Morgunblaðið - 21.01.2021, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021
Embætti skrifstofustjóra á skrifstofu
sjúkrahúsa og sérþjónustu
Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti skrifstofustjóra á skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu. Um er
að ræða aðra af tveimur fagskrifstofum á heilbrigðissviði ráðuneytisins. Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna til fimm ára í
senn frá 1. apríl 2021.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Undirbyggja stefnumarkandi ákvarðanir ráðherra og móta stefnu stjórnvalda á sviði sjúkrahúsa og sérþjónustu.
- Stýra daglegum verkefnum og starfsfólki skrifstofunnar.
- Yfirumsjón með verkefnum er varða sjúkrahús og sérþjónustu.
- Framkvæma stefnu stjórnvalda og fylgja henni eftir með gerð lagafrumvarpa og reglugerða.
- Fylgja stefnu stjórnvalda eftir gagnvart þjónustuveitendum.
- Þátttaka í nefndarstörfum og innlendu og erlendu samstarfi.
- Samstarf við stofnanir og hagsmunaaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun sem nýtist í starfi áskilin.
- Þekking og reynsla á sviði rekstrar og stjórnunar.
- Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu.
- Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum.
- Góð tölvukunnátta.
- Metnaður og vilji til að ná árangri.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum ásamt hæfni í verkefnastjórnun.
- Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
- Góð kunnátta í ensku nauðsynleg og kunnátta í a.m.k. einu Norðurlandamáli æskileg.
Sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til
heilbrigðisráðherra, sem skipar í embættið. Nefndin starfar skv. reglum nr. 393/2012 um ráðgefandi nefndir er meta hæfni
umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands og lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Áhugasamir einstaklingar, eru hvattir til að sækja um starfið óháð kyni.
Með umsókn skal fylgja ítarlegt starfsferilsskrá, ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og
hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Umsókn skal skila rafrænt á netfangið hrn@hrn.is
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun í embættið liggur fyrir. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt
í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum, með síðari
breytingum.
Upplýsingar um embættið veitir Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri (asta.valdimarsdottir@hrn.is) sími 545 8700.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar 2021.
Stjórnarráð Íslands
Heilbrigðisráðuneytið
[SIDEBAR TITLE]
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) auglýsa eftir lögfræðingi til starfa. Starfið felur í sér að stýra
kjaranefnd SFV og veita lagalega ráðgjöf til aðildarfélaga samtakanna, m.a. á sviði vinnumarkaðsréttar.
Þá myndi starfsmaðurinn vera aðildarfélögum SFV til stuðnings við gerð þjónustusamninga, sem og í
annarri hagsmunagæslu aðildarfélaganna gagnvart stjórnvöldum.
Umsóknarfrestur er til 2. febrúar nk.
Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið eybjorg@samtok.is.
Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar
og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Hæfnis – og menntunarkröfur:
• Fullnaðarnám í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi skilyrði
• Að minnsta kosti þriggja ára starfsreynsla sem lögfræðingur skilyrði
• Reynsla af samningagerð skilyrði
• Þekking á vinnumarkaðsrétti og kjaraumhverfi opinberra starfsmanna kostur
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu kostur
• Þekking og reynsla á sviði samkeppnisréttar og réttarreglna um opinber innkaup kostur
• Reynsla af lögmannsstörfum kostur
• Mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum
• Sjálfstæð og fagleg vinnubrögð
Nánari upplýsingar um starfið er hægt að nálgast hjá Eybjörgu Hauksdóttur framkvæmdastjóra
samtakanna í s: 5 600 200.
Lögfræðingur
SFV eru hagsmunasamtök fyrirtækja sem
starfa við velferðarþjónustu og eru sjálfs-
eignarstofnanir, í eigu félagasamtaka,
einkaaðila eða opinberra aðila.
Aðildarfélög SFV eru 47 talsins.
Mörg aðildarfélaganna eru öldrunarstofn-
anir, en einnig fyrirtæki með aðra starfsemi
eins og dagþjálfun, áfengismeðferð,
þjónustu við hreyfihamlaða o.fl.
Sjá nánar á heimasíðu samtakanna
www.samtok.is