Morgunblaðið - 21.01.2021, Side 36
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Árið 2020 var illviðrasamt.Meðalvindhraði varóvenjumikill og óveðurs-dagar margir.“
Þetta er niðurstaða Veðurstof-
unnar, sem birt hefur tíðarfarsyfirlit
fyrir síðasta ár á vef sínum.
Tíð var óhagstæð og illviðrasöm
í byrjun árs og að mestu leyti fram að
páskum, segir í yfirlitinu. Meðal-
vindhraði var meiri en vant er og loft-
þrýstingur lægri. Illviðri voru mjög
tíð og miklar samgöngutruflanir voru
vegna óveðurs og mikils fannfergis.
Snjóþungt var norðan- og aust-
anlands og á Vestfjörðum. Tvö stór
snjóflóð féllu á Flateyri og eitt í Súg-
andafirði 14. janúar. Mikið aust-
anveður gekk yfir landið 14. febrúar
og bættist í hóp verstu illviðra síðustu
ára.
Meðalvindhraði í mars var mikill
og hefur ekki verið eins mikill í mars-
mánuði síðan árið 2000.
Í apríl gekk mikið illviðri (norð-
austan) yfir landið dagana 4. til 5. og
er það í flokki hinna verstu í apríl.
Maí og júní voru hagstæðir. En
júlí var fremur kaldur miðað við það
sem algengast hefur verið á síðari ár-
um. Framan af ágúst rigndi mjög um
landið sunnan- og vestanvert en hlý
og hagstæð tíð var þá norðaust-
anlands. September var fremur sval-
ur en október hlýr og hægviðra-
samur.
Snjóléttir lokamánuðir
Mjög snjólétt var á landinu í
nóvember og desember miðað við
árstíma. Illviðri voru tíð enda óvenju
vindasamt en samgöngur röskuðust
þó lítið vegna snjóleysis. Alhvítir dag-
ar í Reykjavík voru 44 í fyrra, sem er
20 færri en meðaltal áranna 1971 til
2000. Alhvítir dagar ársins á Ak-
ureyri voru 107, einum færri en að
meðaltali 1971 til 2000. Snjóþungt var
á Akureyri í janúar til mars.
Ársmeðalhiti var yfir meðallagi
1961 til 1990 á landinu öllu í fyrra en
undir meðaltali síðustu tíu ára. Að til-
tölu var hlýrra á austan- og norðaust-
anverðu landinu en kaldara suðvest-
an- og vestanlands.
Meðalhiti í Reykjavík var 5,1
stig og er það 0,7 stigum ofan með-
allags áranna 1961 til 1990 en -0,4
stigum undir meðallagi síðustu tíu
ára. Raðast árið í 33. sæti af mæl-
ingum síðustu 150 ára. Í Stykkis-
hólmi var ársmeðalhitinn 4,5 stig, 1,0
stigi yfir meðallagi áranna 1961 til
1990. Var það 26./27. sæti af 175 mæl-
ingum. Á Akureyri var meðalhitinn
4,3 stig sem er 1,1 stigi yfir meðallagi
áranna 1961 til 1990 en -0,1 stigi und-
ir meðallagi síðustu tíu ára. Það þýðir
22./23. sæti af 140 mælingum. Á
landsvísu var hitinn 0,9 stigum ofan
meðallagsins 1961 til 1990, en -0,3
stigum undir meðallagi síðustu tíu
ára.
Hæsti hiti ársins mældist 26,3
stig í Neskaupstað þann 13. ágúst.
Mesta frost ársins mældist -28,3 stig
á Setri við Hofsjökul 7. mars. Mesta
frost ársins í byggð mældist -28,1 stig
við Mývatn 13. febrúar.
Þegar allar stöðvar Reykjavíkur
eru skoðaðar þá mældist hæsti hiti
ársins 22,6 stig í Geldinganesi 29. júní
en mesta frostið -20,5 stig í Víðidal 3.
janúar. Á Akureyri mældist hæsti
hitinn á árinu 23,5 stig 11. ágúst en
mesta frostið -15,6 stig 6. desember.
Sólskinsstundir í Reykjavík
mældust 1313,7 í fyrra, sem er 45
fleiri en í meðalári 1961 til 1990, en 73
færri en að meðaltali síðustu tíu ár. Á
Akureyri mældust sólskinsstund-
irnar 1278,8 eða 234 fleiri en að með-
altali 1961 til 1990 en 227 fleiri en að
meðaltali síðustu tíu ár.
Illviðrasamt 2020 og
óveðursdagar margir
Morgunblaðið/Eggert
Seyðisfjörður Metúrkoma mældist þar í desember. Aurskriður fylgdu í
kjölfarið og ollu gífurlegu tjóni á mannvirkjum, m.a. sögufrægum húsum.
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það er pínu-lítil ekkifrétt að
nefna það til sögu
að ríkisstjórn
Ítalíu hafi verið
við það að liðast í
sundur rétt einu
sinni. Giuseppi Conte, sem
situr við borðsenda hennar,
er eiginlega „utanflokka-
forsætisráðherra“ í tveggja
flokka stjórn.
Þegar 5-stjörnu hreyfingin
(gjarnan sögð lýðskrums-
flokkur) myndaði tveggja
flokka stjórn með Hreyfingu
Matteo Salvini (hægra megin
við miðju), eftir að flokkur
kratans Renzi forsætisráð-
herra féll í kosningu, varð
það samkomulag þessara
ólíku flokka, með tvo tor-
tryggna leiðtoga, uppfulla af
gagnkvæmri afbrýðisemi, að
fá Conte, þrautþjálfaðan lög-
fræðing, til að verða eins
konar málamiðlara í stól for-
sætisráðherra.
Svo fór þó, að Salvini jók
ört stuðning sinn í landinu
fyrir tilþrif sín í ríkisstjórn
og ekki síst á kostnað þáver-
andi leiðtoga 5 stjörnunnar,
Luigi Di Maio. Salvini reikn-
aði vinsældadæmi sitt þann-
ig, að hann myndi komast á
fljúgandi siglingu í pólitík-
inni ef samsteypustjórnin
spryngi og gæti hann þá
sjálfur orðið forsætisráð-
herra eftir kosningarnar í
kjölfarið.
En einmitt þá sýndi hinn
aðkeypti lögfræðikraftur
gagnsemi sína.
Hann kom með krók við
bragði Salvini og náði öllum á
óvart demókrataflokki Renzi
út úr stjórnarandstöðu og
alla leið upp í stóra rúmið í
stjórnarráðinu. En Renzi
hafði áður marglofað að
flokkur hans myndi aldrei
ganga til samstarfs við
óábyrgan lýðskrumsflokk.
En hann hafði nú staðið við
þær yfirlýsingar vel á annað
ár, sem flokkast undir eilífð í
ítölskum stjórnmálum.
Flokkur Renzi gegndi eftir
það rullu sem annað hjól
ríkisstjórnarinnar en Renzi
hafði stofnað klofningsbrot
úr eigin flokki og það var ein-
mitt sú flís sem olli óróleik-
anum núna.
Eftir útspil Conte for-
sætisráðherra sat Salvini eft-
ir með sárt ennið og embætt-
islaus og átti því erfiðara
með athygli og mun þrengra
um vinsældaspriklið en áður.
En krókur Conte entist þó
ekki jafnlengi og hann vonaði
því Renzi-fylkingin, sem
taldist til stuðn-
ingsliðs ríkis-
stjórnarinnar,
sem ekki hafði
tekið sæti í ríkis-
stjórninni, stofn-
aði nú til at-
kvæðagreiðslu um
traust á ríkisstjórninni í báð-
um deildum ítalska þingsins.
Conte reyndi sem hann gat
að spila á þá strengi að í
þessari atlögu Renzi fælist
fullkomið ábyrgðarleysi. Það
væri að minnsta kosti van-
hugsað af hans hálfu að
steypa þjóðinni í kosningar á
meðan veirufárið væri enn
fjarri því að vera sigrað.
Þessi röksemd forsætisráð-
herrans var þó tvíeggja
sverð, því ríkisstjórn Conte
þykir hafa haldið bæði slapp-
lega, hikandi og illa á varnar-
viðbrögðum við veirunni.
Og svo bætir ekki úr skák
að Ítalir reyndust blikkfastir
í aumingjadómi ESB í bólu-
setningarmálum, eins og því
miður fleiri, og þá jafnvel
þeir sem síst skyldu.
Renzi rann langleiðina á
rassinn með atlögu sína og
bað nú sína menn að greiða
ekki atkvæði gegn stjórninni,
en sitja heldur hjá. Það dugði
til þess að meirihlutinn rétt
hékk í neðri deild þingsins.
Staðan var hins vegar verri
í senatinu, þrátt fyrir það, að
þingmenn Renzis sætu flestir
hjá þar einnig. Þar náðist
ekki meirihluti í deildinni við
stuðning við ríkisstjórnina.
En vegna hjásetunnar náð-
ist þó ekki heldur meirihluti
fyrir falli stjórnarinnar og
þar með kröfu um að hún yrði
að biðjast lausnar þegar í
stað. En þótt ríkisstjórnin
hafi sloppið með skrekkinn í
þetta sinn er staða hennar
mun veikari eftir en áður. Og
Renzi hefur sýnt fram á að
hann getur hvenær sem er
fellt ríkisstjórnina þyki hon-
um það henta.
Afsökun Renzi fyrir að
gera þessa atlögu núna, mitt
í fárinu mikla, var sú ákvörð-
un Conte forsætisráðherra
að stjórn allra þeirra fjár-
muna sem Evrópusambandið
hafði samþykkt að eyrna-
merkja Ítalíu vegna þjóðar-
tjóns í veirufári, skyldi alfar-
ið lúta stjórn Conte sjálfs,
utanþingsforsætisráðherr-
ans.
Því lýsti Renzi forsætis-
ráðherra sem freklegri
valdasókn af forsætisráð-
herrans hálfu og var undir
það mat tekið í öðrum flokk-
um, eins og nærri má geta.
Ítalska klukkan tifar því.
Renzi varð forsætis-
ráðherra 2014
yngstur Ítala og sló
út met Mussolini og
munaði 52 dögum}
Veik stjórn og hölt
Í
þeim heimsfaraldri kórónuveiru sem
hefur markað líf okkar síðustu mánuði
hafa stjórnvöld allra landa þurft að
bregðast við með margvíslegum hætti.
Ein af fjölmörgum aðgerðum hér á
landi, sem Alþingi samþykkti í maí í fyrra, var
að veita sérstakan styrk til íþrótta og tóm-
stundastarfs barna sem koma frá tekjulágum
heimilum. Atvinnuleysi er í sögulegu hámarki
hér á landi og á ákveðnum svæðum er einn af
hverjum fjórum einstaklingum án atvinnu.
Inni á heimilum atvinnuleitenda búa börn og
það er stjórnvalda að gera allt sem í þeirra
valdi stendur til að vernda fyrst og fremst þau
en einnig tryggja möguleika fjölskyldunnar til
framfærslu.
Það var einmitt ætlunin með ákvörðun Al-
þingis að tryggja að öll börn, óháð efnahag,
gætu stundað íþróttir og aðrar tómstundir síðastliðið
sumar. Okkur var þá ókunnugt um að það tæki stjórnvöld
heila sex mánuði að koma styrkjunum í framkvæmd.
Við í velferðarnefnd fjölluðum í upphafi haustþings um
grafalvarlega stöðu mála á Suðurnesjum og fengum þá
meðal annars þau svör að lítið væri um umsóknir um
þessa styrki. Hvöttu nefndarmenn gesti fundarins til að
leita allra leiða til að kynna úrræðið fyrir þeim börnum og
fjölskyldum sem búa við fátækt því ástæðan fyrir því að
þau væru ekki að nýta úrræðið var sögð ókunn. Töldum
við ástæðuna mögulega liggja í skorti á kynningu úrræð-
isins.
Á vef Stundarinnar í gær birtist svo upplýs-
andi frétt um málið. Þar kemur fram sú skelfi-
lega staðreynd að þetta úrræði virðist bara
alls ekki vera að ná tilætluðum árangri. Að-
eins 9% þeirra barna sem búa við fátækt hafa
sótt um þennan styrk. Ástæðan virðist vera al-
gjör forsendubrestur við útfærslu þessa úr-
ræðis af hálfu stjórnvalda. Félags- og barna-
málaráðherra átti að útfæra hvernig þessi
styrkur yrði greiddur út. Flækjustigið hefur
hins vegar orðið svo umfangsmikið að þau
börn sem búa við fátækt geta ekki nýtt sér
þetta. Þessi aðferð ráðherra, að gera fátæku
fólki að greiða æfinga- og tómstundagjöld úr
eigin vasa og þurfa að sækja um endur-
greiðslu, er einfaldlega ekki eitthvað sem fá-
tækt fólk getur gert. Fátækt fólk sem þarf að
íhuga að morgni hvernig það kemur í veg fyrir
að börn þeirra fari svöng í háttinn að kvöldi.
Því miður þá sýnir þetta eindæma skilningsleysi rík-
isstjórnarinnar á þeim aðstæðum sem fjöldi fjölskyldna
býr við á Íslandi í dag. Þetta eru aðstæður sem ættu sann-
arlega ekki að koma félags- og barnamálaráðherra á
óvart enda greiðsluvandi fátækra fjölskyldna löngu
þekktur. Það er lágmark að úrræði séu þannig búin að
þau nýtist þeim hópum sem þurfa á því að halda. Það á að
vera forgangsmál okkar allra að grípa þann hóp sem býr
við verstu kjörin. helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Fátæk börn þurfa fyrst að borga
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Árið 2020 var mjög úrkomu-
samt norðan- og austanlands
og á Vestfjörðum. Ársúrkoman
á Akureyri er sú mesta sem
mælst hefur þar frá upphafi
mælinga 1928, eða 762 milli-
metrar. Úrkoma í Reykjavík
mældist 871,6 mm, eða 6% um-
fram meðallag.
Óvenjulega mikil úrkoma féll í
desember á norðan- og austan-
verðu landinu og mældist úr-
koman þar víða sú mesta sem
vitað er um í þeim almanaks-
mánuði. Aftakaúrkoma var á
Austfjörðum dagana 14. til 18.
desember. Mest var úrkoman á
Seyðisfirði þar sem heildar-
úrkoma þessara fimm daga
mældist 577,5 mm. Það er
mesta úrkoma sem mælst hefur
á fimm dögum á Íslandi. Miklar
aurskriður féllu á Seyðisfirði.
Mesta sólarhringsúrkoma
ársins á sjálfvirkri stöð mældist
178,2 millimetrar á Seyðisfirði
15. desember.
Úrkomusamt
ár er að baki
METIN FÉLLU Í FYRRA