Morgunblaðið - 21.01.2021, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 21.01.2021, Qupperneq 17
DAGLEGT LÍF 17 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021 mjolka.is Fylgdu okkur á Brýnt er að bólusetningar nái til nær allra barna í hverjum árgangi. Með því móti er unnt að mynda svonefnt hjarðónæmi. Hjarðónæmi gegn skæðum smitsjúkdómum næst þegar ónæmi gegn þeim verður nægilega al- gengt í landinu til þess að hindra út- breiðslu sjúkdómanna, jafnvel þótt vart verði við einstök tilfelli. Margir barnasjúkdómar sjást afar sjaldan nú orðið. Ungbarnadauði vegna þessara sjúkdóma var þó al- gengur á 19. öldinni og framan af 20. öldinni. Reynsla í öðrum löndum sýn- ir að þessir sjúkdómar geta komið aftur ef slakað er á bólusetningum barna. Herferðir sjaldgæfar Bólusetningaherferðir á borð við þá sem nú er hafin gegn Covid-19 eru sem betur fer afar sjaldgæfar en margir muna eftir svínaflensunni svo- kölluðu haustið 2009. Þá var um helmingur þjóðarinnar bólusettur í miklu átaki. Í mars 2019 komu upp nokkur mislingatilfelli hérlendis. Þá var farið í að bólusetja börn sem voru of ung fyrir reglulega bólusetningu gegn mislingum. Einnig var bólusett full- orðið fólk sem hafði hvorki verið bólu- sett né fengið mislinga. Í þessu tilviki var hjarðónæmi nógu mikið til að sjúkdómurinn náði sér ekki á strik en margir voru minntir á mikilvægi bólusetninga í nútímalífi. Meðal annarra reglulegra faraldra síðastliðna öld eru rauðir hundar og lömunarveiki. Eftir að almennar bólusetningar gegn þeim hófust hafa bara einstök tilfelli greinst. Forgangsröð byggist á reglugerð Núna er verkefni heilsugæslunnar að bólusetja landsmenn gegn Covid-19. Afar jákvætt er að mikill meirihluti landsmanna hyggst þiggja bólusetningu. Þar sem framboð af bóluefninu er takmarkað er búið að marka stefnu um hverjir eru bólu- settir fyrstir. Byrjað er að bólusetja þá sem eru í mestri hættu ef þeir veikjast og þá sem eru í mestri smit- hættu í störfum sínum. Forgangs- röðin byggist á reglugerð heilbrigð- isráðherra. Fyrst er lögð áhersla á að bólusetja aldraða. Byrjað er að bólusetja á hjúkrunarheimilum, sambýlum, dagdvölum og í heimahjúkrun. Síðan verða aðrir aldraðir bólusettir í ald- ursröð. Forgangshópar vegna sjúk- dóma þeirra sem eru yngri en 60 ára byggjast á greiningum í sjúkraskrár- kerfum. Kynnt verður vel hverju sinni hvaða hópa er verið að bólu- setja. Allir geta treyst því að vera bólusettir þegar röðin kemur að þeim.  Unnið í samstarfið við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Frjálsíþróttafólkið ArnarPétursson og Karen Sif Ár-sælsdóttir, bæði úr Breiða- bliki, voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2020. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum í sl. viku. Arnar og Karen Sif voru valin úr hópi 42 íþróttamanna sem fengu viðurkenn- ingu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum. Arnar Pétursson gekk til liðs við Breiðablik, uppeldisfélag sitt, og vann sex Íslandsmeistaratitla á sl. ári, bæði í götuhlaupum og lang- hlaupum á braut. Hann hefur verið einn besti maraþonhlaupari lands- ins undanfarin ár og stefnir nú ótrauður á ólympíulágmark í mara- þoni fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. Er jafnframt í A-landsliði Íslands í frjálsum íþróttum. Íþróttakona Kópavogs 2020, Kar- en Sif Ársælsdóttir, er jafnframt frjálsíþróttakona ársins hjá Breiða- bliki. Hún er Íslands- og bikar- meistari kvenna í stangarstökki bæði innan- og utanhúss. Hefur ver- ið sigursæl í sinni grein og var ný- lega valin í A-landsliðið í frjálsum íþróttum fyrir árið 2021. Viðurkenningar fyrir góðan árangur í íþróttum voru einnig veittar í flokkum 13-16 ára og 17 ára og eldri. Þar fékk viðurkenn- ingu ungt fólk í ýmsum greinum, boltaíþróttum og öðru hefðbundnu sporti, en einnig þau sem stunda t.d. hjólreiðar, dans, skák og bogfimi svo eitthvað sé nefnt. Flokkur árs- ins 2020 var kjörinn meistara- flokkur Breiðabliks í knattspyrnu kvenna en liðið varð sem kunnugt er Íslandsmeistari í knattspyrnu á árinu. Einnig voru veittar viður- kenningar fyrir þátttöku í alþjóð- legum meistaramótum og ýmsar heiðursviðurkenningar íþróttaráðs. sbs@mbl.is Arnar og Karen Sif valin Kópavogur F.v. Jón Finnbogason, formaður íþróttaráðs Kópavogs, Karen Sif Ársælsdóttir og Arnar Pétursson og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri. Íþróttakarl og -kona Kópavogs 2020 valin og kynnt ins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. „Markmiðið er að styrkja geðheilsu landsmanna með góðum ráðum en um leið að fyr- irbyggja mögulega bresti og verja fólk í mótbyr. Með daglegri inn- töku G-vítamíns myndum við sterkara ónæmi,“ segir í frétt frá Geðhjálp. – Nærri 20 ár eru síðan Geðorðin voru birt fyrst og þau eru enn víða í heiðri höfð af mörg- um, enda boðskapur þeirra sígild- ur. Þau voru meðal annars gefin út á segulmerkjum og sjást enn í dag á ísskápum á heimilum lands- manna. „Við byggjum á þessum góðu skilaboðum frá fyrri tíð, en bættum ýmsum nýjum við og settum á dagatalið nú fyrir G-vítamínið,“ segir Grímur Atlason fram- kvæmdastjóri Geðhjálpar. Vítamínið er ekki lyfleysa Fyrirbyggjandi starf er í dag áherslumál hjá Geðhjálp. Síðasta haust var vakin athygli á sjálfs- vígum og forvörnum í því sam- bandi í verkefninu 39.is. Nú er sjónum hins vegar beint að lífi og daglegri líðan. „G-vítamín er ósköp einfaldlega hvatning til almennings um að huga að sinni eigin geð- heilsu með einföldum og góðum ráðum, svo sem því að einfalda líf- ið, hreyfa sig reglulega, vera í heil- brigðum og uppbyggilegum sam- skiptum og svo mætti halda áfram. Að hafa þessi atriði öll á hreinu er engin lyfleysa,“ segir Grímur sem telur ástand síðustu mánaða hafa fært fólki margvíslegan skilning á lífinu og tilverunni. „Vegna kórónuveirunnar hefur takturinn í tilverunni verið talsvert hægari en áður,“ segir Grímur. „Við þurfum að njóta stundarinnar og líf flestra er einfaldara en áður. Slíkt hentar mörgum; að vera heima hjá sér; lesa, föndra, lesa bækur, horfa á sjónvarpið, vera með fjölskyldunni og svo fram- vegis. Svo er líka til fólk sem vegna Covid er heima í einangrun, fer ekki til vinnu hvar það hefur sinn helsta félagsskap, getur lítið sótt mannamót og fleira. Sumir hafa líka misst vinnuna og eru í þrengingum af þeim sökum. Í byrj- un nýs árs er hversdagsleikinn líka allsráðandi og langt til vorsins. G- vítamínið er því í raun sjaldan mik- ilvægara en á þessum tíma ársins.“ Lenda ekki í hylnum Í tengslum við G-vítamín Geð- hjálpar munu margir leggja orð í belg, til dæmis með innslögum og góðum orðum sem birt verða á mbl.is. Skrifaðir verða pistlar í blöð og svo mætti áfram telja. Leiðarstef þessa alls eru forvarnir; það er hve mikilvægt hverjum manni er að sinna eigin geðheilsu og tileinka sér heilræði sem duga í dagsins önn. „Ég gríp stundum til þeirrar myndlíkingar að lífið sé eins og að vaða straumþunga á. Þar er nauð- synlegt að finna vaðið og fara yfir á brotinu. Vera fyrir ofan fossinn en ekki neðan og gæta þess líka vel að lenda ekki í straumfallinu og berast ofan í djúpan hyl, sem þó hendir marga,“ segir Grímur Atla- son að síðustu. Stofnað hefur verið til samstarfsHáskólans í Reykjavík ogPure North Recycling í Hvera- gerði um endurvinnslu plasts og ann- arra endurvinnanlegra efna. Mark- miðið er að efla hringrásarhagkerfi með endurvinnanlegum efnum, þróa leiðir til endurnýtingar, auka sjálf- virkni í vinnslu og söfnun hráefna og efla fræðslu. Samstarfið er hluti af landsátakinu Þjóðþrif. Hliðarverkefni verða svo unnin innan Rannsókna- seturs HR um sjálfbæra þróun. Í næstu framtíð gera sérfræðingar og nemendur HR greiningar á plasti sem fer í endurvinnslu og hvernig það megi nýta sem best. Einnig á að fræða fólk um verðmæti sem felast í endurunnu plasti og gera aðferðir við endurnýtingu þess aðgengilegri. Sjálfbærni er eitt áhersluatriða HR og sérfræðingar Pure North kenndu það í lok síðustu haustannar á inn- gangsnámskeiði í verkfræði fyrir fyrsta árs nema í greininni. Þar unnu nemendur ýmis verkefni um endur- vinnslu og margar hugmyndir komu fram. Nýsköpun og umhverfi Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, segir að samstarfið við Pure North sé mikilvægt þegar kemur að umhverf- ismálum í kennslu, rannsóknum og öðru starfi háskólans. „Háskólinn í Reykjavík vinnur samkvæmt við- miðum Sameinuðu þjóðanna um menntun ábyrgra leiðtoga, með áherslu á samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni. Eitt af fjölmörgm við- fangsefnum Íslands í þeim efnum varðar það plast sem fellur til. Pure North hefur náð eftirtektarverðum árangri við endurvinnslu plasts á um- hverfisvænan hátt um leið og áhersla er á að fræða atvinnulíf og almenning um endurvinnslu og hringrás- arhagkerfið. Við erum því mjög ánægð með þetta nýja samstarf okkar og erum þess fullviss að það muni skila sér í aukinni þekkingu, nýsköp- un og hreinna umhverfi,“ segir Ari Kristinn. Þekking og fagmennska Áslaug Hulda Jónsdóttir hjá Pure North segir fólk þar á bæ spennt fyrir nýju samstarfi. Mikil tækifæri felist í því að efla efla hringrásarhagkerfið og sjálfbærni. „Það er mikil þekking, fagmennska og metnaður hjá HR í þessum málaflokki og það er mik- ilvægt fyrir frumkvöðlafyrirtæki að fá tækifæri til slíks samstarfs,“ segir Ás- laug. Umhverfismál í brennidepli hjá Háskólanum í Reykjavík og Pure North Recycling Samstarf um eflingu endurvinnslu Samstarf Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North, Gísli Hjálm- týsson, sviðsforseti HR, Áslaug Hulda Jónsdóttir hjá Pure North, Kolbrún Eir Óskarsdóttir, verkefnisstjóri hjá HR, og Ari Kristinn Jónsson, rektor HR.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.