Morgunblaðið - 21.01.2021, Síða 49
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021
✝ Helgi Svein-björnsson
fæddist 29. desem-
ber 1947 í Reykja-
vík. Hann lést 9.
janúar 2021 á Heil-
brigðisstofnun
Suðurnesja. For-
eldrar hans voru
Sveinbjörn Sædal
Gíslason, f. 17. des-
ember 1926, d. 27.
júlí 2013, og Karól-
ína Aðalsteinsdóttir, f. 9. júní
1927, d. 26. júlí 2006. Systkini
Helga eru Ragna Sveinbjörns-
dóttir, Edda Sveinbjörnsdóttir
og Valur Sveinbjörnsson.
Helgi var giftur Helgu Guð-
rúnu Þorbergsdóttur árin
1970-1977 og eignuðust þau 3
syni. Þeir eru: Sveinbjörn, f.
26. maí 1970, kvæntur Riina El-
isabet Kaunio og börn þeirra
eru Katri Elísabet, f. 8. október
2005, Mikko Mathías, f. 2. októ-
Ósk Hjaltadóttir. Helgi var
kvæntur Carmelitu Mayubay
árin 2000-2005.
Helgi ólst upp á Seltjarn-
arnesi í Reykjavík. Hann byrj-
aði ungur að vinna og vann
ýmis störf. Vann á fraktflutn-
ingaskipum frá 12 ára aldri.
Helgi vann einnig sem strætó-
bílstjóri um tíma ásamt því að
vinna fyrir hljómsveitir eins og
Hljóma og Hauka. Um tíma átti
hann vinnufatahreinsun í
Reykjavík. Árið 1981 flutti
hann í Garðinn og byrjaði að
vinna hjá Íslenskum að-
alverktökum á smurstöðinni og
var einnig mikið að gera upp
og selja bíla á þeim tíma. Helgi
flutti til Keflavíkur árið 1987
og nokkrum árum seinna
keyptu hann og Ástríður sam-
býliskona hans Þvottahöllina,
sem hann átti og stjórnaði til
dánardags.
Útför Helga fer fram í dag,
21. janúar 2021, í Keflavík-
urkirkju kl. 13. Streymt verður
frá útförinni (stytt streymi):
https://tinyurl.com/y2bqu5dd
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
ber 2009. Þorberg-
ur Grétar, f. 18.
september 1971,
kvæntur Önnu
Bryndísi Ósk-
arsdóttur. Sæþór,
f. 3. maí 1975,
barnsmóðir Kristín
Maríanna Haf-
steinsdóttir og son-
ur þeirra er Helgi
Fannar, f. 8. sept-
ember 1990. Helgi
kynntist Ástríði Sigþórsdóttur
árið 1976 og voru þau í sambúð
til ársins 1997. Þau eignuðust 4
börn. Þau eru Sólveig Harpa, f.
15. febrúar 1977, barnsfaðir
Andri Páll Jónsson og börn
þeirra: Gabríel Snær, f. 18. jan-
úar 2001 og Lena Natalía, f. 13.
september 2006. Skúli, f. 21.
desember 1982. Ástþór, f. 23.
október 1988, d. 18. febrúar
1989 og Andri, f. 23. október
1991, sambýliskona Kristjana
Elsku pabbi, ég hélt svo inni-
lega að við ættum nokkur ár
eftir saman. Það eru svo marg-
ar minningar sem við áttum
saman. Ferðir okkar á bílasölur
og ég kunni allar bílategundir
svo lítil og allir bílar sem þú átt-
ir voru „bíli mína, pabba mína“,
þú sagðir mér þetta svo oft. Ég
var mikil pabbastelpa.
Allar ferðirnar í Húsafell þar
sem við spiluðum t.d. fimm upp
og þú elskaðir að stríða mér því
ég var svo tapsár. Kofinn sem
þú byggðir handa mér í Garð-
inum. Trillan sem þú keyptir í
Garðinum sem þú skírðir
Hörpu, það var svo gaman að
fara út á sjó með þér. Þegar þú
og mamma keyptuð Birkiteiginn
í Keflavík þá fannst mér við
vera að flytja í höll, þar voru
margar góðar stundir. Þú áttir
svo marga vini og það var enda-
laus gestagangur heima hjá
okkur, sérstaklega í skúrnum
þar sem þú elskaðir að gera upp
bíla. En svo áttum við líka
marga erfiða tíma þar, elsku
pabbi, þegar Ástþór bróðir dó
fór margt niður á við.
Er þakklát fyrir að hafa verið
hjá þér seinasta daginn þinn í
þessu litríka lífi þínu og sagt
þér að ég elska þig. Mig langar
líka að segja: pabbi, takk fyrir
að gefa mér alla þessa ynd-
islegu bræður mína, þitt ríki-
dæmi sem þú kallaðir okkur og
varst svo stoltur af. Takk fyrir
að segja mér að ég væri góð
systir. Takk fyrir að ég gat allt-
af leitað til þín þegar eitthvað
bjátaði á og við gátum rætt
hlutina og þú sagðir alltaf við
reddum þessu, það er ekkert
sem við getum ekki lagað.
Takk fyrir að vera svona góð-
ur við vini okkar systkina. Takk
fyrir að gefa okkur þennan tón-
listaráhuga, ég kann flest lög
með Bob Marley og Rolling Sto-
nes o.fl. vegna þín. Lena afa-
stelpa elskaði líka að rúnta með
þér í fornbílunum og hlusta á
þessa gömlu tónlist. Takk fyrir
að segja mér að ég væri góð
mamma og hvað þú værir stolt-
ur af mér og börnunum mínum,
þú átt stóran þátt í því og
mögulega hefur Gabríel minn
ekki bara þessa stríðni frá
pabba sínum heldur þér líka.
Sagðir alltaf við Gabríel flott-
asti strákurinn í bænum og við
bræður mína við erum flottastir
þegar þið náðuð að leysa ein-
hver mál.
Elsku pabbi minn – þú varst
erfiður kall og sagðir stundum
hluti sem þú hefðir mátt sleppa
en við gátum fyrirgefið hvort
öðru fyrir alla okkar bresti og
talað saman um allt og fyrir það
er ég mjög þakklát. Takk líka
fyrir að kenna mér hvernig
maður á ekki að vera. Takk fyr-
ir stuðninginn í sálfræðináminu
mínu, þú sagðir svo oft að ég
hefði þessa sálfræði í mér
vegna þín og ég veit að þú hef-
ur hjálpað mörgum og það var
gott að tala við þig á erfiðum
stundum. Þú varst með stórt
hjarta og hjálpaðir mörgum
með þinni góðmennsku. Ég
gæti skrifað heila bók um þig
og þitt líf.
Og umfram allt, pabbi minn,
takk fyrir að innprenta í okkur
systkinin … Við höldum alltaf
áfram að berjast, við gefumst
aldrei upp.
Ég skal passa strákana þína
fyrir þig, við Lena og Skúli
hugsum vel um Lady þína.
Við erum flottust, pabbi.
Elska þig og mun ávallt sakna
þín.
Guð gefi mér æðruleysi til
að sætta mig við það sem ég fæ
ekki breytt, kjark til að breyta
því sem ég get breytt og vit til
að greina þar á milli.
Harpa.
Elsku bróðir minn. Nú er
þjáningum þínum lokið eftir
löng og ströng veikindi. Ég sit
hér og hugsa til þín. Þú varst
alltaf kletturinn í lífi mínu þeg-
ar ég var barn. Þú passaðir
alltaf upp á litlu systur þína.
Við áttum margar skemmtileg-
ar minningar eins og þegar við
byggðum saman snjóhús fyrir
utan garðinn við húsið okkar
og lögreglan keyrði fram hjá
og ég fór að hágráta því að ég
var svo hrædd. En þú passaðir
mig. Ég man líka eftir því þeg-
ar við Ragna fengum dúkku-
vagna að gjöf og þú spurðir
mig hvort þú mættir fá dekkin
undan mínum því þú værir að
búa til kassabíl og í staðinn
myndir þú taka mig í salíbunu.
Ég hélt það nú en mamma og
pabbi voru ekki ánægð með
þetta uppátæki og fékkstu
skammir fyrir. En salíbunan
var skemmtileg.
Enginn var mér eins og góð-
ur og þú þegar ég missti fyrsta
barnið mitt. Þú varst alltaf mín
stoð og stytta. Þú áttir svo
stórt hjarta og gafst svo mikið,
bæði til góðgerðarmála og til
þinna nánustu. Við Guðni feng-
um að búa hjá þér í sex mánuði
árið 2006 á meðan við biðum
eftir húsinu okkar. Mér leið
alltaf eins og heima á meðan
við bjuggum hjá þér. Svo
tókstu Rocky okkar að þér
þegar við gátum ekki haft hann
lengur og voruð þið alltaf
mestu mátar. Þér var alltaf
mjög annt um alla og vildir að
öllum liði vel en ég vildi að þér
hefði verið jafn annt um sjálfan
þig.
Nú farið þið Rocky saman til
sumarlandsins, báðir hressir og
kátir eins og í gamla daga.
Elsku Helgi minn, takk fyrir að
hafa verið til.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt,
hafðu þar sess og sæti,
signaður Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Þín
Edda.
Það er margs að minnast
þegar einhver sem manni er
kær fellur frá.
Helgi var góður maður sem
fór í gegnum lífið á hnefanum
og eljusemi. Hann barðist við
fíkn og bakkus og hafði betur.
Hann hjálpaði mörgum sem
voru í sömu sporum að finna
beinu brautina.
Við ólumst upp á Nesinu.
Helgi var mikill dýravinur. Við
áttum labrador-hund sem hét
Grettir og var hann mjög vitur.
Þegar Helgi var fjögurra ára
ætlaði hann einn upp í strætó
en Grettir beit í buxurnar hans
og togaði hann til baka. Einu
sinni var hann með saum í vör-
inni eftir að hafa meitt sig en
Grettir tók sauminn úr honum.
Við áttum einnig Kóp sem var
fjörugur hvolpur og elti Helga
um allt. Helgi var kallaður
Helgi hundó vegna þess hvað
hann var mikill hundavinur.
Þetta hefði verið kallað einelti í
dag en þá var það orð ekki til.
Helgi var umhyggjusamur
við okkur systkinin en hann gat
líka verið mjög stjórnsamur. Á
unglingsárunum vildi hann ráða
hverja maður umgekkst. En
hann vildi bara vel. Helgi borg-
aði okkur systrunum fyrir að
þvo nælonskyrturnar sínar og
bursta skóna þegar hann fór á
djammið.
Helgi vann alltaf mikið. Hann
var aðeins fimmtán ára þegar
hann byrjaði sem messagutti á
Gullfossi.
Helgi átti og rak Þvottahöll-
ina í Reykjanesbæ og gekk vel
en auðvitað setti Covid stórt
strik í reksturinn hjá honum
eins og fleiri fyrirtækjum. Hann
var heppinn að hafa gott starfs-
fólk í vinnu hjá sér og var Car-
men honum sérlega góð að sjá
um fyrirtækið í veikindum hans.
Helgi hafði alla tíð mikla bíla-
dellu og átti hann nokkra glæsi-
lega fornbíla, sem hann sýndi á
ljósanótt og bauð afabörnunum
og ömmubörnunum mínum með
á rúntinn og það fannst þeim
ekki leiðinlegt að fá að fara í
flottu bílana hans Helga
frænda, sér í lagi blæjubílinn og
var blæjan sett niður ef veður
leyfði. Hann hefði mátt vera
virkari með þessum bíladellu-
körlum en hann var, en kannski
leyfði heilsan það ekki. Ég sagði
honum að fá sér tölvu svo hann
gæti fylgst betur með og skoðað
þar flotta fornbíla en hann var
af gamla skólanum og ekki hrif-
inn af tölvum. Ég var mjög
ánægð þegar hann fór með Sæ-
þóri syni sínum til Ameríku að
skoða fornbíla fyrir nokkrum
árum. Þetta var þvílík upplifun
fyrir hann, bæði að sjá alla
fornbílana þar og monta sig af
sínum bílum. Helgi bað stund-
um Kalla og Dodda að laga og
bóna fyrir sig bílana, þeim þótti
það sko ekki leiðinlegt.
Helgi var mikill matmaður og
kunni að meta góðan mat. Við
systkinin borðuðum oft saman
og þá var eldaður hryggur og
læri og stundum saltfiskur og
skata. Við borðuðum heima hjá
honum og var mikið spjallað og
hlegið. Ég eldaði fyrir hann sl.
tvö ár því hann vildi ekki fá
heimsendan mat. Sagði að mat-
urinn hennar Rögnu systur
væri bestur. Hann vildi hafa
sósuna þykka og nóg af henni.
Hann vildi helst fá kjötbollur,
snitsel, kótilettur og góðan ís-
lenskan mat. Elsku Helgi, þú
varst alltaf þakklátur fyrir mat-
inn sem ég kom með og ég
sakna þess.
Ég bið góðan Guð að geyma
þig og hugga og styrkja börnin
þín og fjölskyldu.
Ragna systir.
Frábær karakter og eðal
gæji er farinn frá okkur. Helgi
Sveinbjörnsson. Mig langar að
minnast þín með nokkrum orð-
um, og segja það sem ég aldrei
fékk sagt við þig, þú hafðir
nefnilega mikil áhrif á mitt líf
og það hver ég er í dag. Þú
kenndir mér svo margt um lífið
sjálft bæði beint og óbeint, og
þú gafst mér eitt það dýrmæt-
asta sem ég á, mína allra bestu
og kæru vinkonu hana Hörpu.
Ég kom inn á heimilið ykkar
fyrst þegar ég var 12 ára, ég
minnist þess ætíð hversu vel
var tekið á móti mér, og hversu
skemmtilegt mér fannst að vera
á heimilinu ykkar á Birkiteign-
um, ég minnist líka ferðarnar
upp í Húsafell þar sem við vor-
um í hjólhýsinu ykkar. Það var
svo mikið líf og fjör, og þú varst
svo fyndinn og stríðin, heimilið
ykkar bar líka oft preg af al-
vöruleikum lífsins, í því var
mikill lærdómur sem kom sér
oft vel í framhaldinu á mínu lífi
og mótaði mig á margan hátt.
Ég minnist þess hvernig þú
ávalt talaðir mig og Hörpu upp,
kallaðir okkur t.d „aðal gellurn-
ar í Kef“. Við ræddum oft sam-
an um lífið og tilveruna, ég var
ekki alltaf sammála þér en þú
varst alltaf hreinskilin og op-
inskár og þú hlustaðir. Þú sást
mig og þú passaðir jafn mikið
uppá mig eins og Hörpu og
bræður hennar, þú hafðir alla-
vega þann eiginleika að láta
mér finnast það. Þú og pabbi
minn voru góðir vinir og veit ég
að þið rædduð oft um okkur,
bæði með áhyggjum og stolti.
Það var heima hjá ykkur sem
ég kynntist mörgum af mínum
uppáhalds tónlistarmönnum og
uppáhalds tónlist, og það eru
nokkur lög sem ég tengi beint
við þig. Ég mun líka alltaf
tengja við þig þegar ég sé flotta
ameríska gamlar eðalkerrur,
einsog Cadillac. Það er reyndar
svo margt sem birtist upp í
huga mér þegar ég minnist þín.
Ég hitti þig alltof sjaldan síð-
ustu árin, en talaði við þig í
síma heillengi í fyrra sumar, ég
mun ætíð vera þakklát fyrir það
símtal, og ég mun ætíð vera
þakklát fyrir það að hafa fengið
að vera til staðar á þínum síð-
asta sólahring. Ég kveð þig nú
með eitt á hreinu, ég mun alltaf
passa hana Hörpu, hún er vinur
í raun og ég veit að það er mik-
ið þér að þakka, hvernig hún er
sem vinur, dóttir, móðir, systir
og meðmanneskja.
Þú skildir víða eftir þig spor,
og þú munt lifa áfram í hjörtum
margra. Á tímum Covid mun ég
ætið vera þakklát fyrir að fá að
fylgja þér þinn síðasta spöl í
þessu lífi. Ég mun gera það
stolt yfir að hafa þekkt þig.
Takk fyrir allt. Að sinni.
Bless bless.
Svava Sandra Björnsdóttir.
Helgi
Sveinbjörnsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu, hlýhug og stuðning við
andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns,
föður, sonar, bróður, barnabarns og
frænda,
VALGEIRS ÞÓRS ÓLASONAR,
sem lést á heimili sínu sunnudaginn 27. desember. Þeim sem
vilja minnast hans er bent á söfnunarreikning fyrir eiginkonu
hans og þrjú ung börn þeirra: 0123-05-001155, kt.:
141057-4649.
Kristný María Hilmarsdóttir
Hilmar Óli Valgeirsson
Emilía Mist Valgeirsdóttir
Logi Þór Valgeirsson
Óli J. Kristjánsson Jóhanna Jónasdóttir
Jónas Pétur Ólason Melissa Auðardóttir
Baldur Freyr Ólason Heba María Ægisdóttir
Helga Sif Óladóttir Sverrir Pétursson
fjölskylda og aðrir ástvinir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
KOLBRÚN SIGRÍÐUR
HILMARSDÓTTIR,
Hringbraut 71,
Reykjavík,
sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans
föstudaginn 1. janúar, verður jarðsungin frá
Seltjarnarneskirkju föstudaginn 22. janúar klukkan 15.
Streymt verður frá jarðarförinni á Facebókarsíðu
Seltjarnarneskirkju.
Árný Sigríður Daníelsdóttir Hörður Harðarson
Brynja Daníelsdóttir
Daníel Sigurður Eðvaldsson Tómas Atli Harðarson
Darri Harðarson Orri Harðarson
Árný Helga Daníelsdóttir
og systkini hinnar látnu
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir,
stjúpfaðir og afi,
GÍSLI PÁLSSON,
Sjávargrund 8a, Garðabæ,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
laugardaginn 9. janúar. Útförin fer fram frá
Lindakirkju föstudaginn 22. janúar klukkan 15.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða einungis nánustu
aðstandendur viðstaddir. Athöfninni verður streymt á
www.lindakirkja.is/utfarir.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans
er bent á Ljósið, kt. 590406-0740, reikningur 0130-26-410520
og Minningarsjóð Heru, líknarþjónustu, kt. 640394-4479,
reikningur 0513-26-22228.
Dagný Björk Pétursdóttir
Soffía Stefánsdóttir
Ólivía Gísladóttir
Páll Gíslason
Fríða Sædís Gísladóttir
Anný Rós Ævarsdóttir
Andri Pétur Dalmar Dagnýjarson
Andri, Sunna, Emilía, Jenný og Gabríel
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug við andlát og
útför okkar ástkæra eiginmanns, föður,
tengdaföður og afa,
ÞORSTEINS HELGA JÓHANNESSONAR
vélvirkja,
Ferjuvaði 11, Reykjavík,
áður búsettur í Borgarnesi.
Svanlaug Vilhjálmsdóttir
Vilhjálmur Þorsteinsson Olga Hafsteinsdóttir
Jenný Vigdís Þorsteinsdóttir Gísli Fannar Gylfason
og barnabörn