Morgunblaðið - 21.01.2021, Side 58
58 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021
Mikilvægi C-vítamíns er óumdeilt, en C-vítamín er m.a. þekkt fyrir
að stuðla að eðlilegri starfsemi ónæmis- og taugakerfis ásamt
því að draga úr þreytu og lúa.
Óhætt að nota á meðgöngu og meðan á brjóstagjöf stendur.
Bragðgóður munnúði með náttúrulegt kirsuberja- og bláberja bragði.
C-vítamín munnúði ásamt andoxunarefnum frá
acerola ávöxtnum, B2 vítamíni, seleni og grænu tei
Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna.
C-vítamín
munnúði
NÝTT 50 ára Kristín er
Sauðkrækingur en
býr í Kópavogi. Hún
er með meistara-
gráðu í uppeldis-
mannfræði frá Ár-
ósaháskóla og er
mannauðsstjóri þjón-
ustu- og nýsköpunarsviðs hjá Reykja-
víkurborg.
Maki:Valdimar Óskar Óskarsson, f.
1963, forstjóri upplýsinga- og öryggis-
fyrirtækisins Syndis.
Börn: Egill Örn, f. 1994, og Sara Lind,
f. 1997.
Foreldrar: Hólmfríður Rögnvaldsdóttir
og Guðmundur Halldórsson, búsett í
Reykjavík.
Kristín Sigrún
Guðmundsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þurfirðu á aðstoð að halda skaltu
hafa allar klær úti og tala við þá sem valdið
hafa. Gakktu ekki of nærri sjálfum þér þó
verkefnin séu mörg.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er alltaf hægt að læra eitthvað af
öðrum hvort sem það eru nú hlutir sem gott
er að nota eða ber að forðast. Farðu varlega
í umferðinni.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Láttu það ekki skemma fyrir þér,
þótt einhverjir neiti að taka þig alvarlega og
vilji slá öllu upp í grín. Njóttu þess að geta
slakað á með börnunum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er aldrei of seint að eignast nýja
vini. Fólkinu í kringum þig þykir innilega
vænt um þig og öfugt. Smá nöldur í ættingja
bítur ekkert á þig.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Gættu þess að hafa ekki of mörg járn í
eldinum. Þú gerir alla brjálaða með spurn-
ingum þínum en þeir eiga eftir að þakka þér.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Dagarnir eru rómanstískir hjá þér
núna. Vanalega reynist þér það létt að vakna
snemma en ekki einmitt núna. Hvað veldur?
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú ert tilfinningarík manneskja sem af
einhverjum ástæðum er eitthvað dofin í dag.
Þér hættir til að hafa of miklar áhyggjur af
fólkinu þínu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú laðar að þér einstaklega
hlýja manneskju í dag. Hertu upp hugann því
nú hefurðu allt að vinna og engu að tapa.
Sýndu þínar bestu hliðar og njóttu augna-
bliksins.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Einhverjir vilja pranga inn á þig
hlutum sem þú hefur í raun og veru enga
þörf fyrir. Einhver vill nálgast þig meira en
þér finnst gott. Vertu hreinskilinn.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Kláraðu allt sem fyrir liggur áður
en þú byrjar á nýjum verkefnum. Gefðu þér
tíma til staldra við og skipuleggja þig fram í
tímann.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Eitthvert samband hangir á blá-
þræði og boltinn er nú í þínum höndum.
Hvernig geturðu lært af þessu öllu saman?
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það hvílir þungt á þér að finna að vin-
ur þinn á í baráttu. Vertu til staðar, þú þarft
ekkert að gera annað. Allt er gott sem endar
vel.
Lilja, f. 9.1. 1983, sérfræðingur í
máltækni, unnusti hennar er Ólafur
Sindri Ólafsson forritari, barn
hanna og byggja upp heilan upplif-
unargarð. Hún er skapandi og dug-
leg að skreyta umhverfið sitt, er
ættrækin, mikil kvenfélagskona og
hefur tekið þátt í starfi íþrótta-
félagsins Suðra á Selfossi með syni
sínum Reyni.
Fjölskylda
Eiginmaður Sigrúnar er Ingólfur
Guðnason, f. 12.8. 1956, garðyrkju-
fræðingur og námsbrautarstjóri
garðyrkjuframleiðslu við Garð-
yrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi.
Þau eru búsett í Hveragerði. Faðir
Ingólfs er Guðni Egill Guðnason, f.
28.8. 1923, d. 17.12. 2012, ólst upp á
Suðureyri við Súgandafjörð. Lengst
af starfaði hann sem aðalbókari
Eimskipafélags Íslands. Móðir Ing-
ólfs og eiginkona Guðna er Brita
Marie Guðnason húsmóðir, f. 21.11.
1927 í Helsinki, ólst upp í Finnlandi
og Kaupmannahöfn. Hún er búsett í
Reykjavík.
Börn Sigrúnar og Ingólfs eru
þrjú og eitt fósturbarn: 1) Svanhvít
S
igrún Elfa Reynisdóttir er
fædd 21. janúar 1961 í
Reykjavík. Hún bjó frá 7
ára aldri í Neðra-
Breiðholti, en var frá 7
ára aldri alltaf í sveitadvöl á sumrin
á Krossi í Lundarreykjadal hjá
ömmu sinni og afa, og líka hjá móð-
urbræðrum sínum, Sigurði og Ósk-
ari.
Sigrún stundaði nám í Ísaksskóla,
Breiðholtsskóla og Ármúlaskóla,
varð búfræðingur frá Hvanneyri
1978, garðyrkjufræðingur frá Garð-
yrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi
1980 og leikskólakennari frá KÍ
2001.
Sigrún starfaði í garðyrkjuvinnu
á ýmsum stöðum en stofnaði svo
Garðyrkjustöðina Engi í Laugarási
árið 1984 ásamt eiginmanni sínum,
Ingólfi Guðnasyni. „Við byggðum
stöðina upp og bjuggum þar í 33 ár
þar til við seldum stöðina og fluttum
í Hveragerði.“ Meðfram því vann
Sigrún í leikskólanum Álfaborg í
Reykholti á veturna í hlutastarfi frá
1993 til 2017. Nú vinnur hún á Sól-
heimum í Grímsnesi sem fagstjóri í
kertagerð.
Sigrún hefur verið virkur félagi í
Kvenfélagi Biskupstungna frá 1985
og sungið með Skálholtskórnum
með hléum frá 1989. Hún hlaut Um-
hverfisverðlaun Bláskógabyggðar
2012 og 2016 og Hvatning-
arverðlaun garðyrkjunnar árið 2010
ásamt eiginmanni sínum.
„Á Engi létum við marga af okkar
draumum rætast, svo sem að rækta
alls konar lífrænt grænmeti, ávexti,
kryddjurtir, tré og blóm. Við gerð-
um líka völundarhús úr íslenskum
gulvíði, sem var 1.000 fermetrar.
Við rákum grænmetismarkað og
bjuggum meðal annars til berfóta-
garð sem var mjög vinsæll.“
Sigrún hefur alls konar áhuga-
mál. „Ég mála, þæfi ull og föndra
mér til skemmtunar.“ Svanhvít,
dóttir Sigrúnar, segir að hún sé sér-
lega hugmyndarík og óhrædd við að
hrinda hugmyndunum sínum í fram-
kvæmd, hvort sem það er að búa til
útikerti úr Ora-baunadósum, drífa
alla móðurættina í fjallgöngu í fót-
spor langafa og langömmu eða
þeirra er Dagbjartur Ingi, f. 5.9.
2020, búsett í Reykjavík; 2) Reynir
Arnar Ingólfsson, f. 2.3. 1986, póst-
Sigrún Elfa Reynisdóttir, garðyrkjukona og leikskólakennari – 60 ára
Fjölskyldan Frá vinstri: Svanhvít Lilja, Reynir Arnar, Sigrún, Ingólfur og María Sól á jólum árið 2016.
Dugleg að skreyta umhverfið sitt
Garðyrkjukonan Sigrún að undirbúa markað á Engi.
Atli Már Sigurðsson
sendiráðunautur
fagnar fertugs-
afmæli sínu í Bruss-
el. Hann mun ekki
fara út að borða
enda allt lokað – og líka miklu betra
að borða heima. En hann mun fá
köku, heimabakaða af ástkærri eig-
inkonu, Margréti Björnsdóttur. Sóley
og Þorsteinn Úlfur senda heillakveðj-
ur á föður sinn.
Árnað heilla
40 ára
30 ára Ásta er Reyk-
víkingur, ólst upp í
Langholtshverfi, en
býr í Sjálandshverfi í
Garðabæ. Hún er
tölvunarfræðingur að
mennt frá Háskól-
anum í Reykjavík og
er hugbúnaðarsérfræðingur hjá
SAGlobal Iceland. Ásta er í Flugbjörg-
unarsveitinni.
Systir: Silja, f. 1993.
Foreldrar: Helga Hanna Sigurðardóttir,
f. 1962, bókari hjá Ísaga, búsett í
Garðabæ, og Ægir Steinn Sveinþórs-
son, f. 1964, d. 2017, stýrimaður og
skrifstofumaður hjá Félagi skipstjórn-
armanna.
Ásta
Ægisdóttir
Til hamingju með daginn
Reykjavík Dagbjartur Ingi Ólafsson
er fæddur 5. september 2020 kl. 7:19.
Hann vó 3.592 g og var 50 cm langur.
Foreldrar hans eru Svanhvít Lilja Ing-
ólfsdóttir og Ólafur Sindri Ólafsson.
Nýr borgari