Morgunblaðið - 04.03.2021, Side 6

Morgunblaðið - 04.03.2021, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021 AÐALFUNDUR AðalfundurBrims hf. verður haldinnfimmtudaginn 25.mars 2021áHiltonReykjavíkNordica, Suðurlandsbraut 2, 108Reykjavík. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. gr. 4.11 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga umheimild stjórnar til kaupa á eigin hlutum samkvæmt55. gr. hlutafélagalaga. 3. Önnurmál. Atkvæðagreiðsla á fundinummun alfarið fara fram með rafrænumhætti í gegnumLumiAGM Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi ef hann gerir um það skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar á netfangið adalfundur@brim. is með það löngum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins, 10 dögum fyrir fundinn. Þannig skulu óskir hluthafa liggja fyrir eigi síðar en kl. 17:00 mánudaginn 15. mars 2021. Hluthöfum er bent á að skv. 63. gr. hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega,minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar. Framboðum skal skila á skrifstofu Brims, Norðurgarði 1 eða á netfangið adalfundur@brim.is. Tilkynnt verður um framkomin framboð tveimur dögum fyrir aðalfundinn. Boðið verður upp á fullgilda rafræna þátttöku á fundinum í gegnum Lumi AGM án þess að hluthafar séu viðstaddir á fundarstað. Hægt verður að fylgjast með fundinum í gegnum vefstreymi auk þess sem hluthafar geta kosið rafrænt og borið upp skriflegar spurningar í gegnum Lumi snjallforritið eða vefsíðu Lumi. Rafræn þátttaka jafngildir mætingu á fundinn og veitir rétt til þátttöku í honum að öðru leyti. Atkvæðagreiðsla á fundinum mun alfarið fara fram í gegnum Lumi AGM. Allir hluthafar, hvort sem þeir mæta til fundarins á Hótel Nordica eða taka þátt með rafrænum hætti, eru hvattir til að hlaða niður smáforriti Lumi AGM í eigin snjalltæki, en jafnframt geta þeir greitt atkvæði í gegnum vefslóð Lumi AGM. Aðilar sem eru eignaskráðir hluthafar í hlutaskrá skv. hluthafakerfi félagsins þegar aðalfundur fer fram geta beitt réttindum sínum á aðalfundi. Hluthafar geta látið umboðsmann sækja fundinn fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt og dagsett umboð, en form að umboði er aðgengilegt á vefsíðu félagsins. Tekið skal fram að umboð getur aldrei gilt lengur en í eitt ár frá dagsetningu þess. Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að sækja fundinn, hvort sem er rafrænt eða á staðnum, eru beðnir um að skrá sig tímanlega á fundinn á vefsíðunni www.smartagm.com og eigi síðar en kl. 17.00 þann 24. mars, eða degi fyrir fundardag. Með innskráningu þarf að fylgjamynd af skilríkjum og umboð, ef við á. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Heildarhlutafé félagsins nemur kr. 1.955.979.606 og fylgir eitt atkvæði hverjum hlut. Eigin bréf félagins eru nú kr. 34.920.417 og virkt hlutafé félagins því kr. 1.921.059.189 Dagskrá og öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins og tillögur eru hluthöfum tiltæk á íslensku, á heimasíðu félagsins og á skrifstofu félagsins á venjulegumskrifstofutíma. Endanlegdagskrá og tillögur verða birtar viku fyrir fundinn. Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn má finna á vefsíðu félagsins https://www.brim.is/ brim/fjarfestar/adalfundur2021/ Reykjavík 3. mars 2021 Stjórn Brims hf. Gætt verður að gildandi fyrirvörum stjórnvalda um fjöldatakmarkanir, nálægðarmörk og sóttvarnir, en jafnframt verður gefinn kostur á rafrænni þátttöku á fundinum. Fundurinn fer fram á íslensku og hefst klukkan 17:00. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Íslenskir aðalverktakar segja ágrein- ing um skilning á ákvæðum verk- samnings ástæðu samstarfsörðug- leika milli fyrirtækisins og 105 Miðborgar, fjárfestingarsjóðs sem stendur nú fyrir gríðarmikilli upp- byggingu á Kirkjusandi við Sæbraut. Morgunblaðið greindi frá því í gær að 105 Miðborg hefði rift samningi við ÍAV um uppbyggingu á svæðinu og gengur verktakinn því frá skrifstofu- húsnæði ófrágengnu og ágreiningur er uppi um meinta galla í tveimur fjölbýlishúsum sem þegar eru risin. Í frétt blaðsins í gær var vitnað til þess að úttekt EFLU verkfræðistofu hefði leitt í ljós 6.000 athugasemdir við frágang verktaka á byggingun- um. Ágreiningur um samning Í yfirlýsingu ÍAV segir að félagið líti svo á að verkkaupi, þ.e. 105 Mið- borg, hafi átt að greiða fyrir hluta verksins sem var utan samnings en einnig ætti að taka tillit til þess í upp- gjöri milli aðila að utanaðkomandi þættir hefðu haft áhrif á framvindu verksins, ekki síst Covid-19. Eins og greint var frá í frétt blaðsins hafa gríðarmiklar tafir orðið á afhendingu bygginganna. Fyrstu tafir urðu raun- ar í árslok 2019, áður en Covid-19 tók að valda usla hér og erlendis. Sigurð- ur Ragnarsson, forstjóri ÍAV, sagði í stuttu samtali við blaðamann í gær að í fyrstu hefðu tafirnar tengst illtíð veturinn 2019-2020 sem hefði gert uppsteypu og annan frágang erfiðan. Þá segir ÍAV að 105 Miðborg hafi ekki greitt skuld sína við fyrirtækið frá því í nóvember í fyrra. Í kjölfar þess að ÍAV hafi boðað stöðvun fram- kvæmda sökum þess í janúar hafi komið fram loforð um úrbætur „sem ÍAV telur að hafi ekki staðist“. Riftunarástæður ólögmætar ÍAV ítrekar að félagið telji riftun- arástæður 105 Miðborgar ekki lög- mætar. „Tjón ÍAV vegna aðgerða verkkaupans er verulegt, bæði vegna verkkostnaðar sem ekki hefur feng- ist greiddur og einnig vegna þess orðspors sem félagið hefur byggt upp í áratugi.“ Segir í tilkynningunni frá félaginu að svo virðist vera sem til- gangur með riftuninni sé sá „að valda verktakanum sem mestu tjóni og halda áfram að komast undan greiðslu verkkostnaðar og skuldbind- ingum þar um.“ Þá segir að ÍAV hafi í ljósi riftunarinnar ekki annan kost en að hætta að efna samninginn af sinni hálfu og leita réttar síns til uppgjörs og bóta. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kirkjusandur Ríflega 7.000 fer- metra bygging stendur hálfkláruð. Segir 105 Mið- borg ekki standa við samninga  ÍAV segir sjóðinn reyna að auka á tjón með riftun samnings á Kirkjusandi Andrés Magnússon andres@mbl.is Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra segir vanda Evrópusam- bandsins (ESB) við öflun bóluefna valda áhyggjum og íslensk stjórn- völd skoði nú aðra kosti í þeim efn- um. Hún undirstrikar að Íslending- ar séu ekki á leið úr samstarfinu, en minnir á að ríki megi afla sér ann- arra bóluefna en samið hefur verið um í Evrópusamstarfinu. „Það er ekkert sem hindrar okkur í að ræða við aðra framleiðendur,“ segir Katr- ín í samtali við Morgunblaðið. „Ég ítreka það að ég tel það hafa verið skynsamlegt að ráðast í [öflun bóluefnis] í samstarfi við aðrar evr- ópskar þjóðir. Það er hins vegar morgunljóst að það eru komnar upp væringar innan Evrópusam- bandsins vegna gagnrýni um að þetta hafi ekki gengið nægilega vel og hratt fyrir sig, ekki verið skilvirkt ferli. Þetta mál er ESB mikill trú- verðugleikavandi, en við munum halda áfram okkar striki,“ segir Katrín. „Það er auðvitað þannig að ríki geta keypt bóluefni frá öðrum fram- leiðendum en Evrópusambandið hefur samið við. Það eru Evrópu- sambandsríki að gera það nú þeg- ar,“ segir forsætisráðherra. „Við höldum áfram í samstarfinu eins og raunar flest önnur ríki eru að gera, en það er ekkert sem hindrar okkur í að ræða við aðra framleiðendur.“ Forsætisráðherra vildi ekki svara hvort slíkar viðræður ættu sér þeg- ar stað. Aðrir möguleikar til skoðunar „Við höldum áfram okkar áætl- unum, sem byggjast á þessum samningum, en síðan hafa íslensk stjórnvöld verið að skoða ýmsa aðra möguleika, eins og við gerðum t.a.m. gagnvart Pfizer-rannsókninni, þótt hún yrði ekki að veruleika. Við mun- um halda því áfram,“ segir Katrín. „Gallinn við þetta mál er að það verður ekki leyst nema í alþjóðlegu samstarfi, því við þurfum að kveða niður þennan faraldur alls staðar í heiminum.“ Fyrirætlanir íslenskra stjórn- valda um bólusetningu þorra þjóð- arinnar, eða a.m.k. meirihluta henn- ar fyrir júnílok, hafa veikst vegna þessara vandræða í Evrópu, en ekki bætti úr skák að lyfjaframleiðand- inn Johnson & Johnson hefur varað við því að framleiðsla bóluefnis hans kunni að fara hægar af stað en ætlað var. Íslendingar eiga inni stóra pöntun þar, sem miklu skiptir til að fyrrgreind markmið náist. „Það er ekki búið að staðfesta í hverju bakslagið hjá þeim felst, en samkvæmt okkar upplýsingum stendur enn til að það fái markaðs- leyfi í Evrópu nú í mars,“ segir Katrín. Óvissa ríkir um afhending- ar. Ýmislegt hefur bent til þess und- anfarna daga að farið sé að trosna upp úr Evrópusamstarfinu um öflun bóluefna, en mikillar óánægju gætir í flestum ríkjum ESB með það hvernig til hefur tekist. Sum ríki hafa þannig tekið til sinna ráða og aflað sér annarra bóluefna en ESB hefur samið um, önnur hafa leitað samstarfs við Ísraela, en svo hafa t.d. Danir einnig falast eftir Ast- raZeneca-bóluefni frá Þjóðverjum, Frökkum og Spánverjum, sem eiga talsverðar birgðir af því, en gengur illa að koma því út eftir að valda- menn létu ógætileg orð falla um það eftir stæla við Breta í liðnum mán- uði. „Við erum ekki að fara út úr þessu samstarfi – ekki frekar en Danir – en að sjálfsögðu erum við að skoða aðra möguleika samhliða,“ segir Katrín. Skoða aðra kosti um bóluefnaöflun  Forsætisráðherra segir fleiri möguleika skoðaða samhliða Evrópusamstarfinu  Bóluefnavandi ESB veldur áhyggjum  Ekkert sem hindrar Íslendinga í að semja við aðra framleiðendur um öflun bóluefnis Katrín Jakobsdóttir Vátryggingafélagið VÍS sendi frá sér tilkynningu í gegnum Kauphöll Íslands í gærmorgun, áður en markaðir opnuðu vegna frétta af ágreiningi ÍAV og 105 Miðborgar. Í frétt í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að verktrygging væri í gildi vegna framkvæmdanna á Kirkjusandi og að 105 Miðborg hygðist draga á þá tryggingu vegna meintra vanefnda ÍAV. Þar var sömuleiðis upplýst að há- markstryggingavernd vegna henn- ar næmi 500 milljónum króna. Í tilkynningu VÍS sagði að ekki lægi fyrir á þessum tímapunkti hvort skilyrði til þess að ganga að tryggingunni væru uppfyllt. „Komi til þess að gengið verði að tryggingunni, er félagið að fullu endurtryggt, og fjárhagsleg áhrif vegna þessa óveruleg.“ VÍS sendir frá sér tilkynningu EKKI ÁHRIF Á AFKOMU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.