Morgunblaðið - 21.01.2021, Side 72

Morgunblaðið - 21.01.2021, Side 72
Úsala ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 GLORY BEKKUR Ýmsir litir. Áður 15.900 kr.NÚ 10.900 kr. DIMA BORÐSTOFUSTÓLL Ýmsir litir. Áður 16.900 kr.NÚ 11.900 kr. ALISMA SÓFABORÐ Ø80 cm. Áður 33.900 kr.NÚ 22.900 kr. BALL LOFTLJÓSMessing. Ø25 cm. Áður 39.995 kr.NÚ 15.995 kr. WRAP NÁTTBORÐ Eikarspónn, svartir fætur. H60 cm. Áður 34.900 kr.NÚ 27.900 kr. RIA ÞRIGGJA SÆTA SÓFI Grænn. L192 cm. Áður 99.900 kr.NÚ 74.900 kr. 30% 32% 60% t ALLT AÐ 60% AFVÖLDUM VÖRUM „Dýpsta sæla og sorgin þunga“ er yfirskrift samsýn- ingar fjögurra listamanna sem verður opin í Kling & Bang í Marshall-húsinu frá og með deginum í dag. Listamennirnir vinna allir með myndgervingu stórra til- finninga. Á sýningunni eru myndverk eftir hið heims- kunna kanadíska skáld Anne Carson, blýantsteikningar eftir Höllu Birgisdóttur og nýir skúlptúrar eftir Mar- gréti Dúadóttur Landmark. Þá er sýnt nýtt málverk eft- ir Ragnar Kjartansson og frumsýnir hann líka nýtt myndbandsverk, Sæla, þar sem hann ásamt hópi óperusöngvara endurflytur stöðugt síðustu aríuna úr Brúðkaupi Figaros eftir Mozart í 12 tíma. Myndverk eftir Anne Carson og nýtt vídeóverk Ragnars í Kling & Bang FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 21. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Breiðablik vann óvæntan en nokkuð öruggan sigur á bikarmeisturum Skallagríms, 71:64, í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í Smáranum í gærkvöld. Nýliðar Fjölnis sigruðu KR og eru á toppnum ásamt Val sem lagði Snæfell að velli. »60 Breiðablik lagði bikarmeistarana úr Borgarnesi í Smáranum ÍÞRÓTTIR MENNING in vísar til Skriðinsennis í Bitrufirði, þar sem hún var í nokkur sumur. Þegar hún byrjaði að hugsa um hvað hún ætti að skrifa segir hún að þegar hún hafi verið fimm ára hafi Ólöf, gömul ljósmóðir, komið og hjálpað móður sinni við erfiða fæðingu, kon- an hafi sótt á sig og fyrsti kaflinn sé um hana. „Foreldrar mínir voru af- skaplega þakklátir og sögðu að hún væri alltaf velkomin. Hún tók þau á orðinu, fór og sótti dótið sitt og flutti inn til okkar, bjó hjá okkur á upp- vaxtarárum mínum.“ Ástar- Brandur, einn af síðustu förukörl- unum, hafi líka verið ofarlega í huga og því hafi hún skrifað um hann. „Ólöf var ógestrisin og vildi ekki fá óboðna gesti í heimsókn og Ástar- Brandur var fyrsti óttinn minn,“ segir Anna Kristín og tengir við óvelkomnu veiruna og hræðsluna sem henni fylgir. „Bókin er samt í raun þjóðháttalýsing frá miðri síð- ustu öld.“ Skrifin gengu vel og Anna Kristín er farin að hugsa um næsta skref á þessum vettvangi. „Ég er að hugsa um að taka unglingsárin fyrir. Mér fannst þau svolítið leiðinleg og þar sem ég hef tilhneigingu til þess að skrifa eitthvað skemmtilegt veit ég ekki hvernig ég á að snúa mér í mál- in, en ég sé til.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þegar fyrst var tilkynnt um sam- komutakmarkanir snemma á liðnu ári greindi Anna Kristín Kristjáns- dóttir frá því á Facebook að hún ætl- aði að skrifa stutta frásögn úr ævi sinni á hverjum degi í 30 daga. Hún stóð við það og þó ekki hafi staðið til að gefa efnið út í bók lét hún undan þrýstingi og sendi bókina Bernsku- minningar úr sjávarþorpi og sveit frá sér í haust með aðstoð eigin- mannsins, Hjálmtýs Heiðdals, sem sá um útgáfuna, umbrot, myndir og fleira. „Ég ætlaði mér alls ekki að skrifa bók,“ leggur Anna Kristín áherslu á. „Þegar samkomubann var boðað í mars rann upp fyrir mér að ég væri orðin sjötug og í áhættuhópi,“ held- ur hún áfram. Bætir við að fregnir af drepsótt hafi snert sig illa og sú hugsun að lifa við þessar breyttu að- stæður hafi ekki verið uppörvandi. Hrædd á óvissutíma „Ég fann fyrir hræðslu og þar sem ég get vel farið í hlutverk dramadrottningar var ég ekki tilbú- in að eyða því sem ég ætti eftir ólifað í einhverri óvissu heldur spurði mig hvað ég gæti gert. Þá datt mér í hug að ég gæti skrifað minningabrot.“ Segir samt að það hafi verið hægara að segja en í að komast. „Ég hugsaði með mér að hugleiðingar mínar frá degi til dags myndu lifa á netinu og eftir 100 ár myndi einhver rekast á þessi skrif sjötugrar kerlingar um líðan sína í heimsfaraldri. Í kjölfarið sagði ég frá ákvörðuninni á Face- book til að setja á mig pressu.“ Í færslunum lagði Anna Kristín áherslu á knappan texta og segir að ritgerðasmíð í skóla hafi rifjast upp og gagnast vel. Hún hafi haldið dag- bók sem krakki og unglingur, síðar skrifað örsögur og eftir að hafa verið með í stofnun áhugamannaleik- hópsins Hugleiks hafi hún samið leikrit, ein og með öðrum. Reynslan hafi skilað sér. „Ég hafði mjög gam- an af þessum daglegu skrifum og eyddi miklum tíma í föndur við text- ann.“ Sjávarþorpið er Hólmavík, þar sem Anna Kristín ólst upp, og sveit- Ógestrisni og ótti  Skrifaði bókarkafla á dag í 30 daga í samkomubanni  Úr urðu bernskuminningar og þjóðháttalýsing Morgunblaðið/Árni Sæberg Í heimsfaraldri Anna Kristín Kristjánsdóttir er farin að huga að næstu bók.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.