atriðum efn- islega samhljóða því frumvarpi sem kynnt var í samráðsgátt stjórnvalda fyrr í vetur. Þó er þar ekki að finna brottfall leyfisveit- ingar Neytendastofu til notkunar þjóðfánans í skráðu vörumerki. Þá er hætt við að fella niður ákvæði í lögum um sölu fast- eigna og skipa um að fasteigna- sali skuli eiga meirihluta í fé- lagi sem stundar fasteignasölu. Meðal ákvæða í frumvarpinu sem nú hefur verið lagt fram er að lögverndun starfsheitis viðskipta- og hagfræðinga verði felld brott úr lögum og að próf til viður- kenningar bókara verði aflögð. Kaflar frumvarpsins eru fleiri, átta talsins. Í drögum að frumvarpinu sem kynnt var í samráðsgátt stjórn- valda var það fært sem rök fyrir afnámi leyfisveitingar Neytenda- stofu fyrir notkun þjóðfánans í skráðu vörumerki að leyfisveitinga- kerfið væri þungt í vöfum, tíma- frekt og kostnaðarsamt. Hugverka- stofa gerði athugasemdir við þetta í samráðsferlinu. Benti á að Neyt- endastofa og Hugverkastofa hefðu í sameiningu komið á einföldu kerfi og umfangið væri ekki svo mikið að það kallaði á breytingar. Fallið er frá þessari breytingu í endanlegu frumvarpi, eins og fyrr segir. helgi@mbl.is Þarf leyfi fyrir notkun fánans  Nýtt frumvarp iðnaðarráðherra til einföldunar regluverksins komið fram Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Aðstandendur og vinir Tomasz Majewskis, sem lenti í bílslysi í Skötufirði 16. janúar síðastliðinn ásamt fjölskyldu sinni, hafa stofnað söfnunarreikning fyrir hann. Söfn- unin er til að styðja Tomasz í erfið- leikum hans. Kamila Majewska, eiginkona Tomasz, lést af völdum slyssins að kvöldi sama dags og það varð. Mikolaj, 18 mánaða gamall sonur þeirra, lést svo á Landspítalanum á þriðjudaginn var. Von er á fjöl- skyldum þeirra Kamilu og Tomasz til landsins, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Reikningsnúmer söfnunarinnar fyrir Tomasz er 0123-15-021551 og kennitala hans er 031289-4089. Lögreglan á Vestfjörðum vinnur nú að rannsókn á tildrögum slyss- ins. Hún sendi í gær innilegustu samúðarkveðjur til Tomasz og þakkaði um leið fjórum vegfar- endum sem komu fyrstir að slysinu og veittu hjálp og eins viðbragðs- aðilum sem komu á vettvang og sýndu allir mikið hugrekki. Söfnun fyrir Tomasz Majewski vegna slyss Ljósmynd/Af Facebook Fjölskyldan Kamila, Mikolaj og Tomasz Majewski lentu í alvarlegu bílslysi. Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.