Morgunblaðið - 21.01.2021, Síða 50

Morgunblaðið - 21.01.2021, Síða 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021 ✝ Katrín SigríðurKáradóttir fæddist þann 30. júní 1941 í Reykja- vík. Hún andaðist þann 20. desember 2020. Foreldrar hennar voru Kári Ísleifur Ingvarsson, f. 8.3. 1915, og Mar- grét Stefánsdóttir, f. 13.8. 1912. Systk- ini Katrínar: Stefán Arnar, f. 30.6. 1944, kvæntur Stefaníu Björk Karlsdóttur, f. 21.8. 1940, og Anna, f. 19.10. 1950, gift Karsten Iversen 11.7. 1948. Katrín ólst upp hjá foreldrum sínum fyrst í Miðstræti og síðan í Heiðargerði. Þann 4. júlí 1959 giftist Katrín Ölveri Skúlasyni, f. 3. ágúst 1940, syni hjónanna Skúla Sigurðssonar, f. 11.1. 1898, og Svanlaugar Ein- arsdóttur, f. 25.12. 1908. Katrín og Ölver eignuðust 3 börn. Þau eru: 1) Kári Magnús, f. 1959, kvæntur Margréti Karlsdóttur, f. 3) Erla Dagbjört, f. 1972, gift Guðmundi Pálssyni, f. 1980. Börn: a) Katrín Ösp Eyberg Rún- arsdóttir, unnusti Ólafur Ólafs- son. Barn þeirra er Írena Eyberg Ólafsdóttir. b) Ynja Mörk Þórs- dóttir. c) Askja Ísabel Þórsdóttir. d) Sölvi Páll Guðmundsson. Katrín og Ölver hófu búskap í Kópavogi en árið 1975 lá leið þeirra til Grindavíkur þar sem þau ólu upp börn sín og bjuggu þar til ævintýramennskan flutti þau árið 2014 til Hirtshals í Dan- mörku, en áður áttu þau sumar- hús þar í landi. Katrín og Ölver unnu náttúru Íslands og áttu þau sumarhús við Markaskarð í Hvolhreppi þar sem þau vörðu öllum sínum frítíma í að rækta tré og grænmeti. Þau ferðuðust mikið um landið á hestum og í húsbílnum sínum. Á meðan Öl- ver stundaði nám við Stýri- mannaskólann prjónaði Katrín eina lopapeysu á dag og seldi til að hafa ofan í þau og á. Seinna hóf Katrín störf hjá Hópsnes H/F sem fiskvinnslukona þangað til hún hætti í vinnu vegna hjartasjúkdóms. Katrín prjónaði, saumaði og gerði hluti í keramik og postulín. Útför Katrínar fer fram frá Grindavíkurkirkju þann 21. jan- úar kl. 14. Jarðsett verður í Grindavíkurkirkjugarði. 1962. Börn: a) Birg- itta Hrund Kára- dóttir, gift Scott Ramsay. Börn þeirra eru i) Sverrir Týr Sigurðsson ii) Calvin Kári Ramsay iii) Rebecca Ann Ramsay og iv) Freyja Mekkín Ramsay. b) Elka Mist Káradóttir, unnusti Kjartan Sölvi Auðunsson. Börn þeirra eru: a) Ísold Kara Kjart- ansdóttir, b) Auðunn Darri Kjartansson. 2) Svandís Þóra, f. 1962, gift Konráði Árnassyni, f. 1960. Börn: a) Ingvar Ölver Sigurðs- son. b) Davíð Örn Sigurðsson, sambýliskona Regína Valsdóttir. Börn þeirra eru: i) Emilía Dís Davíðsdóttir ii) Þórunn Arna Davíðsdóttir. iii) Birkir Valur Davíðsson c) Lilja Rós Sigurð- ardóttir. Barn hennar er: Sæ- mundur Kristinn Rúnarsson. d) Árni Jón Konráðsson. e) Sigríður Erla Konráðsdóttir. Mamma, þú varst kletturinn minn ég finn það svo vel núna þegar þú ert ekki hér lengur. Ég á svo margar góðar minn- ingar að ylja mér við og svo margt handverk sem þú hefur gefið mér og stelpunum mínum. Allar ferðirnar sem við höfum farið í saman á Íslandi keyrandi og ríðandi. Við brölluðum mikið saman því oft vorum við bara tvær, pabbi á sjó og systkini mín löngu flutt að heiman. Ég byrjaði að vinna mína fyrstu vinnu með þér að salta síld ekki mikið eldri en 7 ára og lapp- irnar á mér voru það eina sem stóð upp úr tunnunni stundum. Við unnum líka saman við að skera af netum, þetta voru skemmtilegir tímar. Ég man þegar þú varst að vinna í Hóp- snesi, ég var ekki gömul og ég vildi ekki vera ein heima, þú varst fljót að redda því, tókst appelsínugula sjónvarpið undir höndina og mig með í vinnuna. Þar gat ég setið og horft á Hús- ið á sléttunni, þú gerðir allt til að láta mér líða vel, held ég hafi verið orðin 16 ára þegar ég hætti að sofa við hliðina á þér þegar pabbi var ekki heima. Ef hann var of lengi heima að mínu mati, var ég gjörn á að spyrja hann, hvort hann væri nú ekki að fara á sjó aftur svo ég gæti fengið rúmið hans. Dætur mín- ar duttu í lukkupottinn með þig sem ömmu því betri ömmu var einfaldlega ekki hægt að óska sér, þú varst sem önnur mamma fyrir hana Katrínu mína. Þú lést hana lesa og læra því ég var allt of mikið í vinnu, hún var heppin með þig elsku mamma mín, þið voruð miklar vinkonur Köturnar. Ynja og Askja voru með annan fótinn hjá þér og pabba þú gerðir allt fyrir þær. Sölvi kominn inn í líf ykkar fyrir 12 árum, í honum eignuðust þið extra afa- og ömmustrák. Þið fluttuð til Dan- merkur 2014, ég hélt þið væruð gengin af göflunum að flytja út á þessum aldri. Það var gott að fá ykkur og geta verið meira saman og það vorum við sann- arlega, eyddum mörgum tímum saman i „dejlige Danmark“ stelpurnar gátu gengið til ykkar eftir skóla og fengið heimatilbú- inn mat sem þær elskuðu. Ferð- irnar, Tenerife með skutlunum í Grindavík og til Kanarí kortér í Covid, fólk hélt að við værum ruglaðar, en okkur datt ekki í hug að hætta við. Við áttum yndislegan tíma þarna saman bara ég og þú. Ég mun geyma þessa ferð í hjarta mínu að ei- lífu. Nú erum við í okkar síð- ustu ferð saman, ég var búin að ákveða að koma til Íslands og heimsækja litlu Írenu okkar, sem var þér svo kær, það leið ekki sá dagur að þú talaðir ekki um hana og segðist sakna henn- ar svo. Þig langaði svo með mér og Mumma heim til hennar en ég sagði að það væri ekki hægt þú værir of veik til að koma með en þú fékkst þinn vilja mamma, þú ert með mér á leið- inni heim til pabba. Í haust varðstu veik og hrædd og þér leið svo illa. Það var erfitt að horfa á þig kveljast og geta ekkert gert fyrir þig. Þann 20. desember losnaðirðu frá hræðslu og hófst ferðalagið til pabba sem ég veit að beið þín og tók á móti þér opnum örm- um. Mamma, nú ertu ekki hrædd lengur og ég veit að þú getur dregið djúpt andann, þú ert frjáls. Með þökk í hjarta segi ég takk fyrir mig. Bless í bili elsku mamma mín. Þín Erla. Þá er komið að því að kveðja þig, elsku amma mín. Það er erfitt að komast ekki til Íslands til að fylgja þér síðasta spölinn, en ég er þakklát fyrir að hafa kvatt þig hérna úti. Síðasti spölurinn var erfiður og tók á okkur öll að sjá þig í óþægindum og ólíka sjálfri þér en ég á nóg af góðum minn- ingum til að minnast þín eins og þú varst. Svo hlý og mjúk amma. Bæði á Mánagötunni og Skipastígnum og svo hérna úti í Danmörku, það var alltaf gott að koma í heimsókn og fá ömmuknús. Ég veit að þú saknaðir afa Ölla alveg afskaplega mikið og það huggar mig meira en orð fá lýst að hugsa til ykkar saman aftur. Hvíldu í friði elsku amma Kata mín. Við Sæmi munum sakna þín. Ég kveð þig með heitu hjarta. Minn hugur klökkur er. Ég veit að leið þín liggur svo langt í burtu frá mér. Mér ljómar ljós í hjarta, sem lýsir harmaský, þá lífsins kyndla kveikti þín kynning björt og hlý. Og þegar vorið vermir og vekur blómin sín. Í hjartans helgilundum þá hlær mér minning þín. (Jón Þórðarson) En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Lilja Rós og Sæmundur Kristinn. Ég vil hér minnast systur minnar, Katrínar Sigríðar Káradóttur, er andaðist 20. des- ember 2020 á Sjúkrahúsinu í Hjørring í Danmörku. Foreldr- ar hennar voru Kári Ísleifur Ingvarsson, f. 8.3. 1915, d. 25.8. 2009 og Margrét Stefánsdóttir, f. 13.8. 1912, d. 26.4. 1993. Katrín Sigríður eða Sigga eins og við fjölskyldan nefndum hana fæddist í Reykjavík 30.6. 1940 og ólst þar upp, fyrst á Vífilsgötu í Norðurmýri en síð- an í Miðstræti 8A. Ég fæddist á þriggja ára af- mælisdegi Siggu og var hún sannfærð um að hún hefði feng- ið mig í afmælisgjöf enda pass- aði hún mig af bestu getu. Við gengum í Miðbæjarskólann á meðan við bjuggum í Miðstræti. Seinna byggðu foreldrar okkar einbýlishús í Heiðargerði 44 og þá fluttist skólagangan í Laug- arnesskólann. Á þessum tíma var langur vegur í skólann og þurftum við stundum að ganga langa leið í skólann á veturna. Í Heiðargerðinu leið okkur vel og eignuðumst við þar marga góða vini. Á sumrin fórum við Sigga í sveit í Markaskarði í Hvol- hreppi en þar hafði pabbi alist upp frá 12 ára aldri hjá Guð- rúnu systur sinni og manni hennar Þorsteini Runólfssyni. Það var notalegt að hafa stóru systur með sér í sveitinni og á sunnudögum fórum við gjarnan í langa útreiðartúra en jafn- framt var mjög gott berjaland í næsta nágrenni. Þann 4. júlí 1959 giftust Sigga og Ölver Skúlason, f. 3.8. 1940, sonur hjónanna Skúla Sig- urðssonar og Svanlaugar Ein- arsdóttur. Ölver og Sigga eign- uðust 3 börn, þau eru: Kári Magnús, Svandís Þóra, og Erla Dagbjört. Ungu hjónin eignuð- ust íbúð í Holtagerði í Kópa- vogi, en árið 1975 lá leið þeirra til Grindavíkur þar sem þau keyptu stórt einbýlishús á Mánagötunni. Ölver stundaði sjómennsku frá Grindavík mest- allan sinn starfstíma. Í Grinda- vík héldu Sigga og Ölver hesta og jafnframt byggðu þau sér lít- inn sumarbústað í Markaskarði. Það var oft kátt á hjalla í Grindavík og minnist ég veg- legra veisluhalda um jólin. Ölver greindist með krabba- mein 2008 sem hann barðist við af miklu hugrekki. Árið 2014 fluttu þau hjónin til Hirtshals í Danmörku, nálægt þeim stað þar sem dætur þeirra bjuggu, en áður áttu þau sumarhús á þeim slóðum. Ölver andaðist 15. júní 2018. Nú tóku við erfiðir tímar en með góðum stuðningi barna sinna tókst Siggu að finna hentugt húsnæði. Sigga hafði staðið sterk við hlið Ölvers í veikindunum en nú fór heilsu hennar að hraka og barðist hún við erfiðan lungna- sjúkdóm. Sigga hafði rétt ný- lega fengið skjól á hjúkrunar- heimili þegar heilsan gaf sig. Sigga lést í faðmi fjölskyldunn- ar á Sjúkrahúsinu í Hjørring sunnudaginn 20. desember 2020. Kæra systir, við söknum þín en við vitum að það var tekið vel á móti þér. Guð blessi minningu þína. Stefán, Stefanía og Sveinn. Sigga systir hefur fengið hvíldina. Hún var eins og önnur mamma þegar við vorum að alast upp í Smáíbúðahverfinu, alltaf að passa að ég nyti alls þess besta. Sjálf var hún skap- andi, hugmyndarík, ráðagóð, elskuleg og kát. Krakkarnir í götunni leituðu til hennar til að leysa ágreining, hún var snögg svo enginn missti andlitið. Hún var í sveit hjá föðursystur pabba, Guðrúnu, og Þorsteini manni hennar, sem við kölluð- um ömmu og afa, og naut góðs atlætis. Í sveitinni saumaði hún krosssaum í kartöflupoka (í stað striga), munstrið og tveir hirtir, ullargarnið sem hún notaði, var til að stoppa í sokka og ekki til í mörgum litum svo myndin var sérstök. Mamma hélt mikið upp á hana og lét innramma mynd- ina og hékk hún alltaf í stof- unni. Í kringum Siggu var mik- ið líf og fjör, hún tjúttaði á stofugólfinu þegar mamma fór í búðina og ég var í glugganum til að kalla, yfir tónana frá Elv- is, mamma er að koma. Hún systir mín gat margt, að setja í rúllur, permanent, klippa hár, túpera og greiða samkvæmt tískunni. Eftir skólavist í verk- náminu, þar sem allt lék í hönd- um hennar, vann hún á Land- spítalanum sem gangastúlka og afgreiddi í Bókabúð Björns Kristjánssonar á Vesturgötu. Allt í einu eignaðist ég fallegar litríkar bækur og Doris Day- og Roy Rogers-dúkkulísumöppur. Svo hitti Sigga ástina sína hann Ölver og þau giftust, byggðu og eignuðust börn. Hún var heimavinnandi en alltaf að vinna tímabundið. Hún vann í Blómaskálanum hjá Þórði á Sæ- bóli og Helgu konu hans. Seldi þeim eldspýtustokka með álímdum jólamyndum úr göml- um jólakortum sem hún föndr- aði með eldri börnunum, hjálp- aði til við blómaskreytingar og afgreiðslu. Af og til komu Kan- ar að versla og hún gat verið kurteis á ensku enda besta vin- kona hennar Kata Hákonar, gift Don þotuflugmanni. Þau Ölver áttu í þeim ævar- andi vini. Einnig saumaði hún leikfimisbúninga sem seldir voru í Sport á Laugavegi. Hún sótti óteljandi námskeið hjá Al- þýðuflokknum fyrir húsmæður. Svo sem taumálun, lampagerð með tilheyrandi skermafram- leiðslu og keramiknámskeið, einnig bjó hún til margt úr end- urnýtanlegum efniviði til heim- ilisnota eða gjafa. Sigga prjón- aði á okkur og sína fjölskyldu, lopapeysur, uppháa sokka og óteljandi önnur plögg. Hún hjálpaði mér að klára skyldu- stykki í handavinnu og vissi að árangur fengist helst með hrósi. Ölver og Sigga voru bæði kát og skemmtileg og hlógu mikið. Þau bjuggu tímabundið í Svínakoti á Árskógssandi þar sem hann vann á sínum vörubíl við hafnargerð. Sigga var að beita fyrir hádegi og ég eftir hádegi annars passaði ég Kára og Dísu þar eitt sumar. Þau höfðu gaman af því að dansa og fóru á skemmtanir og ég var barnapía. Bæði voru þau góðlát- lega stríðin og glæsileg og flott í tauinu. Barngóð voru þau og gestrisin og nutum við Karsten og börnin okkar þess oft og allt- af var jafn gaman. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Elsku systir, mágkona og móðursystir, þín verður sárt saknað, hafðu þökk fyrir allt. Anna systir og fjölskylda. Katrín Sigríður Káradóttir Þegar ég frétti andlát Elísabetar, eða ömmu Betu, voru fyrstu við- brögð undrun og þá sorg og söknuður, jafnvel þótt amma Beta eins og við gjarnan köll- uðum hana hafi verið orðin 93 ára er það svo skrítið að maður er aldrei tilbúinn svona fregn- um. Amma Beta hafði verið til- tölulega hraust og haldið heimili fyrir sig allt fram á haustið Elísabet Meyvantsdóttir ✝ Elísabet Mey-vantsdóttir fæddist 24. maí 1927. Hún lést 29. desember 2020. Útför Elísabetar fór fram 12. janúar 2021. 2020, þar sem hún eldaði fyrir sjálfa sig og bakaði pöns- ur og annað góð- gæti. Eftir að hún hætti að vinna dundaði hún sér m.a. við handa- vinnu og oft kom hún færandi hendi með eitthvert góð- gæti sem hún hafði bakað handa vinum sínum. Auk veitinga færði hún okkur handa- vinnu er hún hafði unnið. Upphaf kynna okkar má rekja til ársins 1982 er sonur minn, þá á fyrsta ári, skreið upp stigann til hennar þar sem hún var að skúra og á sínu máli kall- aði til hennar „amma bau“. Við höfðum verið að vinna í sama húsi, þótt við hefðum lítið þekkst fyrir þennan tíma, en amma Beta, sem aldrei hafði eignast börn, var ein sú barn- elskasta kona sem ég hef kynnst og nú þegar litli maðurinn kom skríðandi tók hún hann upp og gaf honum brauð. Eftir þetta gekk hún æ undir nafninu amma Beta, nokkuð sem ég nota hér í skrifum mínum. Mér og börnum mínum er efst í huga þakklæti, þakklæti fyrir þau ár sem við áttum sam- an, og að hafa átt þau kynni. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Hittumst þótt síðar verði. Gleði meðal engla, sorg meðal manna. Guðrún Ásta Halldórsdóttir, Elísabet Bjarnadóttir, Bjarni Ársæll Halldórsson, Rúnar G. Halldórsson. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og stuðning vegna andláts og útfarar ástkærrar dóttur, eiginkonu, móður, tengdamóður, systur og mágkonu, RAGNHEIÐAR ÞÓRU KOLBEINS aðstoðarleikskólastjóra. Rósa Þorláksdóttir Guðmundur Pálsson Rósa Guðbjörg Guðmundsdóttir Hrafnhildur Eva Guðmundsdóttir Þorvaldur Hilmar Kolbeins, Margrét Vilhjálmsdóttir Auður Pálsdóttir Guðbjörg Pálsdóttir og fjölskyldur Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát okkar elskulegu eiginkonu, dóttur, móður, tengdamóður og ömmu, SIGRÚNAR BJARGAR EINARSDÓTTUR kjólameistara, Fannafold 184, Reykjavík. Kristinn Jónsson Einar S. Björnsson Jóhanna Ragnarsdóttir Gígja Sæbjörg Kristinsdóttir Jóhann Sveinsson Hanna Bára Kristinsdóttir Brynjar Valsteinsson Einar Ingi Kristinsson Desiree Arteaga og ömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.