Morgunblaðið - 21.01.2021, Page 30

Morgunblaðið - 21.01.2021, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021 VIÐ LEITUM AÐ LISTAVERKUM Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 ERUM AÐ TAKA Á MÓTI VERKUM Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ þess hefur aukist mjög hérlendis á síðustu árum og þar eru miklir vaxt- armöguleikar. „Fyrir nokkrum árum var staðan þannig í fiskeldinu að atvinnulífið var, eins og oft er, komið langt á undan hinu opinbera og þessi staða leiddi til árekstra mismunandi hags- muna. Verkefni okkar var að búa til umgjörð hvernig ætti að stýra um- fangi sjókvíaeldis á vísindalegan hátt eins og í fiskveiðum og það kerfi á eftir að þróast og þroskast. Eins og staðan er núna þá hefur fiskeldið fengið starfsfrið og veiðiréttarhafar og stangveiðimenn anda rólegar því það á ekki að leyfa allt.“ – En það á ekki að vernda allt heldur? „Ef við ætlum að vernda allt erum við einfaldlega að segja að það verði ekkert fiskeldi, en það er ekki ætl- unin. Við ætlum að lágmarka um- hverfisáhrifin og við ætlum að vernda og gæta vel að okkar dýr- mætu laxveiðiám.“ Í pistli sem Sigurður tók saman í lok síðasta árs segir hann meðal annars um fiskeldið: „Margt er óunnið bæði í rannsóknum og þróun í að aðlaga sjókvíaeldi að íslenskum aðstæðum. Um þetta eldi ríkti nán- ast stríðsástand en svo er ekki leng- ur. Vísindaleg nálgun okkar með burðarþolsmati og áhættumati vegna erfðablöndunar er nýtt til að stýra umfangi og aðferðum í sjókvía- eldinu. Þessi nálgun hefur vakið mikla athygli og þegar hafa rann- sóknastofnanir í Kanada tekið að- ferðina upp í samvinnu við okkur. Fleiri lönd líta til þessarar leiðar til að stýra fiskeldi. Íslensk fiskeldisfyrirtæki hafa þegar byrjað að nýta sér þetta á markaði þar sem umhverfissjón- armið þessarar leiðar vega mjög þungt. Mikilvægt er að hér þróist fjölbreytt fiskeldi og verðmæti fisk- eldis hér á landi geta vel orðið jafn- mikil og í sjávarútvegi ef vel er á haldið. Það getur gerst hratt með öflugu þróunar- og rannsóknar- starfi.“ Sameining tveggja stofnana Sigurður var skipaður forstjóri Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafarstofnunar hafs og vatna 1. apríl 2016. Stofnunin varð til með sameiningu Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar og tók til starfa 1. júlí 2016. Sigurður er 63 ára líffræðingur frá Háskóla Íslands, lauk meistaraprófi frá Dalhousie- háskóla í Halifax í Kanada 1983 og doktorsprófi í fiskifræði frá Oregon- háskóla í Bandaríkjunum 1990. Hann var framkvæmdastjóri Veiði- málastofnunar og síðan forstjóri 1997-2016. „Hugmyndin að sameina þessar stofnanir var góð. Ég tel að starf- semi Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar í einni stofnun hafi runnið ágætlega saman og tals- verð samlegðaráhrif voru fólgin í samrunanum. Starfsemin var endur- skipulögð við sameiningu, en það skipulag hefur síðan verið tekið til endurskoðunar í ljósi reynslunnar. Ég fór markvisst í að bæta starfs- aðstöðu, m.a. með nýjum tölvubún- aði og hugbúnaði. Þá var nauðsyn- legt að aðskilja tölvurekstur okkar frá Fiskistofu, sem átti ekki lengur samleið.“ Sigurður segir að það hafi reynst stofnuninni erfitt að grunnstarf- semin var ekki fjármögnuð með tryggum hætti. Stór hluti starfsem- innar hafi verið háður sjóðum eins og Verkefnasjóði sjávarútvegsins og það hafi ekki verið trygg fjár- mögnun. Í samvinnu við ráðuneyti, ráðherra og fjárveitingavaldið Al- þingi hafi að nokkru verið bætt úr þessu. Sigurður segir að rekstur síð- asta árs sé í jafnvægi. Velta stofn- unarinnar var um 4,2 milljarðar og sértekjur 1,2 milljarðar. Hagræðing og flutningar Sigurður segir að fara hafi þurft í krefjandi aðgerðir til að hagræða í rekstri og forgangsraða verkefnum en einnig hafi þurft að segja upp fólki og fækkað hafi verið í yfirstjórn og stoðþjónustu. Erfitt sé að þurfa að segja upp starfsfólki og lagaum- gjörð starfsmannamála hjá ríki geri það ekki einfaldara í framkvæmd. Hann segir að starfsandi á stofnun- inni sé góður, en eðlilega hafi hann minnkað tímabundið í kjölfar erfiðra uppsagna og aðhaldsaðgerða haustið 2019. Hafrannsóknastofnun hafði lengi verið til húsa við Skúlagötu, nálægt Reykjavíkurhöfn, en flutti á síðasta ári í Fornubúðir í Hafnarfirði. „Við þjöppuðum okkur saman á Skúlagötunni þegar Veiðimála- stofnun fluttist þangað og það var orðið þröngt um okkur. Auk þess var aðstaðan á Skúlagötunni komin til ára sinna og það var því kærkomið að flytja. Stjórnarráðið vildi fá húsið og ég sá möguleika í flutningum ef við fyndum gott húsnæði nálægt höfn. Sú aðstaða er fyrir hendi í Hafnarfirði, menn geta nú farið á inniskónum yfir í rannsóknaskipin og lyftarar fara með veiðarfæri um borð í stað þess að flytja þau með vörubílum. Það er ekki óeðlilegt að spenna hafi verið í starfsliðinu fram að flutn- ingi, en eftir hann heyri ég ekki ann- að en ánægju með að koma í nýtt hús, sem var hannað af leigusala í samráði við okkur. Útkoman er líka góð, hér er frábær aðstaða til rann- sóknavinnu í fallegu húsi. Þegar upp er staðið voru flutningarnir mikil- vægt skref í uppbyggingu nýrrar Hafrannsóknastofnunar.“ Hlutverk ríkisins Útgerðarfyrirtæki hafa síðustu árin komið að loðnuleit og mæl- ingum og staðið straum af kostnaði sinna skipa. Sigurður segir að sam- hliða breytingum á útbreiðslu og göngum loðnunnar hafi orðið erf- iðara að ná mælingum á henni. Út- gerðin hafi komið inn í þetta verk- efni með Hafrannsóknastofnun og hafi sætt sig við kostnaðinn enda lík- ur á veiðum í kjölfarið. Síðustu tvö árin hefur stofninn hins vegar verið það lítill að hann þoldi ekki veiði og þá hafi vilji útgerðarinnar eðlilega minnkað. „Útgerðarmenn hafa verið viljugir og áhugasamir í þessum efnum, en það er hins vegar skýrt af þeirra hálfu að þeir ætla sér ekki að vera með óútfylltan tékka til að nota í þetta verkefni. Þeir hafa bent á að þeir greiði veiðigjöld, sem meðal annars á að nota í starfsemi Haf- rannsóknastofnunar. Ég hef fullan skilning á afstöðu útgerðarinnar og við höfum átt gott samstarf við þá. Við höfum fengið aukið fjármagn frá ríkisvaldinu til loðnurannsókna, sem almennt er hlutverk Hafrannsókna- stofnunar,“ segir Sigurður. Tilbúinn að stýra fleyinu áfram Skipunartími Sigurðar rennur út 1. apríl og var starf forstjóra Haf- rannsóknastofnunar auglýst í des- ember. Spurður um auglýsinguna og hvort hann sæki um segir Sigurður: „Jú, ég get alveg hugsað mér að stýra þessu fleyi áfram og sótti því um. Ég hef haft ánægju af þessu starfi og finnst ég geta unnið áfram að góðum málum með frábæru sam- starfsfólki á stofnuninni. Það er al- mennt ekki venjan að auglýsa svona stöður eftir fimm ár, en einstaka ráðherrar hafa þó haft þá stefnu að auglýsa alltaf.“ Fornubúðir Höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar eru í nýju húsi á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði. Rannsóknaskipin Bjarni Sæmundsson (t.v.) og Árni Frið- riksson liggja við bryggjuna framan við húsið. Nýtt skip er væntanlegt 2023 í stað Bjarna, en rúmlega hálf öld er frá því skipið kom til landsins. Vonast er til að samningar um smíði nýs og fullkomins hafrannsóknaskips liggi fyrir í vor og nýtt skip komi til landsins árið 2023. Sigurður Guð- jónsson segir að nýtt skip verði bylting í starfsemi Hafrannsóknastofn- unar, en það á að koma í stað Bjarna Sæmundssonar, sem er rúmlega 50 ára gamalt skip. Ákvörðun um smíði skipsins var tekin á sérstökum hátíðarfundi á Þingvöllum sumarið 2018 í tilefni af 100 ára fullveldis- afmæli. Þarfagreiningu og frumhönnun á skipinu er lokið og eftir að hafa fengið kostnaðarmat frá skipasmíðastöðvum er nú áætlað að kostnaður við smíði skipsins verði allt að 5,6 milljarðar á núverandi gengi. Tekið hefur verið tillit til þessa í fjármálaáætlun. Sigurður segir að Ríkiskaup séu að vinna útboðslýsingu og miðað sé við að fara í svokallað samkeppnisútboð. Bylting í starfseminni NÝTT RANNSÓKNASKIP 2023 Ísfisktogarinn Gullver NS kom til heimahafnar á Seyðisfirði í gær- morgun með tæplega 96 tonn, mest- megnis þorsk og ufsa. Fram kemur á heimasíðu Síldarvinnslunnar að skipið hafi verið fimm daga á veið- um, byrjað á Öræfagrunni og endað á Glettinganesflakinu. Loðna er komin á Austfjarðamið og talsvert var af henni í fiskinum, að sögn Rún- ars L. Gunnarssonar skipstjóra. Ómar Bogason hjá frystihúsi Síld- arvinnslunnar segir mjög mikilvægt að fyrirtækin á Seyðisfirði séu farin að starfa eftir skriðuföllin og lífið á staðnum sé óðum að nálgast eðlilegt horf. Vinnsla hófst í frystihúsinu á fimmtudag í síðustu viku eftir skriðuföllin. Það stóð þó ekki lengi því húsið var rýmt eftir hádegi sama dag. Á mánudag var haldinn fundur með starfsfólki þar sem rætt var um stöðu mála í kjölfar hamfaranna. Á fundinum voru fulltrúar frá lög- reglu, sveitarfélaginu Múlaþingi, al- mannavörnum og veðurstofunni auk fulltrúa frá Síldarvinnslunni. Farið var yfir stöðu mála, bæði á íslensku og ensku, og fólk meðal annars frætt um öll öryggismál. Vinnsla hófst svo aftur í frystihús- inu á þriðjudagsmorgun og haft er eftir Ómari á heimasíðu Síldar- vinnslunnar að fólk sé miklu rólegra eftir upplýsingafundinn. Ljósmynd/Ómar Bogason Seyðisfjörður Glaðbeittir starfsmenn frystihússins mættir til vinnu. Lífið farið að nálg- ast eðlilegt horf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.