Morgunblaðið - 21.01.2021, Síða 26
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhann-
esson, afhenti í gær nýsköpunar-
verðlaun forseta Íslands við hátíð-
lega athöfn á Bessastöðum. Þau Ari
Kvaran, Sunneva Sól Ívarsdóttir og
Þórdís Rögn Jónsdóttir, nemar í iðn-
aðarverkfræði við Háskóla Íslands,
og Ísól Sigurðardóttur, nemi í tölv-
unarfræði við Háskólann í Reykja-
vík, hlutu verðlaunin fyrir verkefnið
Betri samskipti við sjúklinga sem
bíða innlagnar og meðferðar á
sjúkrahúsinu Vogi.
Leiðbeinendur voru Guðmundur
Valur Oddsson, Rögnvaldur Jóhann
Sæmundsson og Tómas Philip Rún-
arsson, prófessorar á verkfræði- og
náttúruvísindasviði Háskóla Íslands,
og Valgerður Árný Rúnarsdóttir,
yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi.
Markmið verkefnisins var að
hanna og þróa frumgerð að hugbún-
aði til þess að aðstoða skjólstæðinga
meðan þeir bíða eftir að komast í
meðferð á sjúkrahúsinu Vogi.
gudni@mbl.is
Hlutu nýsköpunar-
verðlaun forsetans
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2021 Forseti Íslands afhenti verð-
launahöfum verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær.
Umferðaröryggi verður
bætt á Hringbrautinni
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Vegagerðin og Reykjavíkurborg
hyggjast vinna tillögur að endur-
bótum á Hringbraut í heild sinni þar
sem hún liggur um Vesturbæinn.
Áhersla verður lögð á bætt umferð-
aröryggi og vistlegra göturými.
Þetta kemur fram í svari Þorsteins
R. Hermannssonar, samgöngustjóra
Reykjavíkur, við fyrirspurn
Morgunblaðsins.
Í janúar 2019 var ekið á 13 ára
gamla stúlku á gangbraut á Hring-
braut, við Meistaravelli. Í framhald-
inu urðu miklar umræður á sam-
félagsmiðlum og boðað var til
íbúafundar. Foreldrar barna í hverf-
inu og nemenda Vesturbæjarskóla
kröfðust úrbóta í umferðarmálum.
Síðan gerðist það að ekið var á barn
á gangbraut á Hringbraut við
Bræðraborgarstíg um páskana
2019.
Brugðist við slysum 2019
Þorsteinn segir að í kjölfar
slysanna hafi Reykjavíkurborg og
Vegagerðin ákveðið að fara í eftirfar-
andi aðgerðir sem búið er að fram-
kvæma:
Lækkun hámarkshraða á
Hringbraut og nokkrum aðliggjandi
götum í 40 km/klst.
Uppsetning hraðavaraskilta á
Hringbraut á völdum stöðum.
Samræmd stýring á gangbraut-
arljósum þannig að grænt ljós fyrir
gangandi logi jafn lengi alls staðar á
Hringbraut.
Bætt götulýsing – ný LED-
lýsing í stað eldri tækni – skipt um
lampa á ljósastaurum sem fyrir eru.
Til viðbótar stendur til að endur-
nýja umferðarljósabúnað götunnar,
að sögn Þorsteins. Byrjað verður á
gatnamótum Hringbrautar við Hofs-
vallagötu, Bræðraborgarstíg og við
Framnesveg. Sú endurnýjun kemst,
ef allt gengur sem skyldi, til fram-
kvæmda núna í sumar en þá verði
hægt að endurstilla umferðarljósin
miðað við minnkaðan hámarkshraða
og auka öryggi og aðgengi gangandi
vegfarenda.
Fyrirhugaðar eru breytingar á
gatnamótum Hringbrautar-
Hofsvallagötu. Forhönnun liggur fyr-
ir og felur hún í sér eftirfarandi
breytingar:
Yfirborð gatnamótanna verður
endurnýjað í heild og gönguleiðir
þvert yfir Hringbraut og Hofs-
vallagötu verða merktar með áber-
andi hætti. Afmörkun verður fyrir
hjólandi vegfarendur í Hofsvallagötu
næst gatnamótunum, beggja vegna
Hringbrautar. Bílastæði næst gatna-
mótunum verða aflögð, annars vegar
til að gefa gangandi meira rými og
hins vegar til að lengja vinstri
beygjuvasa fyrir umferð sem ekur
vestur Hringbraut og tekur vinstri
beygju suður Hofsvallagötu.
Allur umferðarljósabúnaðar
verður endurnýjaður og tengdur
miðlægri stýritölvu umferðarljósa.
Ljósastólpar verða staðsettir með
breyttum hætti og stöðvunarlínur
færðar aftar, frá gatnamótum, til að
bæta öryggi gangandi og hjólandi.
Samhliða endurnýjun umferðar-
ljósa verða settir upp kassar fyrir
hraða- og rauðljósamyndavélar lög-
reglunnar.
Frekari endurbætur verða gerð-
ar á lýsingu við gatnamótin til að
auka sýnileika og öryggi allra vegfar-
enda.
Gert er ráð fyrir að kostnaður við
verkefnið verði greiddur af Vega-
gerðinni og Reykjavíkurborg í sam-
ræmi við hefðbundna kostnaðar-
skiptingu sem gildir um endurbætur
á gatnamótum við þjóðvegi í þéttbýli.
Fyrirhugaðar eru breytingar á gatnamótum Hringbrautar og Hofsvallagötu
Morgunblaðið/sisi
Hringbraut Gangbrautin við Meistaravelli þar sem slysið varð í janúar 2019. Útsýni fyrir gangandi mætti vera betra.
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands
hefur birt ályktun þar sem mót-
mælt er harðlega áformum um sölu
á hlut ríkisins í Íslandsbanka við
þær óvissuaðstæður sem séu uppi.
Mikilvægt sé að ríkið, fyrir hönd al-
mennings, sé með aðkomu að fjár-
málamarkaði og haldi uppi sam-
félagslegum sjónarmiðum.
„Sérstaklega þarf að gæta að hags-
munum lántakenda sem margir
ganga í gegnum tímabundna erf-
iðleika vegna Covid-kreppunnar.
Einnig leikur vafi á hversu stóran
hlut ríkið ætlar sér að selja og
stjórnvöld hafa ekki útskýrt hvað
þau telja ásættanlegt verð,“ segir
m.a. í ályktuninni. Er því hafnað að
selja þurfi hlut ríkisins til að bæta
stöðu ríkissjóðs eða fjármagna sam-
félagslega innviði. „Nýlegar skatta-
lækkanir á fjármagnseigendur
benda ekki til þess að ríkisstjórnin
hafi þungar áhyggjur af afkomu
ríkissjóðs. Ákall um sölu á banka
kemur ekki frá almenningi sem að
miklum meirihluta er mótfallinn
slíkri sölu og jákvæður í garð rík-
isins sem eiganda banka.“
ASÍ mótmælir sölu á
hlut í Íslandsbanka
Ágúst Ólafur
Ágústsson, þing-
maður Samfylk-
ingarinnar, mun
ekki taka sæti á
lista flokksins
fyrir þingkosn-
ingar síðar á
árinu. Meirihluti
uppstillingar-
nefndar hafnaði
sáttatillögu
Ágústar Ólafs sem fólst í því að
hann gæfi eftir oddvitasæti sitt í
Reykjavík í nafni nýliðunar og tæki
annað sætið. „Við höfum staðið í
uppbyggingarstarfi hjá flokknum
og höfum rekið málefnalega en að-
haldsríka stjórnarandstöðu á erf-
iðum tímum. Ég hef tekið virkan
þátt í því starfi og tel mig hafa ver-
ið mikilvægan þingmann fyrir
flokkinn á þessu kjörtímabili,“
skrifaði Ágúst á facebooksíðu sína.
Hann sagði niðurstöðu uppstilling-
arnefndar vonbrigði en hann væri
stoltur af ferli sínum í stjórnmálum.
Ágúst Ólafur ekki á
lista Samfylkingar
Ágúst Ólafur
Ágústsson
Ármúla 24 • rafkaup.is
20% ∙ 50% ∙ 70%
ÚTSALA
Opið virka daga kl. 9-18,
laugardaga kl. 11-16