Morgunblaðið - 21.01.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.01.2021, Blaðsíða 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021 GRUNNUR AÐ GÓÐRI HEILSU Vissir þú að um 80% af ónæmiskerfinu eru í meltingarveginum? KEFIR er auðugur af lifandi góðgerlum sem fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að bæta meltinguna og viðhalda heilbrigðri þarmaflóru. Hann inniheldur einnig mikið af próteini, kalki og nauðsynlegum vítamínum eins og B12. KEFIR - KOMDU HEILSUNNI Í JAFNVÆGI Um þessar mundir eru bólu-setningar eitt af aðal-umræðuefnunum vegna Covid-19-faraldursins. Sagt hefur verið að bólusetningar séu hornsteinn lýðheilsu enda hafa þær verið hluti af daglegum störfum í heilsugæslu í ára- tugi. Bólusetning er ónæmisaðgerð sem ætlað er að koma í veg fyrir al- varlegan smitsjúkdóm. Bólusetningar hindra einnig farsóttir og draga úr hættulegum afleiðingum smit- sjúkdóma. Í sumum tilfellum er mögulegt að útrýma sjúkdómum með öllu. Bóluefnin eru ýmist unnin úr veikluðum veirum eða bakteríum eða þau innihalda efni sem finnast í sýkl- unum. Af hverju er þetta kallað bólusetning? Bóluefnin sjálf valda litlum ein- kennum en vekja mótefnasvörun í lík- amanum sem kemur í veg fyrir eða dregur úr líkum á að hinn bólusetti veikist af sjúkdómnum sem bólusett er gegn. Bólusetningar draga nafn sitt af kúabólusetningunni sem breskur læknir, Edward Jenner, benti árið 1796 á að kæmi í veg fyrir bólusótt. Enginn smitsjúkdómur hafði leikið ís- lensku þjóðina eins grátt og bólusótt- in, en hún gerði nánast út af við þjóð- ina á öldum áður. Íslendingar voru meðal fyrstu þjóða til að hefja bólusetningu gegn bólusótt með ákvörðun sem danska heilbrigðisstjórnin tók þegar árið 1802. Það tók þó hátt í 200 ár að út- rýma bólusótt úr heiminum með bólu- setningum Bólusetningar hafa verið almennar hér á landi í marga áratugi og þátt- taka í bólusetningum barna er mikil. Betri tíð kemur með bólusetningu Heilsuráð Margrét Héðinsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bólusetning Gamla fólkið er fremst í röðinni, svo framlínufólk t.d. í heilbrigðiskerfinu. Svo verður fleira fólk kall- að inn í sprautur, hvenær það verður ræðst af aldri og hvort fólk sé til dæmis með undirliggjandi sjúkdóma. Börkur Reykjalín og Gunnar Viðar Gunnarsson efna til áheitahlaups nk. laugardag til styrktar Píetasamtök- unum. Þeir félagar ætla að hlaupa 104 kílómetra á 400 metra hlaupa- braut á Varmárvelli í Mosfellsbæ og taka á rás klukkan sex að morgni. Hlaupararnir stefna á að fara átta kílómetra á hverjum klukkutíma. Píetasamtökin eru góðgerðar- samtök sem sinna forvarnastarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Síðastliðið ár hefur álagið á samtökunum þre- faldast og nýtast allir styrkir beint í starfsemina. Hægt er að leggja hlaupinu og Píetasamtökunum lið með því að leggja inn á reikning þeirra sem er 0301-26-041041 og kennitalan 410416-0690. „Það er alltaf jafn gaman þegar fólk hugsar til okkar og finnur leiðir til að minna á okkur og styrkja okk- ar starf,“ segir Inga María Hjart- ardóttir kynningarstjóri Píeta- samtakanna. „Með hlaupinu viljum við leggja okkar af mörkum til að vekja athygli á Píetasamtökunum og vonandi safna einhverjum peningum fyrir samtökin í leiðinni,“ segir Börkur Reykjalín, annar hlauparanna. Varmárvöllur um helgina Píetahlaup Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Heilræði til að bæta líf oggeðheilsu eru skilaboðiní verkefninu G-vítamíná þorra sem Geðhjálp hleypir nú af stokkunum. Í hverj- um glugga dagatalsins er einn skammtur heilræði og svo birtast daglega ráð á gvitamin.is, Face- book og Instagram. Einnig verða góð ráð undir merkjum þessa átaks birt bæði í Morgunblaðinu og á mbl.is. Fólk er hvatt til að fylgj- ast vel með framvindunni, ekki síst á miðvikudögum þegar svonefndir G-vítamínskammtar af stærri gerð- inni eru gefnir. Alls verða skammt- arnir 30 talsins. Skilaboð á ísskápum G-vítamínið er byggt á Geð- orðunum 10 og 14 lífsorðum Héð- G-vítamín er fyrir geðheilsuna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skilaboð Grímur Atlason með kynningarefni og dagatal tengt G-vítamínverkefninu sem verður áberandi og leiðarstef í lífi landans næstu vikurnar. Heilræði! Dagatal sem dugar vel. Sterkt ónæmi í dagsins önn. Leið til að fyrirbyggja mögulega bresti og verja fólk í mót- byr. Geðheilsa sé í lagi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.