Morgunblaðið - 21.01.2021, Side 28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
VIÐTAL
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Stofnmælingar og veiðiráðgjöf,
vöktun, vísindi og eftirlit með fiski
og öðru lífríki í sjó, vötnum og í fisk-
eldi eru meðal verkefna Hafrann-
sóknastofnunar. Sameining tveggja
stofnana, flutningur stórrar ríkis-
stofnunar og rekstrarvandi hafa
einnig verið meðal áskorana sem
Sigurður Guðjónsson hefur tekist á
við sem forstjóri stofnunarinnar síð-
ustu tæplega fimm árin. Hann segir
margt hafa tekist vel og er tilbúinn
að leiða starfsemina áfram.
„Umhverfið í sjónum við Ísland
hefur alltaf sveiflast, fiskstofnar
vaxið og dvínað, síldin komið og far-
ið. Hins vegar hafa orðið umhverfis-
breytingar á síðustu áratugum sem
ekki hafa sést áður. Alls staðar er að
hlýna. Makríllinn birtist fyrir nokkr-
um árum. Loðnan hefur breytt
hegðun sinni og útbreiðslusvæði, ýs-
an er í auknum mæli komin norður
fyrir land.
Sumir stofnar hafa stækkað og
aukið útbreiðslusvæðin, en aðrir
komist að þolmörkum. Þó svo að
sjórinn sé kaldari núna en hann var
fyrir tveimur árum og áratuginn þar
á undan erum við á ýmsan hátt í um-
hverfi sem við höfum aldrei séð áð-
ur,“ segir Sigurður.
Í fararbroddi á sviði
nýtingar og verndunar
„Á sviði nýtingar og verndunar
auðlinda hafs og vatna höfum við
verið í fararbroddi að ganga vel um
og nýta þessar auðlindir á sjálf-
bæran hátt. Á sviði rannsókna gæt-
um við staðið enn framar og einnig
verið í fararbroddi þar. Við stöndum
okkur vel við að mæla, en þyrftum
að setja meiri kraft í að greina stöð-
una. Svara því hvert þróunin stefnir
og tengja breytingar í umhverfinu
við lífríkið og þá fiskistofnana. Það
er einmitt verkefni í gangi hjá okkur
núna að greina áhrif loftslagsbreyt-
inga á lífríkið og nytjastofna. Þessu
verkefni lýkur með stöðuskýrslu nú í
vor,“ segir Sigurður.
Aukið rannsóknarfé
Hann segir að stofnunin standi
framarlega í stofnmælingum og veiði-
ráðgjöf, en á sama tíma sé hætta á að
við drögumst aftur úr í grunnrann-
sóknum í líffræði og haffræði og þær
þyrfti að auka. Fjármagn hafi skort
til slíkra verkefna, en einnig sé skort-
ur á fólki eins og hafeðlisfræðingum.
Meðal annars í ljósi umhverfisbreyt-
inga sé aðkallandi að bæta úr á þess-
um vettvangi. „Það var því sér-
staklega mikilvægt að auka samstarf
við Háskóla Íslands og koma á meist-
aranámi í fiskifræði og skyldum
greinum eins og við gerðum en það
nám hófst síðasta haust. Það samstarf
á án efa eftir að skila inn sérfræðing-
um á stofnunina í framtíðinni og auka
þekkinguna.
Þá hófum við í sameinaðri stofnun
einnig mikla sókn í erlenda rannsókn-
arsjóði sem hefur skilað 433 millj-
ónum af auknu rannsóknarfé til stofn-
unarinnar. Það hefur gefið okkur
aukinn styrk til ákveðinna rann-
sókna.“
Um síðustu áramót voru starfs-
menn Hafrannsóknastofnunar 176
talsins í 169 stöðugildum til sjós og
lands. Stofnunin starfar nú á níu stöð-
um á landinu auk höfuðstöðvanna í
Hafnarfirði. Sigurður segir mannauð-
inn vera dýrmætustu auðlind hverrar
stofnunar, ekki síst í þekkingarfyr-
irtækjum eins og Hafrannsóknastofn-
un er. Á síðustu árum hafi orðið tals-
verð endurnýjun og konum hafi
stórfjölgað í hópnum. Þá má nefna að
35 doktorar starfa nú hjá stofnuninni.
Sigurður bendir á að þrátt fyrir
kórónuveikifaraldurinn hafi með sam-
stilltu átaki tekist að halda starfsem-
inni nánast óskertri og farið hafi verið
í alla rannsóknaleiðangra.
Dælir næringarefnum
inn á Íslandsmið
Sigurður staldrar við loðnuna,
sem mikið hefur verið í fréttum und-
anfarið. Hann segir stofninn hafa
minnkað og vera í vandræðum, sem
sé alvarlegt fyrir lífríkið.
„Loðnustofninn er einn mikilvæg-
asti fiskstofninn við landið, ekki bara
í veiðum, heldur er hún næring-
arefnadæla. Hún fer norður í höf og
nær í orku sem hún syndir með inn á
Íslandsmið þar sem hún er fæða
margra annarra tegunda. Ef stofn-
inn minnkar, svo ég tali ekki um ef
hún hyrfi, þá eru margir fiskstofnar
í vanda og þorskurinn kannski efst-
ur á blaði. En sem betur fer lítur út
fyrir að loðnan sé aftur að ná sér
eitthvað á strik, kannski vegna þess
að það hefur aftur kólnað í hafinu.“
Þó svo að að stofnmælingar á
þorski hafi á síðasta ári sýnt að teg-
undin hafi aðeins gefið eftir segir
Sigurður að þorskstofninn standi
sterkt. „Við höfum markvisst verið
að byggja stofninn upp í langan
tíma og þorskurinn virðist ráða við
þessar breytingar í umhverfinu. En
það er líklegt, nú þegar uppbygg-
ingunni er lokið, að við förum að sjá
sveiflur í þorski sem stafa fyrst og
fremst af sveiflum í umhverfinu í
hafinu.“
Sigurður þekkir vel til ástandsins
í ám og vötnum sem fyrrverandi
forstjóri Veiðimálastofnunar. Hann
segir að umhverfisáhrif séu greini-
leg á þeim vettvangi og miklar
breytingar hafi orðið.
„Bleikjan hefur gefið mikið eftir
og er orðin fáliðuð í láglendis-
vötnum á Suður- og Vesturlandi.
Það er helst í heiðarvötnum og
djúpum vötnum sem bleikjan virð-
ist enn hafa það gott og sjóbleikjan
á í miklu basli um allt land. Urr-
iðinn er hins vegar að vaxa og víða
er kominn sjóbirtingur þar sem áð-
ur sást lítið eða ekkert af honum.
Laxinn hefur líka aukið útbreiðslu
sína, en sveiflur verið miklu meiri
og tíðari í laxgengd en áður var og
óstöðugleikinn aukist.“
Starfsfriður í fiskeldi
Innan Hafrannsóknastofnunar
hefur verið byggt upp svið sem sinn-
ir málefnum fiskeldis, en umfang
Stöðugar sveiflur í umhverfinu
Margvíslegar áskoranir í starfsemi Hafrannsóknastofnunar Sameining og flutningar gengu vel
Morgunblaðið/Eggert
Vísindi og ráðgjöf Sigurður Guðjónsson segir að Hafrannsóknastofnun standi framarlega í stofnmælingum og
veiðiráðgjöf, en vill auka grunnrannsóknir í líffræði og haffræði. Stofnunin starfar nú á tíu stöðum á landinu.
SJÁ SÍÐU 30
Afurðaverð á markaði
19. janúar 2021, meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 334,60
Þorskur, slægður 312,04
Ýsa, óslægð 336,34
Ýsa, slægð 277,14
Ufsi, óslægður 140,28
Ufsi, slægður 169,22
Djúpkarfi 125,00
Gullkarfi 177,40
Blálanga, slægð 131,89
Langa, óslægð 233,09
Langa, slægð 197,57
Keila, óslægð 53,53
Keila, slægð 63,27
Steinbítur, óslægður 183,80
Steinbítur, slægður 223,52
Skötuselur, slægður 768,22
Grálúða, slægð 79,00
Skarkoli, slægður 378,85
Þykkvalúra, slægð 534,16
Langlúra, óslægð 185,00
Sandkoli, óslægður 110,00
Bleikja, flök 1.444,00
Regnbogasilungur, flök 3.176,00
Gellur 1.101,85
Hlýri, slægður 252,28
Hrogn/þorskur 415,93
Lúða, slægð 482,03
Lýsa, óslægð 98,43
Náskata, slægð 12,00
Rauðmagi, óslægður 343,85
Skata, slægð 73,62
Stórkjafta, slægð 191,00
Undirmálsýsa, óslægð 166,16
Undirmálsþorskur, óslægður 150,05
Undirmálsþorskur, slægður 189,25