Morgunblaðið - 04.03.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.03.2021, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021 holar@holabok.is — www.holabok.is Ljóðasafn Hjálmars Freysteinssonar Í maí næstkomandi mun Bókaútgáfan Hólar gefa út úrval ljóða og lausavísna eftir Mývetninginn Hjálmar heitinn Freysteinsson sem starfaði lengst af sem heimilislæknir á Akureyri. Hann var landsþekktur fyrir snjallar vísur; allra manna fundvísastur á þær hliðar á málum sem vöktu kátínu, gat alltaf séð það spaugilega, var aldrei rætinn eða klúr, bara skemmtilegur. Í bókinni verður Tabula Memorialis og þar verða nöfn þeirra sem vilja votta lækninum og hagyrðingnum, Hjálmari Freysteinssyni, virðingu sína, skráð (nema viðkomandi kjósi ekki nafnbirtingu), en forkaupsverð hennar verður kr. 6.980-. Áhugasamir kaupendur eru beðnir að senda nafn sitt, heimilisfang og kennitölu á netfangið holar@holabok.is (eða hringja í síma 692-8508 eftir klukkan 16 á daginn). Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Það tók Dani svolítinn tíma að stökkva á Ragnars-vagninn en það er þeim mun gleðilegra að sjá hvað þeir taka honum opnum örmum. Það er stórkostlegt að fá fimm stjörnur í hinu virðulega blaði Politiken,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti/Veröld. Velgengni spennusagnahöfund- arins Ragnars Jónassonar á erlendri grundu heldur áfram og nú eru það Danir sem hafa fallið fyrir verkum hans. Bók Ragnars, Dimma, hefur fengið hvern fimm stjörnu dóminn á fætur öðrum þar í landi. Á dögunum fékk bókin fimm stjörnur í Politiken, í síðustu viku fékk hún fimm stjörnu dóm í Magasinet Søndag og viku áð- ur birtist fimm stjörnu dómur í Jótlandspóstin- um. Gagnrýni í dönskum miðlum er eftir sex stjörnu kerfi. „Stíllinn og málfarið er fram- úrskarandi, stemningin í bók- inni einstök. Ró- legur og melódískur andblær eins og hægt er að finna í verkum Hermans Bangs. Síðan er skyndilega myrkur og örlagaríkur snúningur á spenn- unni sem er í senn sár og svívirðileg- ur,“ skrifar gagnrýnandinn Bo Tao Michaëlis í Politiken, yfir sig hrifinn. Dönsku gagnrýnendunum verður tíðrætt um velgengni Dimmu í öðr- um löndum og vísa til dæmis til þess að Sunday Times valdi hana sem eina af 100 bestu glæpasögum sem skrifaðar hafa verið frá stríðslokum. CBS undirbýr nú gerð sjónvarps- seríu eftir bókinni. „Því er ekki að neita að Danir eiga marga prýðilega glæpasagnahöf- unda sjálfir og kannski fannst þeim óþarfi að sækja vatnið yfir lækinn en þeir voru fljótir að stökkva til þegar fréttir tóku að berast af gríðarlegri velgengni Ragnars á meginlandi Evrópu og á Norðurlöndunum,“ seg- ir Pétur Már. hdm@mbl.is Ragnar rakar inn fimm stjörnu dómum í Danmörku  Mikill áhugi á íslenskum krimma  Framúrskarandi stíll Ragnar Jónasson Skjálftahrina á Reykjanesskaga Freyr Bjarnason Jón Sigurðsson Nordal Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglu- stjóra, segir að engar hamfarir séu að fara að hefjast á Reykjanes- skaga. Enginn er í hættu. Hann hvetur fólk til að vera ekki á ferli á svæðinu. Kristín Jónsdóttir, nátt- úruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, tekur undir þetta. Þetta kom fram á upplýsinga- fundi almannavarnadeildar ríkislög- reglustjóra og Veðurstofu Íslands, sem haldinn var síðdegis í gær. Þar sagði Kristín að jarðskjálfta- virknin undanfarið teikni upp línu sem nær á milli Litla-Hrúts og Keil- is. Hugsanlegt sé að kvika sé að færast upp á yfirborðið og segir Kristín að myndast hafi sigdæld án þess að myndast hafi sprungur á yf- irborði. Eftir að virknin fór að áger- ast í gær fór þyrla í loftið til að at- huga hvort eitthvað væri að. Ekkert sást í þeirri ferð. Kristín sagði að fólk þyrfti ekki að hafa miklar áhyggjur af gasmengun sem fylgdi gosinu. Metur hún stöðuna þannig að á meðan hrinan og þessi umbrot eru í gangi sé spenna að safnast upp á svæðinu og þá aukist líkur á stærri skjálftum á svæðinu og svæð- um í kring. Gætu þeir orðið af stærðinni 6 á þessu svæði eða 6,5 á Bláfjallasvæðinu. Í takti við spár Víðir sagði þróunina núna smell- passa inn í þær sviðsmyndir sem teiknaðar hafa verið upp að und- anförnu. Raflínur eru norðan megin á Reykjanesskaganum. Þær eru ekki í hættu miðað við þau líkön sem hafa verið teiknuð upp, að sögn Víð- is. Viðbragðsáætlun Isavia gengur út á að flugumferð verði lokað í 40 mínútur ef af gosi verður. Afar ólík- legt, að sögn Kristínar, er að gosið myndi hafa áhrif á flugumferð er- lendis. Krítísk staða Freysteinn Sigmundsson, forseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands, var einnig viðstaddur fund almanna- varna og veðurstofu. Hann segir jarðhræringarnar á Reykjanes- skaga óvenjulegar í samanburði við fyrri eldgos. „Það sem er sérstakt við þetta er að á Reykjanesskag- anum virðist vera enn sterkara sam- spil á milli jarðskjálfta vegna fleka- hreyfinga og kvikuhreyfinga, og það veldur enn meiri óvissu hvað varðar mat á framhaldi atburðarásarinn- ar,“ sagði Freysteinn í samtali við blaðamann í gær. Hann segir Reykjanesskagagos- belti nokkuð ólíkt öðrum gosbeltum landsins, og því sé óróinn þar nú nokkuð óvenjulegur miðað við önnur belti sem vísindamenn hafa fylgst með. „Þess vegna höfum við ekki fylgst með svona umbrotum áður í þessu belti. Við höfum verið að horfa á þetta í öðrum eldgosabelt- um; Eyjafjallajökli, Grímsvötnum, Holuhrauni og Kröflu, það eru allt hefðbundin gosbelti. En á Reykja- nesskaga er flekarekið öðruvísi.“ Minni hætta en af sprengigosi Á upplýsingafundinum í gær kom fram að ef gjósa myndi á svæðinu yrði ekki sprengigos, heldur myndi gosið renna sem hraun. Freysteinn segir miklu minni hættu vera af rennandi hrauni en sprengigosi. „Bæði eru miklu minni áhrif á flugumferð og líf og athafnir fólks, því þetta hraungos yrði í óbyggðum ef það kæmi upp þar sem þessi virkni hefur verið.“ Hann segir afar ólíklegt að hraun- ið muni renna yfir innviði, þegar lit- ið er til líkansreikninga. „En það fer eftir því hvar gosið mun koma upp, ef það þróast yfir í eldgos. Og það er óvissa um það, en líklegasta svæðið er þannig að þetta verði ekki til trafala hvað innviði varðar.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Upplýsingafundur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur og Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur svöruðu spurningum blaðamanna í gær. Ekkert hamfaragos í vændum  Vísindamenn eru sammála um að gos á Reykjanesskaga verði ekki stórt  Hraungos er mun líklegra en sprengigos  Atburðarásin er í takti við spár almannavarna  Upplýsingafundur var haldinn í gær Morgunblaðið/Eggert Lokun Afleggjara af Reykjanesbraut í átt að rótum Keilis var lokað tímabundið í gær. Vegurinn er torfær. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði í samtali við blaðamann í gær að svokallaður óróapúls sem mæld- ist í gær, og hringdi öllum viðvör- unarbjöllum almannavarna, hafi síðan fjarað út stuttu síðar. Órói er það sem jarðvísindamenn kalla röð margra lítilla skjálfta á afmörkuðu svæði og er það eitt- hvað sem auðvelt er að mæla. Hins vegar er greining slíkra skjálftahrina erfiðari og því snú- ið að ráða í hvað óróinn merkir. Að þessu sinni var talið að óró- inn gæfi vísbendingar um að kvika væri á hreyfingu nokkra kílómetra undir yfirborðinu. Óróapúlsinn fjaraði út ELDGOSAVAKTIN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.