Morgunblaðið - 21.01.2021, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021
SMÁRALIND – DUKA.IS
Eik & svartbæsuð eik
Hillueining (2 hillur) 60 cm 39.900,-
Hillueining (2 hillur) 80 cm 42.900,-
Aukahilla 60 cm 21.900,-
Aukahilla 80 cm 24.900,-
Fegrum heimilið
Stedge hillukerfi
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Framleiðsla á smálaufasalati er
komin vel í gang í nýrri glæsilegri
garðyrkjustöð Lambhaga í Lundi í
Mosfellsdal. Hafberg Þórisson garð-
yrkjubóndi undirbýr nú að fullnýta
gróðurhúsin og næsta skrefið er síð-
an að byggja aðstöðu- og starfs-
mannahús og að stækka stöðina í
kjölfarið. Með gróðurhúsum Lamb-
haga í Reykjavík er fyrirtækið með
22 þúsund fermetra undir gleri og
miklir stækkunarmöguleikar eru í
Lundi.
Hafberg keypti jörðin Lund í
Mosfellsdal fyrir rúmum þrettán ár-
um og hafði þá hug á að flytja starf-
semina úr Reykjavík. Þær áætlanir
voru settar í bið í nokkur ár þar sem
hann fékk aukið land hjá Reykjavík-
urborg.
Niðurstaðan var sú að halda
áfram í Reykjavík en byggja nú-
tímalegri hús í Mosfellsdal. Síðustu
ár hefur Hafberg verið að vinna að
undirbúningi og uppbyggingu á
þeim.
Hannaði búnaðinn sjálfur
Hafberg segir að ræktun á salati
gefi ekki mikið af sér á hvern fer-
metra og þess vegna hafi þurft að
vanda undirbúning framleiðslu-
tækja. Eftir að hafa skoðað hvernig
staðið er að málum í öðrum löndum
mótaði Hafberg eigin aðferðir þar
sem áhersla er lögð á sjálfvirkni.
Hann leitaði til nokkurra fyr-
irtækja í Hollandi, Finnlandi og
Danmörku um smíði á rækt-
unarbúnaði eftir hans höfði en ýmist
treystu fyrirtækin sér ekki til að
framleiða réttan búnað eða honum
leist ekki á það sem í boði var. Hann
var að komast í tímaþröng því sjö
þúsund fermetra gróðurhús voru að
rísa í Lundi.
„Að lokum safnaði ég saman
nokkrum aðilum sem ég þekkti í
Danmörku og voru tilbúnir til að
vinna með mér. Við leiguðum hús-
næði á Fjóni þar sem áður hafði ver-
ið vélsmiðja og þar var allur bún-
aðurinn smíðaður og starfs-
mennirnir settu hann síðan upp fyrir
Lambhaga,“ segir Hafberg.
Ræktunin hefst í sjálfvirkri pott-
unarvél. Hún býr pottana til úr ör-
þunnum pappa, fyllir þá með mold
og raðar í ræktunarrennu. Þaðan fer
rennan í gegnum sérstaka vél sem
þrýstir fræjum í hvern pott. Næst
fer rennan í neðri hillu á rækt-
unarfæribandi í stóra gróðurhúsinu
og fær þar LED-lýsingu. Renna
plönturnar eftir færibandi um 100
metra út að enda gróðurhússins og
lyftast þá upp á efri hæðina og renna
til baka. Ferðalagið tekur um það bil
mánuð og þá er salatið fullvaxið.
Salatið er síðan skorið með vél og
sett í kæli fyrir pökkun. Yfirleitt er
fjórum tegundum blandað saman í
salatbakka og fer innihaldið eftir
árstíðum. Helstu tegundir eru
Lambhagasalat, íssalat, rauðrófu-
blöð, súrur og spínat.
Lambhagi er stærsti framleiðandi
og seljandi fersks salats hér á landi.
Bjartsýnn á framtíðina
Notkun á salati hefur farið stöð-
ugt vaxandi hér á landi, eins og æv-
intýraleg uppbygging Lambhaga
sýnir. Hafberg segir að samdráttur í
ferðaþjónustunni á síðasta ári vegna
kórónuveirufaraldursins hafi sett
strik í reikninginn en salan sé í jafn-
vægi nú í vetur. Hann er því bjart-
sýnn á framtíðina.
Fáir starfsmenn eru við fram-
leiðsluna í Lundi. Ræktuninni er
stjórnað í gegnum tölvu og garð-
yrkjumaðurinn þarf sjaldan eða
aldrei að fara inn í gróðurhúsið þar
sem ræktunin fer fram. Afurðirnar
eru fluttar jafnóðum í stöðina í
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tvær hæðir Ræktunin fer fram á tveimur hæðum. Á neðri hæðinni er blá LED-lýsing á fyrsta æviskeiði plantnanna og hefðbundin gróðurlýsing á salatinu sem er á þeirri efri. Færast rennurnar
sjálfvirkt milli hæða. Tekur ferðalagið fram og til baka um mánuð og er salatið fullvaxið þegar það kemur aftur á upphafsreit gróðurhússins. Gróðrarstöðin er sjö þúsund fermetrar að stærð.
Strax farinn að huga að stækkun
Eigendur Hjónin Hauður Helga Stefánsdóttir og Hafberg Þórisson eru
ánægð með árangur tæknivæðingar nýju garðyrkjustöðvarinnar.
Mannshöndin kemur hvergi nærri ræktun á smálaufasalati í nýrri garðyrkjustöð Lambhaga í
Mosfellsdal Gróðurhúsin fullnýtt á þessu ári Bygging aðstöðu- og starfsmannahúsa undirbúin
SJÁ SÍÐU 20