Morgunblaðið - 21.01.2021, Side 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021
✝ Geir HannesÞorsteinsson,
fæddist í Reykjavík
27. október 1928.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 8. janúar
2021.
Foreldrar hans
voru Ólafía Eiríks-
dóttir, f. 4.12. 1889
í Eiríksbæ við
Brekkustíg í
Reykjavík, d. 22.12. 1964 og
Þorsteinn Jónsson verkamaður,
f. 17.4. 1886 í Ráðagerði á Sel-
tjarnarnesi, d. 23.7. 1963. Geir
var yngstur tíu systkina. Systk-
ini Geirs voru: Ragnar Jón, f.
12.10. 1911, d. 26.8. 1933. Eirík-
ur Helgi, f. 19.6. 1913, d. 27.2.
1937. Guðríður, f. 11.4. 1915, d.
4.10. 1980. Giftist Barða Brynj-
ólfssyni. Þau eignuðust þrjár
dætur. Gunnar, f. 14.9. 1917, d.
27.5. 1940. Kristín, f. 17.4. 1919,
d. 1.10. 2006. Giftist Björgvini
Þorleifssyni. Þau eignuðust
einn son. Lóa Steina, f. 22.6.
1921, d. 10.9. 1929. Guðrún, f.
14.7. 1922, d. 25.10. 2014. Giftist
Charles Henry Naish. Þau eign-
uðust fimm börn. Ellert Berg, f.
25.1. 1925, d. 25.9. 1957. Kvænt-
ist Elínborgu Reynisdóttur. Ása
Oddrún Þorsteinsdóttir, f. 29.6.
gekk í Austurbæjarskóla. Að
loknum gagnfræðaskóla fór
hann í Menntaskólann í Reykja-
vík og útskrifaðist árið 1950.
Geir lauk prófi frá læknadeild
Háskóla Íslands 1958. Hélt síðar
til Bandaríkjanna í sérnám í
barnalækningum og stundaði
nám við Northwestern Hospital
í Minneapolis 1960-1961. Þaðan
hélt hann til University Hospital
of Iowa City þar sem hann hlaut
réttindi sem barnalæknir árið
1964.
Á langri starfsævi kom Geir
víða við. Hann vann frá 1964-
1975 hjá Heilsuvernd Reykja-
víkur. Frá 1967-1979 starfaði
hann við ungbarnaeftirlitið í
Hafnarfirði og Kópavogi. Frá
1966-1990 var hann skólalæknir
í Reykjavík, Kópavogi og Hafn-
arfirði. Lengst af vann hann á
Heilsugæslustöð Kópavogs við
ungbarnaeftirlit og sem heim-
ilislæknir eða frá árunum 1966-
1998. Geir sinnti einnig trúnað-
arstörfum á ferli sínum, var
einn stofnenda Félags íslenskra
barnalækna og fyrsti formað-
urinn. Var í stjórn samninga-
nefndar skólalækna og í stjórn
Öldungadeildar Læknafélags
Íslands.
Útför Geirs H. Þorsteinsson-
ar fer fram frá Lindakirkju í
Kópavogi í dag, 21. janúar, kl.
13. Beint streymi verður frá at-
höfninni:
https://www.beint.is/streymi/geirth
Virkan hlekk á streymi má
nálgast á:
https://www.mbl.is/andat
1927, d. 27.4. 2016.
Giftist Sverri Inga
Axelssyni, f. 25.10.
1927, d. 8.11. 2020.
Þau eignuðust fjög-
ur börn.
Eftirlifandi eig-
inkona Geirs er El-
ísabet Kristinsdótt-
ir, f. 3. desember
1935. Sonur El-
ísabetar af fyrra
sambandi er Krist-
inn Pétursson, f. 20.7. 1956.
Eiginkona Kristins er Pála
Svanhildur Geirsdóttir. Geir og
Elísabet eignuðust fjögur börn
saman: Rósa Geirsdóttir, f. 24.5.
1961. Eiginmaður Rósu er Tóm-
as Gestsson. Eiga þau þrjú
börn; Elísabetu, Rakel og Geir.
Þorsteinn Geirsson, f. 24.7.
1963. Eiginkona Þorsteins er
Stefanía Guðmundsdóttir. Eiga
þau tvær dætur; Írisi Hrund og
Sóleyju. Gunnar Ellert Geirs-
son, f. 26.3. 1968. Eiginkona
Gunnars Ellerts er Sigurborg
Magnúsdóttir. Eiga þau sex
börn; Emil Örn, Birgittu Rós,
Stefaníu Ösp, Maríu Rós, Daníel
Örn og Perlu Dís. Auður Edda
Geirsdóttir, f. 21.8. 1973. Sonur
Auðar Eddu er Óskar Sigurgeir
Auðar.
Geir ólst upp í Reykjavík og
Elsku pabbi, nú ertu farinn frá
okkur. Við eigum eftir að sakna
þín. Það hefði verið gaman að
hafa þig svolítið lengur hjá okk-
ur. Óskar Sigurgeir, sigrandi
nafni þinn, saknar þín þegar.
Hann var miður sín að fá ekki að
sjá þig. Hann langaði að kyssa og
knúsa góða og sæta afa sinn og
óska honum gleðilegs nýs árs.
Ég á eftir að segja honum sög-
ur af þér. Þú varst sterkur kar-
akter og frá nógu er að segja. En
upp úr standa sumarbústaðaferð-
irnar og aðrar ferðir. Við gerðum
svo ótrúlega mikið saman bara
við tvö, þrátt fyrir aldursmuninn.
Eftirminnilegastar eru þessar
ferðir. Nokkra daga ganga í
Þjórsárverum, ferðin norður og
þegar við fengum einkaleiðsögn
um Drangey. Ógleymanlegt. Við
hlógum að Esjuferðinni okkar.
Ég rogaðist með þig 76 ára gaml-
an manninn upp á topp Esjunnar.
Þú hafðir aldrei farið á toppinn
en ætlaðir sko að komast. Ég
þurfti að ýta á rassinn á þér til að
koma þér upp klettana á toppinn.
Svakalega varstu ánægður. Þeg-
ar við fórum Helgafellið þegar þú
varst 83 ára stoppaði fólk okkur á
leiðinni og dáðist að kraftinum í
þér. Þú hélst þér alltaf í göngu-
formi og ert þú alger fyrirmynd
þar. Það var frábært að geta farið
með þér til Kanarí þegar Óskar
var ungbarn. Losuðum okkur við
veturinn í smástund.
Örkuðum í sólinni, þú orðinn
það fullorðinn að þú ýttir barna-
vagninum svo þú hefðir stuðning
í göngunni. Alveg sama þótt sjón-
in væri að fara þá arkaðir þú um
allt með okkur, marga kílómetra
á dag. Þú varst náttúrlega ansi
þrjóskur maður en þú komst líka
langt á þrjóskunni.
Við gengum í gegnum sára
hluti og oft fannst mér þú svo
leiðinlegur. En svo á móti þá
varstu líka oft eins og lítil barns-
sál. Þegar gleðin var þá varstu
svo svakalega glaður og
skemmtir þér svo vel að þú
minntir á fallega saklausa barns-
sál.
Sem betur fer poppa bara upp
góðu minningarnar þegar þú ert
farinn frá okkur. Minningarnar
eru svo margar og svo margar of-
boðslega góðar. Það sem mér
þykir vænst um eru samræður
okkar um heima og geima. Við
vorum svo lík að svo mörgu leyti.
Þú varst ennþá í heimspekilegum
pælingum um lífið og tilveruna.
Það er kannski bara hluti af okk-
ur mannfólkinu að velta fyrir
okkur hvað við erum eiginlega að
gera hérna í þessari tilvist. Þetta
fannst mér skemmtilegast við
þig. Við höfðum bæði áhuga á
guðfræði og sitja þessar pæling-
arnar okkar mér efst í minni. Við
ræddum oft hvað kæmi nú á eftir
lífið hér á jörð. Bæði trúðum við
því að ekki gæti lífið verið búið
eftir dauða þessa líkama. Við
værum eiginlega of berdreymin
og skyggn til að trúa ekki á eitt-
hvert framhald, það bara gat ekki
staðist að allt yrði búið. Þegar við
vorum í okkar lífsins hugrenning-
um þá endaðirðu oftast á að segja
setningu úr Hamlet:
„Það er fleira til á himni og
jörðu en heimspeki okkar dreym-
ir um.“
Núna óska ég þess að við höf-
um haft rétt fyrir okkur. Þú sért
hérna einhvers staðar með okkur
eða kannski á leiðinni í eitthvert
magnað ferðalag. Það væri frá-
bært. Góða ferð, elsku pabbi og
afi. Gleðilegt nýtt ár á nýjum
stað. Við minnumst þín og elsk-
um.
Auður Edda og Óskar
Sigurgeir.
Elsku pabbi.
Alla mína tíð hef ég litið upp til
þín og þótt mikið til þín koma
sem persónu, fagmanns, fræði-
manns og og fjölskylduföður.
Alla mína tíð hef ég búið að
hjartahreinu atlæti þínu, dugn-
aði, velvilja, hvatningu, vinskap,
heiðarleika og miklu trausti sem
á milli okkar ríkti.
Nú þegar okkar síðasta stund
er runnin upp geld ég ástina,
kærleikann og þakklætið með
tárum. Þessi stund rann upp
fimmtudagskvöldið 8. janúar sl.
Hún var um margt ein sú fal-
legasta og dýrmætasta sem við
höfum átt því ég fann og vissi að
þú heyrðir hvað ég hvíslaði í eyra
þér. Í fangi mínu slepptir þú tak-
inu á þessu tilverustigi og hélst á
móts við fólkið okkar á svo undur
friðsælan og fallegan hátt. Án
nokkurs hljóðs. Þessi undraverða
stund er greypt í huga minn og
hana mun ég geyma í hjarta mínu
sem veganesti fyrir mína för
sömu leið síðar.
Við náðum vel saman á mörg-
um sviðum og vörðum saman
mörgum gæðastundum, m.a. við
framkvæmdir sem við höfðum
báðir mikla ástríðu fyrir. Nú er
síðasti naglinn rekinn af bygg-
ingafélagi Gunnars Ellerts og
Geirs. Við Geirneglum kannski
þriðja bústaðinn saman í sumar-
landinu ef framkvæmdaleyfi
fæst!
Hin síðari ár hef ég lært að
skilja hvað mótaði þig sem per-
sónu og færði þér þetta einstaka
innsæi, auðmýkt og lítillæti. Þú
lifðir ótrúlega tíma. Þér var ekki
hugað líf við fæðingu og fékkst
berkla 1 árs gamall. Líkamlegt
og andlegt atgervi þitt hefur án
vafa gert þér kleift að snúa þig út
úr því á þinn einkennandi snagg-
aralega hátt. Sem ungur maður
horfðir þú á eftir fjórum systk-
inum sem berklarnir, Covid þess
tíma, lögðu að velli. Gunnar bróð-
ir þinn var þeirra á meðal. Ellert
Berg lést skömmu síðar af slys-
förum og var þér harmdauði.
Greinilegt var á tíðum frásögnum
þínum að hann var þér stoð og
stytta og fráfall hans markaði þig
fyrir lífstíð. Nöfn ykkar þriggja
bræðra ber ég stoltur sem Gunn-
ar Ellert Geirsson og mun von-
andi standa undir því með sæmd -
„ef guð lofar“ eins og þú sagðir
svo oft.
Þú stappaðir oft í mig stálinu
og varst mér hvatning í svo
mörgu sem hugmyndaríkum,
atorkusömum dreng með nettan
athyglisbrest gat dottið í hug. Á
leið til Danmerkur í tæknifræði-
nám laumaðir þú því að mér á
þinn einstaka hátt hversu gaman
það væri ef ég sneri heim aftur
sem verkfræðingur. Það var ekki
ætlunin mín þá, en varð raunin
því þú gafst mér markmið sem
mig langaði til að ná. Þú og
mamma studduð mig alla leið.
Okkur Sigurborgu, Emil Erni,
Birgittu Rós, Stefaníu Ösp, Mar-
íu Rós, Daníel Erni og Perlu Dís
varstu einstakur pabbi, tengda-
pabbi og afi Geir.
Takk fyrir allt sem þú varst
okkur, elsku pabbi minn.
Þinn sonur,
Gunnar Ellert Geirsson.
Þegar pabbi fæddist í þennan
heim var honum ekki hugað líf.
„Við fæðingu var ég settur í skó-
kassa, fékk svo berkla en ég
stend hér enn,“ var hann vanur
að segja með bros á vör. Að láta
gott af sér leiða, drenglyndi,
dugnaður og ósérhlífni voru hans
æðstu dyggðir og í raun þær eft-
irsóknarverðustu. Lágvaxinn og
snaggaralegur drengur sem vex
upp í eftirmála tveggja heims-
styrjalda og unglingsárin mótast
af hörmungum þess tíma. Pabbi
lagði svo sannarlega sín lóð á
vogarskálar til betra lífs og gerði
hann oft orð fyrrum forseta
Bandaríkjanna, John F. Kenn-
edy, að sínum: „Spurðu ekki hvað
land þitt getur gert fyrir þig,
spurðu hvað þú getur gert fyrir
land þitt.“ Þannig var pabbi trúr
sjálfum sér allt til enda og yfir því
er ég óendanlega stoltur. Spurn-
ingunni um af hverju hann hefði
ákveðið að gerast læknir var auð-
svarað:
„Ég ætlaði að verða garð-
yrkjumaður og kenna fólki að
rækta matjurtir en ákvað að fara
í læknisfræðina til að draga úr
barnadauða.“ Þetta hiklausa svar
hans er stórbrotið og var mjög
lýsandi fyrir pabba. Sem ung-
læknir við sjúkrahúsið í Nes-
kaupstað bar fundum foreldra
minna fyrst saman.
Mamma var þá ung einstæð
móðir sem misst hafði mann sinn
í sjóskaða og þarna mætast þau
og ákveða að styðja hvort annað í
lífsins ólgusjó. Æska pabba var
vörðuð dauðsföllum systkina
hans, nákominna ættingja og
vina. Berklarnir hlífðu engum á
þeim tíma og fóru sem eldur í
sinu um samfélagið, heilu fjöl-
skyldurnar sýktust og létust.
Ungur og efnilegur maður
veltir fyrir sér framtíð sinni og
þarna sá hann köllun sína ljóslif-
andi en hún var sú að hjálpa öðr-
um! Hin síðari ár fórum við feðg-
ar nokkrar ferðir í
Hólavallakirkjugarð við Suður-
götu til að heimsækja leiði for-
feðranna.
Pabbi og Ellert Berg bróðir
hans voru miklir mátar og varð
fráfall Ellerts Berg föður mínum
mikill harmdauði. Á kveðju-
stundu er mér það bæði ljúft og
skylt að segja að pabbi jafnaði sig
aldrei á því áfalli né því sem í
kjölfar þess atburðar fylgdi. Sagt
er að það sem bognað hafi geti
ekki orðið beint en þótt ungi mað-
urinn hafi bognað þá rétti hann
úr sér og skóp sína framtíð. Í
heimsfaraldri kórónuveirunnar
urðu gæða- og samverustundir
pabba með fólkinu sínu færri en
efni stóðu til.
Þegar fundarfært var tókst
andinn á flug og sem hann væri
guð frásagnarinnar fór hann með
himinskautum og glettnin skein
af andliti hans.
Kristilegt hugarfar og sú lífs-
sýn að öllum bæri skylda að
styðja við þá sem minni máttar
væru var honum í blóð borið.
Framfarir í vísindum voru hon-
um hugfangnar og studdi hann
mig dyggilega inn á þær brautir.
Með þessum orðum kveð ég
minn elskulega föður og þakka
honum fyrir lífið og fyrir allar
góðu gjafirnar sem hann færði
mér af svo miklum rausnarskap.
Þorsteinn Geirsson.
Lítil stelpa í ungbarnaskoðun
og þú læknirinn, þarna hittumst
við í fyrsta skiptið. Nokkrum ár-
um síðar, ég orðin ung kona í
matarboði hjá þér og Elsu á
Markarflötinni. Við sátum saman
við matarborðið, þú talaðir
tungum og oftar en ekki varð lat-
ína fyrir valinu. Mér fannst þetta
reyndar mjög sérstakt en vandist
þessu fljótt og fannst þú bráð-
skemmtilegur þar sem þú komst
með annan vinkil á hlutina.
Læknirinn varð síðan tengda-
faðir minn og við höfum fylgst að
í tæp 40 ár. Góður faðir barna
sinna með Elsu sér við hlið, fast-
ur fyrir og ég heppin að eiga vin-
áttu hans frá fyrsta degi.
Víðlesinn, fróðleiksfús og vitur
maður sem upplifað hafði tímana
tvenna og alltaf var gaman að
hlusta á leiftrandi frásagnir hans
sem oftar en ekki voru með sögu-
legum skírskotunum sem dýpk-
uðu frásögnina.
Á námsárunum í USA biðum
við litla fjölskyldan eftir heim-
sóknum þínum og ég minnist
þess hvað við gátum hlegið mikið
saman. Ferðir okkar í verslunar-
miðstöðvarnar í Mobile í Ala-
bama eru greiptar í minnið enda
þurftir þú að kaupa gjafir handa
öllu þínu fólki heima.
Ótal ferðir á hvítar strendur
við Mexíkóflóann og áhugi þinn á
að fylgja Steina eftir í leikjum og
á ferðalögum í háskólaboltanum.
Við urðum góðir vinir og bár-
um gagnkvæma virðingu fyrir
hvort öðru.
Barnabörnin komu í heiminn
og ef upp komu veikindi þá þurfti
bara eitt símtal og þú varst mætt-
ur til að hlúa að fólkinu þínu. Þú
varst góður afi.
Hálsakot var sumarbústaður-
inn þinn og landið sem hann
stendur á ber þess merki að þú
hafðir mikinn áhuga á að rækta
upp landið. Þú talaðir oft um að
þig hefði langað til að verða garð-
yrkjumaður ef þú hefðir ekki orð-
ið læknir.
Þú spurðir reglulega frétta af
fólkinu þínu, ekkert var þér mik-
ilvægara en að vita að fólkinu
þínu liði vel.
Kæri vinur minn, ég þakka þér
fyrir samfylgdina síðastliðin 40
ár. Minning þín mun lifa.
Þín tengdadóttir,
Stefanía Guðmundsdóttir.
Elsku besti afi.
Ég man tilfinninguna þegar ég
labbaði inn á Markarflöt, sá afa
koma og taka á móti okkur. Þá
hugsaði ég „einn, tveir og draga
að sér nægt súrefni“ því það
knúsaði enginn fastar og lengur
en afi.
Þegar maður eltist þá var tak-
markið að ná ömmu og afa í hæð.
Markmiðið var kannski ekki hátt,
en það var ákveðinn sigur að ná
þeim á unglingsárunum. Það var
svo ekki fyrr en afi eignaðist
langafabarnið sitt, Karen Fjólu,
sem hann fékk viðurnefnið „gír-
affi“ innan fjölskyldunnar. Hún
heyrði okkur segja „Geir afi“ sem
eðlilega var orðið „gíraffi“ í henn-
ar huga. Hæsta dýr í heimi … og
svo afi.
Ég minnist afa sem mikils og
kærleiksríks húmorista. Það var
alltaf stutt í húmorinn, brosið
hans alveg út að eyrum og hlát-
urinn svo smitandi.
Afi var duglegur og frábær
fyrirmynd fyrir okkur. Hann var
fróðleiksfús og það var alltaf
hægt að tala við hann um allt og
hann svaraði manni á allskonar
tungumálum. Ég man eftir spjalli
okkar pabba þar sem fram kom
að afi væri að gera sér ferðir í há-
skólann, þá hættur að vinna, bara
til að sitja fyrirlestra um það sem
væri að gerast innan læknastétt-
arinnar. Hann var alltaf að bæta
sig og uppfæra sína þekkingu.
Ótrúlegur. Í framhaldi af því
spjalli ræddum við um hvað það
væri mikil synd að öll hans þekk-
ing myndi fara með honum þegar
að hans degi kæmi. En það er
eitthvert brot af honum í okkur
öllum afkomendum hans sem ylja
hjartanu við kveðjustundir.
Svo góður og örlátur maður að
kveðja okkur og svo góðar minn-
ingar sem við eigum saman sem
hann sá oft um að festa á filmu.
Enda oftast með myndavélina
sína uppi við.
Ég skal taka við knús- og
myndavéladeildinni. Knúsa fólkið
þitt þétt og halda utan um minn-
ingarnar okkar saman með ljós-
myndum.
Takk fyrir samveruna, elsku
besti afi. Þín verður saknað og
minnst með bros á vör.
Þín afastelpa,
Íris Hrund Þorsteinsdóttir.
Elsku Geir afi.
Það eru margar góðar minn-
ingar sem koma upp þegar ég
minnist þín. Þú varst góður,
hjartahlýr, hjálpsamur og
skemmtilegur viskubrunnur.
Mér fannst þú vita allt, kunna öll
tungumál og þegar við töluðum
saman komu oftast einhverjar
slettur hjá þér úr latínu, þýsku,
ensku eða öðrum tungumálum.
Þú varst ekki hár í loftinu en
sterkur varstu. Þú gafst alltaf
föstustu knúsin þegar við hitt-
umst. Ég ylja mér við allar góðu
og skemmtilegu minningarnar
frá Markarflötinni og Strandveg-
inum sem við áttum saman.
Þú varst góður afi og langafi.
Sóley Þorsteinsdóttir.
Elskulegur afi okkar er fallinn
frá. Við kveðjum hann með miklu
þakklæti og rifjum upp þær ótal-
mörgu stundir sem við áttum
með honum.
Afi var mikill heiðursmaður og
litum við alla tíð mikið upp til
hans. Hann var mikill fjölskyldu-
maður, barngóður, hjálpsamur
og hafði einlægan áhuga á fólkinu
í kringum sig.
Við systkinin eyddum miklum
tíma með afa og ömmu. Við vor-
um tíðir gestir á Markarflötinni
en þar nutum við okkar svo sann-
arlega og áttum dýrmætar
stundir í fjölskylduboðum, í garð-
inum að tína gulrætur og jarð-
arber eða að ræða heimsins mál
við afa við eldhúsborðið á meðan
við borðuðum vöfflur sem amma
hafði bakað.
Afi var mikill náttúruunnandi
og hafði græna fingur. Honum
þótti gaman að rækta grænmeti
og blóm í garðinum heima, kart-
öflur í kartöflugarðinum í Kópa-
voginum og tré og gróður uppi í
Hálsakoti þar sem hann hafði
gaman af að nostra við umhverfið
og bústaðinn. Við fengum svo
sannarlega að njóta með honum
og læra margt.
Afi hafði einnig gaman af því
að ferðast. Við minnumst þess
þegar þau amma komu að heim-
sækja okkur til Danmerkur, þeg-
ar við fórum allar ferðirnar aust-
ur í Dagsbrún og öll þau skipti
sem við spókuðum okkur um er-
lendis.
Það sem afi vissi var að allar
stundirnar sem hann átti með
fólkinu sínu væru dýrmætar og
því festi hann margar þeirra á
filmu. Skilur hann nú eftir sig
Geir Hannes
Þorsteinsson
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár