Morgunblaðið - 21.01.2021, Page 20

Morgunblaðið - 21.01.2021, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021 Lambhaga. Þar fer fullvinnsla, pökkun og dreifing fram. Þegar ný tækni er tekin í notkun kemur oft ýmislegt upp á. Hafberg segir að síðustu vikur og mánuði hafi agnúarnir verið sniðnir af bún- aðinum. Nú er hann tilbúinn til að auka við. Gróðurhúsið var byggt fyrir sex ræktunarfæribönd en í fyrsta áfanga voru aðeins þrjú tekin í notk- un. Verður þremur bætt við á þessu ári og er húsið þar með nýtt að fullu. Þá verður byggt aðstöðuhús og íbúð- arhús fyrir starfsfólk og í kjölfarið verður næsta sjö þúsund fermetra gróðurhúsið byggt. Stefnir Hafberg að því þegar á næsta ári. Ekkert að gefa eftir Hafberg hefur starfað við garð- yrkju frá því hann fór fjórtán ára í sveit í garðyrkjustöðina Laufskála í Borgarfirði. Hann fór síðan til Nor- egs í garðyrkjunám og vinnu og þeg- ar heim var komið stofnaði hann Lambhaga árið 1979. Eiginkona hans, Hauður Helga Stefánsdóttir, markaðaðsstjóri Lambhaga, stendur að rekstrinum með honum. Hafberg stendur í 1.100 milljóna króna uppbyggingu og önnur eins fjárfesting er framundan. „Það er áhuginn fyrir því að gefa fólki mögu- leika á að fá ferskt, ómengað græn- meti,“ segir Hafberg þegar hann er spurður hvað drífi hann áfram. „Enginn er eilífur en það eru engin merki um að ég sé að gefa eftir,“ bætir hann við. Morgunblaðið/Árni Sæberg Afurðir Sjálfvirkar vélar skera salatið og færibönd færa afurðirnar í poka í keri sem fer strax í kæli. Pottarnir með afskurðinn fara sína leið. Skorið Salatið skilar sér í geymslu- pakkningar og fer beint í kæli. „Við erum að greina starfsemi okkar út frá heimsmarkmiðum Samein- uðu þjóðanna vegna þess að við viljum leggja okkar af mörkum til ís- lensks samfélags, jafnt umhverfislega, samfélagslega og efnahagslega. Innleiðing markmiðanna snýst um að draga úr neikvæðum áhrifum,“ segir Hauður Helga Stefánsdóttir, markaðsstjóri og annar eigandi Lambhaga. Hún segir að áherslur Lambhaga liggi meðal annars í því að tryggja fæðuöryggi Íslendinga, bæta næringu og stuðla að sjálfbærum land- búnaði. „Okkur finnst ótrúlega mikilvægt á þeim tímum sem við lifum að taka þátt í að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri Lambhaga, setja stefnu í umhverfismálum og innleiða mælingar og markmið sem draga úr kolefnisfótspori fyrirtækisins,“ segir Hauður. Verið er að vinna að útreikningum á kolefnisfótspori rekstursins. „Við ákváðum að spýta í lófana í þessu málefni, meðal annars vegna Covid-19, en faraldurinn er gott dæmi um félagslegar og heilsufars- legar ógnanir sem samfélagið okkar stendur frammi fyrir í dag vegna umgengni okkar mannanna við jörðina okkar. Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að stuðla að sjálfbærum landbúnaði og grænmetis- framleiðslu. Við eigum jú bara eina jörð,“ segir Hauður. Dregið úr neikvæðum áhrifum UMHVERFISSTEFNA Sáning Sjálfvirk vél býr til potta úr pappír. Ganga rennur með pottum í gegnum sán- ingarvél. Fjær vinna starfsmenn við hinn enda framleiðslunnar, afskurðinn. Hagstofa Íslands hefur nú endur- skoðað mannfjöldaspána fyrir tíma- bilið 2020-2069. Birt eru þrjú afbrigði af framreikningunum á íbúafjöld- anum, þ.e.a.s. miðspá, háspá og lágspá. Nú er í endurskoðaðri miðspá gert ráð fyrir að íbúar landsins verði orðnir 445 þúsund árið 2069. Í háspánni er hins vegar reiknað með að íbúar verði 527 þúsund í lok spátímabilsins en 370 þúsund sam- kvæmt lágspánni. Í frétt Hagstofunnar í gær kemur fram að engar breytingar verða á áætlaðri meðalævi landsmanna í end- urskoðaðri spá miðað við þá mann- fjöldaspá sem birt var í desember sl. Gætu verið 500 þúsund á árinu 2059 samkvæmt háspá Af spátölum Hagstofunnar má meðal annars sjá að ef háspáin geng- ur eftir verða Íslendingar orðnir rúmlega 400 þúsund talsins á árinu 2024 en samkvæmt miðspá nær þjóð- in því marki á árinu 2027. Samkvæmt háspánni gætu Íslend- ingar orðið 500 þúsund talsins á árinu 2059 en ef miðspáin gengur eftir verða Íslendingar á því ári 438 þús- und talsins. Nýtt líkan búferlaflutninga Í skýringum Hagstofunnar í gær kemur fram að endurskoðunin á mannafjöldatölunum felst í því að gert var nýtt líkan fyrir búferlaflutn- inga erlendra ríkisborgara til að bæta aldursdreifingu mannfjöldans yfir spátímabilið. „Nýtt líkan tekur mið af komu til landsins, dvalartíma og aldri og tekur áætlaður brottflutningur er- lendra ríkisborgara frá landinu nú mið af þeim atriðum,“ segir í frétt Hagstofunnar. omfr@mbl.is Íbúar gætu orðið 400 þúsund 2027  Hagstofa Íslands hefur endurskoðað mannfjöldaspána Morgunblaðið/Hari Mannfjöldi Áætlað er að landsmenn verði 445 þúsund árið 2069.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.