Morgunblaðið - 21.01.2021, Síða 53

Morgunblaðið - 21.01.2021, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021 53 1 Bifvélavirkjar óskar til starfa í Straumsvik Umsækjendur verða að hafa náð 18 ára aldri, hafa bílpróf og hreint sakavottorð. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störfin. Starfssvið vélvirkja og/eða vélfræðinga er: • Fyrirbyggjandi viðhald og viðhald á vinnuvélum • Ástandsskoðun á búnaði • Almenn viðgerðarvinna og smiði • Samskipti við framleiðsludeildir Menntunar- og hæfniskröfur: • Sveinspróf í bifvélavirkjun • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfileiki til að vinna í hópi • Góðir samskiptahæfileikar • Almenn tölvuþekking kostur Störfin eru fjölbreytt, krefjast nákvæmni en jafnframt mikla öryggisvitund. Við bjóðum uppá góðan, fjölskylduvænan vinnustað ásamt góðum launum fyrir rétta aðila. Umsóknarfrestur er til 28. janúar 2021. Nánari upplýsingar um störfin og umsókn má finna á vef Rio Tinto, www.riotinto.is. Sveitarfélagið Vogar óskar eftir að ráða sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs. Sviðsstjóri ber ábyrgð á daglegri starfsemi málaflokksins og gegnir jafnframt leiðandi hlutverki við stefnumótun í umhverfis-, skipulags- og byggingarmálum í samráði við viðeigandi nefndir. Sviðsstjóri sinnir jafnframt hlutverki byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins. SVIÐSSTJÓRI UMHVERFIS- OG SKIPULAGSSVIÐS Helstu verkefni og ábyrgð • Ábyrgð á stjórnun og starfsmannamálum sviðsins auk rekstri stofnana sviðsins • Skipulagsgerð og önnur verkefni er lúta að skipulagsmálum, lóðum og lendum • Fjárhagsáætlunargerð og gerð framkvæmdaáætlana • Ábyrgð á rekstri og viðhaldi mannvirkja í eigu bæjarins og verklegum framkvæmdum þeim tengdum • Umsjón með umhverfismálum, náttúruvernd, fegrun bæjarins og umhirðu, opnum svæðum, sorphirðu og sorpeyðingu, fráveitu og vatnsveitu og starfsemi þjónustumiðstöðvar • Yfirumsjón með umferðar- og samgöngumálum og ábyrgð á viðhaldi gatna og stíga, lýsingum, snjómokstri, hálkueyðingu og samskiptum við Vegagerðina • Skráning fasteigna og eftirlit með byggingaframkvæmdum • Undirbúningur funda sem tilheyra málaflokknum og ábyrgð á eftirfylgni mála • Stefnumótun, samhæfing og samþætting ásamt mati á verkefnum og þjónustu Menntunar- og hæfnikröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Viðkomandi þarf að uppfylla menntunar- og hæfnikröfur samkvæmt 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2.5. kafla skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. • Viðkomandi skal hafa löggildingu sem hönnuður skv. 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 • Þekking og reynsla af stefnumótun í málaflokknum er kostur • Reynsla af stjórnun starfsmanna og verkefnastjórnun er æskileg • Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg • Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum • Nákvæmni, samviskusemi og skipulagshæfileikar • Góð almenn tölvukunnátta, ásamt kunnáttu í teikniforritum Sveitarfélagið Vogar er næst landstærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum með um 1.330 íbúa. Sveitarfélagið Vogar er mjög vel staðsett í nágrenni við þjónustu og vinnumarkað höfuðborgarsvæðisins, en býður upp á rólegt og vinalegt umhverfi þar sem stutt er í náttúruna. Framundan er mikil uppbygging, svo sem í tengslum við framkvæmdir við nýtt hverfi sem fullbyggt mun að minnsta kosti tvöfalda íbúafjölda sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur er til og með 25. janúar 2021. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is. Nánari upplýsingar um störfin veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is. Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi hagvangur.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.