Morgunblaðið - 21.01.2021, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.01.2021, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021 Nánari upplýsingar: Nánari upplýsingar má fá í síma 421-3100 eða í tölvupósti hjá Kristjáni Ásmundssyni skólameistara, skolameistari@fss.is og Guðlaugu Pálsdóttur aðstoðarskólameistara, adstodarskolameistari@fss.is. Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Á heimasíðu skólans, www.fss.is, má finna frekari upplýsingar og sjá myndir úr skólalífinu. Fjölbrautaskóli Suðurnesja óskar að ráða kerfisstjóra og skjalastjóra Kerfisstjóri Fjölbrautaskóli Suðurnesja leitar eftir kerfisstjóra til starfa í fullt starf. Kerfisstjóri sinnir rekstri útstöðva og þjónustu við starfsmenn og nemendur auk þess að koma að rekstri netþjóna og fjölbreyttra kerfislausna sem eru nauðsynlegar daglegum rekstri skólans. Umsækjandi þarf að hafa reynslu af sambærilegum verkefnum og þekkingu á m.a. Microsoft umhverfinu og Office 365. Ekki þarf að sækja um á sérstöku umsóknareyðublaði en umsókn með upplýsing- um um menntun (ljósrit af prófskírteini fylgi) og starfsreynslu skal skila í tölvupósti til skólameistara á netfangið skolameistari@fss.is eigi síðar en 25. janúar 2021. Helstu verkefni og ábyrgð • Þróun, umsjón og dagleg stjórnun upplýsingatæknimála. • Almenn notendaþjónusta og stuðningur við starfsmenn og nemendur skólans, m.a. uppsetning á office 365. • Rekstur á Linux og Windows netþjónum, ásamt VmWare sýndarvélaumhverfisins. • Bera ábyrgð á afritunartöku, rekstri eldveggs, þráðlaus nets, svissa búnaðar og öðrum miðlægum búnaði. • Rekstur útstöðva og jaðartækja. • Ábyrgð og umsjón með innkaupum á tölvubúnaði. • Tengiliður við þá þjónustuaðila sem sinna hugbúnaði og kerfum skólans. • Öryggis og gæðamál tölvukerfis. Hæfnikröfur • Nám í tölvunarfræði, kerfisfræði eða reynsla sem nýtist í starfi. • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum. • Nákvæmni, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð. • Rík vitund um upplýsingaöryggi. Frekari upplýsingar um starfið Ábyrgð og umsjón með fræðslu og þjálfun notenda. Ábyrgð og umsjón með innleiðingu sameiginlegra upplýsingakerfa og upplýsin- gatæknikerfa eins og Inventor, Adobe o.fl. Miðað er við að viðkomandi hefji störf sem fyrst. Laun og kjör eru skv. gildandi kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Tekið skal fram að skv. 4. mgr. 8. gr. laga framhaldsskóla nr. 92/2008 er óheimilt að ráða einstakling til starfa við framhaldsskóla sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga. Sakavottorð fylgi umsókn. Skjalastjóri Fjölbrautaskóli Suðurnesja (FS) óskar eftir að ráða skjalastjóra til starfa við skólann í 75–100% starf. Ekki þarf að sækja um á sérstöku umsóknareyðublaði en umsókn með upplýsing- um um menntun (ljósrit af prófskírteini fylgi) og starfsreynslu skal skila í tölvupósti til skólameistara á netfangið skolameistari@fss.is eigi síðar en 21. janúar 2021. Leitað er að einstaklingi með þekkingu og góða reynslu af skjalastjórnun til að hafa umsjón með þróun skjalastjórnunar og skjalavistunarmálum skólans. Stærsta verkef- nið er að fylgja eftir reglum um skjalavistun, skráningu, frágang og skil á gögnum til Þjóðskjalasafns Íslands (ÞÍ). Helstu verkefni: • Koma á skipulagi og hafa umsjón með skjalasafni FS • Þróa og koma á skjalastefnu og setja verklagsreglur við skjalastjórn FS • Þróun skjalavistunar og grisjunaráætlunar ásamt eftirfylgni • Umsjón með GoPro skjalavistunarkerfinu og handleiðsla starfsmanna í notkun á því • Frágangur og skil á gögnum skólans til ÞÍ Menntunar- og hæfnikröfur: • Háskólapróf og menntun á sviði skjalastjórnunar • Reynsla af sambærilegum störfum er nauðsynleg • Þekking og reynsla af skjalavistunarkerfinu GoPro æskileg • Mjög góð almenn tölvufærni • Gott vald á íslensku í ræðu og riti • Lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi Ráðið verður í 75 - 100% til eins árs með möguleika á framlengingu. Miðað er við að viðkomandi hefji störf sem fyrst. Laun og kjör eru skv. gildandi kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Tekið skal fram að skv. 4. mgr. 8. gr. laga framhaldsskóla nr. 92/2008 er óheimilt að ráða einstakling til starfa við framhaldsskóla sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga. Sakavottorð fylgi umsókn. Deildarstjóri netreksturs - Austurlandi RARIK ohf. er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins með meginstarfsemi í dreifingu raforku auk þess að reka fimm hitaveitur. Starfsfólk RARIK eru um 200 og starfsstöðvar 20. RARIK hefur á undanförnum áratugum unnið jafnt og þétt að uppbyggingu rafdreifikerfisins og er nú svo komið að um 70% þess er jarðstrengir. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðu þess www.rarik.is Menntunar- og hæfniskröfur: RARIK óskar eftir að ráða deildarstjóra netreksturs á rekstrarsviði með aðsetur á Egilsstöðum. Meginverkefni rekstrarsviðs eru hönnun, nýframkvæmdir, breytingar, viðhald og rekstur dreifikerfisins. Nánari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) í síma 511 1225. • Ábyrgð á rekstri dreifikerfis á Austurlandi • Hönnun dreifikerfa • Áætlanagerð, kostnaðareftirlit og frávika- greining verka • Stjórnun og þátttaka í svæðisvöktum • Stjórnunarleg ábyrgð starfsmanna og samskipti við verktaka, opinbera aðila og aðra viðskiptavini Helstu viðfangsefni og ábyrgð: Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda í starfið. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um. • Háskólamenntun á sviði rafmagnsverkfræði eða rafmagnstæknifræði með áherslu á sterkstraum • Reynsla af rekstri raforkukerfis er æskileg • Reynsla af stjórnun- eða verkefnastjórnun æskileg • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum • Góð tölvu- og tungumálakunnátta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.