Morgunblaðið - 21.01.2021, Page 66

Morgunblaðið - 21.01.2021, Page 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 2021 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hulda Stefánsdóttir myndlistar- maður hefur verið ráðin í starf sviðs- forseta akademískrar þróunar við Listaháskóla Íslands en það er ný staða við skólann. Hulda er með MFA-gráðu í myndlist frá School of Visual Arts í New York auk þess að hafa á sínum tíma lokið myndlistar- námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hún er virk í myndlistinni, verk hennar hafa verið sýnd víða og hún vinnur með BERG Contempo- rary-galleríinu við Klapparstíg. Hulda hefur einnig viðamikla reynslu af kennslu og akademískum störfum á háskólastigi en hún starf- aði sem prófessor við myndlistar- deild LHÍ í átta ár, var fagstjóri meistaranáms í myndlist við skólann frá stofnun þess á árunum 2012 til 2016, gegndi starfi deildarforseta myndlistardeildar í tvígang og starfi forstöðumanns gæða, kennslu og rannsókna 2018 til 2019. Frá 2019 hefur hún gegnt starfi verkefna- stjóra rannsókna á háskólaskrif- stofu. Þá hefur Hulda setið í fjölda nefnda innan skólans og utan og var í stjórn KUNO, samtaka mynd- listarakademía á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum í fjögur ár, þar af sem formaður í tvö ár. Í tilkynningu frá LHÍ segir að hlutverk Huldu sem sviðsforseta akademískrar þróunar sé að vera leiðandi í þróun á kennslu, rann- sóknum og akademískum vinnu- brögðum við Listaháskólann. Hún mun leiða uppbyggingu og þróun meistaranámsbrauta og vinna að þverfaglegum markmiðum og inn- leiðingu á stefnu Listaháskólans í samráði við aðra stjórnendur. Þá verður hún leiðandi í undirbúningi að stofnun doktorsnáms við skólann. Spennandi ný tækifæri „Þetta er nýtt svið sem er verið að setja á laggirnar hjá Listaháskól- anum og miðar að því að þróa og samhæfa nám, kennslu og rannsókn- arstarf með markvissari hætti en áð- ur hefur verið gert,“ segir Hulda um nýju stöðuna. „Þetta svið liggur lá- rétt á strúktúr skólans og í því felast spennandi ný tækifæri. Frá því í haust hafa svo deildir skólans starf- að undir tveimur sviðum, annars vegar sviði arkitektúrs, hönnunar og myndlistar, sem stýrt er af Evu Maríu Árnadóttur, og hins vegar sviði sviðslista og tónlistar, sem stýrt er af Þóru Einarsdóttur. Mikil áhersla verður lögð á þróun meist- arastigsins, að byggja það áfram upp og skoða með markvissum hætti möguleika á meiri samlegð milli fagsviða. Ég tel að með því að efla samtalið á milli fagsviðanna megi um leið auðga og dýpka hvert þeirra um sig.“ Styrkja vægi listanna Hulda gjörþekkir þessi mál, haf- andi verið fagstjóri meistaranáms- ins í myndlist og verkefnastjóri rannsókna í skólanum. Tengist þessi nýja staða og breytt skipurit stækk- un skólans og styrkingu meist- aranámsbrauta á undanförnum ár- um? „Listaháskólinn hefur verið að styrkjast og auka námsframboð en þá ekki síður leitast við að efla það sem fyrir er. Í núgildandi stefnu skólans, sem rektor kynnti 2019, er svo talað um að hefja undirbúning fyrir doktorsnám í listum. Það er í samræmi við þróun sem hefur átt sér stað á alþjóðavísu. Þetta er tals- vert ferli sem krefst markviss undir- búnings en við erum alltaf að hugsa um framgang listanna í samfélaginu. Að styrkja prófíl og vægi listanna.“ 300 milljóna króna styrkur Hulda bendir á að í LHÍ sé nú í fyrsta skipti hýst stórt rannsóknar- verkefni styrkt af horizon 2020 áætl- un Evrópusambandsins sem til- kynnt var um í desember en að baki því er 300 milljóna króna styrkur sem doktor Þórhallur Magnússon hlaut til fimm ára fyrir verkefni sem hverfist um notkun gervigreindar í skapandi tónlistartækni og er unnið í þverfaglegu samstarfi. „Því tengjast akademískir starfs- menn og meistaranemar, en auk þess erlendir og innlendir rannsak- endur annarra háskóla auk þriggja doktorsnema. Við sjáum fyrir okkur að þetta stóra rannsóknarverkefni geti verið ágætis „pilot“ fyrir okkur, til að gera okkur betur grein fyrir möguleikunum og hvað í slíku fel- ist,“ segir Hulda. Vantar kvikmyndagerðina Umræða um Listaháskólann vill iðulega lenda í því fari að tala um húsnæðisvandann, hvað deildir skól- ans eru dreifðar og að það þurfi að sameina hann undir eitt heppilegt þak. Verður hægt að koma væntan- legu doktorsnámi fyrir? „Doktorsnámið er ekki plássfrekt, það er mjög einstaklingsmiðað og ekki margar stöður sem koma þar að. Námið yrði beintengt fagsviðum skólans. Vitaskuld er húsnæðismálið rosalega þreytandi og rétt að minna á að við stofnun skólans var eitt meginmarkmiðið að koma námi í öll- um greinunum undir eitt þak. Við erum að jafnaði undir svona fjórum. En það má ekki stýra framþróun- inni. Innan skólans vantar enn eina helstu listgrein okkar tíma, kvik- myndagerð. Við þurfum til að mynda að fá svör sem allra fyrst við því hvenær það getur hafist.“ Meistaranámið við LHÍ stendur fólki víða að til boða og í bland við ís- lenska eru nemendur frá ýmsum öðrum löndum. Hulda segir að í flestum tilfellum séu þetta alþjóð- legar listnámsbrautir. „Listkennsludeildin er undan- tekning, með námi sem miðar að því að kenna listkennslufræði fyrir ís- lenskt skólakerfi og opna augu sem flestra fyrir því mikilvæga framlagi sem aðferðir listanna geta fært til kennslu og miðlunar margvíslegra viðfangsefna. Þar hefur einnig átt sér stað framþróun síðustu ár og sú deild hefur komið að spennandi al- þjóðlegum samstarfsverkefnum. En það er alþjóðleg námsmenning inn- an Listaháskólans. Allt háskólanám er í eðli sínu alþjóðlegt.“ Alltaf mikil gerjun Þú ert orðin sviðsforseti akadem- ískrar þróunar – er sífelld þróun í akademíunni? Verið að móta nám betur og betur? „Já, það er alltaf mikil gerjun. Tímarnir breytast og þarfir nem- enda eru að breytast mikið. Námið miðar allt að því að uppfylla þarfir þeirra og reyna, ef mögulegt er, að sjá aðeins inn í framtíðina eins og hvað varðar hæfnikröfur. Hvernig nám býr ungt fólk best undir að tak- ast á við nýjar áskoranir og breyt- ingar í samfélagi, jafnt nærumhverfi sem á heimsvísu? Við viljum ekki staðna heldur alltaf halda áfram. Listaakademíur hafi verið í fram- varðasveit hvað þetta varðar, bæði á þessari öld og þeirri síðustu. Það er aftur verið að opna á milli faga og spyrja hvort þverfaglegri nálgun og samtal efli ekki skilning og auðgi upplifanir. Með framsæknum hætti er reynt að mæta síkviku umhverfi. Ég held við séum endanlega að gefa frá okkur hin gömlu, sundurgrein- andi módernísku viðhorf, og líklega leita aftur fyrir það tímabil um leið og við horfum fram á við – svona var til dæmis unnið í Bauhaus-skólanum þýska. Í mínum huga er mikilvægt að öll stig háskólanáms tali mjög skýrt inn í fagvettvanginn og inn í samfélagið allt. Að námið einangrist ekki í ein- hverjum akademískum hólfum. Listaháskólinn er mjög sýnilegur í íslensku samfélagi, miðlun afrakst- urs listrænna verkefna fer fram á opinberum vettvangi, og það er mikilvægt að virkja þann styrk við áframhaldandi þróun og uppbygg- ingu náms, kennslu og rannsókna. Það er raunar okkar samfélagslega skylda.“ Sinni myndlistinni áfram Hulda ítrekar að samtalið sé afar mikilvægt við þróun skólastarfs og á því séu ýmsar hliðar. „Jafn krefjandi og það hefur til að mynda verið vegna veirufaraldurs- ins að færa mikið af kennslunni á netið, þá erum við að sjá líka tæki- færi sem í því felast. Til að mynda hvað varðar beinna samstarf skóla milli landa, í sameiginlegum verk- efnum og jafnvel námskeiðum á net- inu. Og fólk þarf ekki að vera á jafn miklu flandri um heiminn og þótti nauðsynlegt áður og hefur haft skelfileg áhrif á umhverfið okkar. Það eru ýmis tækifæri í stöðunni.“ – Fylgja miklar breytingar á verklagi innan LHÍ þessari nýju stöðu þinni? „Á síðustu árum hefur það verið stefna skólans að virkja þessa þver- faglegu möguleika þar sem þess er kostur. Mér hefur gengið vel hingað til að vinna með frábæru fagfólki innan skólans og nú skoðum við saman hvernig megi leiða þetta áfram skref fyrir skref,“ segir Hulda. – En svo er það lykilspurning – nærðu eitthvað að sinna myndlist- inni samhliða þessum nýju og spenn- andi verkefnum í Listaháskólanum? „Ég verð með einkasýningu á árinu í BERG Contemporary,“ svar- ar Hulda. „Og er ákveðin í að sinna myndlistinni áfram, eins og ég hef gert. Ég hef staðið áður frammi fyr- ir þessum áskorunum, þegar ég varð prófessor í myndlistardeild, og veit að það getur verið erfitt að finna tíma til að fara í vinnustofuna. En ég stefni ótrauð á að halda áfram að sinna myndlistinni – enda er ég listamaður að taka að mér þetta spennandi starf.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sviðsforseti „Tímarnir breytast og þarfir nemenda eru að breytast mikið. Námið miðar allt að því að uppfylla þarfir þeirra og reyna, ef mögulegt er, að sjá aðeins inn í framtíðina eins og hvað varðar hæfnikröfur,“ segir Hulda. „Reynt að mæta síkviku umhverfi“  Hulda Stefánsdóttir er sviðsforseti akademískrar þróunar við Listaháskóla Íslands  Verður leið- andi í undirbúningi að stofnun doktorsnáms  „Listamaður að taka að mér þetta spennandi starf“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.