Morgunblaðið - 04.03.2021, Page 12

Morgunblaðið - 04.03.2021, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021 Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is TIL LEIGU Austurströnd 5, 170 Seltjarnarnesi Stærð: 479,5 m2 Gerð: Verslunar-/ og þjónustuhúsnæði Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is HAGSTÆTT LEIGUVERÐ Vandað og gott atvinnuhúsnæði sem skiptist upp í móttöku- /verslunarrými, opið skrifstofurými með 2 skrifstofum sem hægt er að loka með glerveggjum, kaffistofu með innréttingu, tvær snyrtingar og stórt lagerrými með innkeyrslu-/ vöruhurð. Á gólfi í verslunar- og skrifstofuhluta er parket en í lagerhluta er gólf málað. Kerfisloft og lýsing í loftum. VSK leggst við leigufjárhæðina. Húsnæðið er laust strax. Nánari upplýsingar veitir Helgi Már Karlsson löggiltur fasteignasali og löggiltur leigumiðlari s. 897 7086 hmk@jofur.is Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu www.jofur.is Sími 534 1020 BergsveinnS: 863 5868 Helgi Már S: 897 7086 Magnús S: 861 0511 Ólafur S: 824 6703 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Áþingi Landssambands ungmenna-félaga um síðustu helgi var Jóna Þór-ey Pétursdóttir úr Kópavogi kjörinungmennafulltrúi Íslands á sviði mannaréttinda á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna. Sem slík verður hún fulltrúi ungs fólks á allsherjarþingi samtakanna í New York í haust. Fleiri fulltrúar ungra Íslendinga verða valdir til annarra verkefna hjá SÞ á næstunni, hvar fjallað verður meðal annars um kynjajafnrétti og sjálfbærni. Allt mikilsverð mál sem nýjar kynslóðir láta sig varða og vilja hafa áhrif á. Greiðara aðgengi að upplýsingum „Leiðirnar til þess að láta til sín taka eru margar,“ segir Jóna. „Félagasamtök og alþjóð- legar stofnanir kalla bókstaflega eftir röddum ungs fólks, sem hefur margfalt greiðara að- gengi að upplýsingum en fyrri kynslóðir höfðu. Sjónarmiðin í dag byggjast því vonandi á betri þekkingu en áður. Með samfélagsmiðlum og netinu er líka mun auðveldara en áður að hafa áhrif á þróun mála.“ Um þessar mundir er Jóna, sem er 25 ára, að ljúka meistaraprófi frá lagadeild Háskóla Ís- lands þar sem hún hefur einnig sinnt aðstoð- arkennslu. Í námi sínu, svo sem í verkefnum og ritgerðum, hefur hún lagt sig eftir mannrétt- indamálum. Þannig fjallaði lokaverkefni hennar um félags- og efnahagsleg réttindi ungs fólks á Íslandi í samanburði við Norðurlöndin. Þar var sérstaklega horft til stöðu námsfólks. Allt er þetta samkvæmt áherslum og áhuga Jónu Þóreyjar í stjórnmálunum, svo sem á vettvangi Rannveigar sem er félag ungra jafnaðarmanna í Kópavogi. Þá var hún leiðtogi Röskvu í stúdentapólitík og forseti Stúd- entaráðs Háskóla Íslands 2019-2020. Eftir starfsárið sem forseti var hún tilnefnd af JC- hreyfingunni sem ein af Topp 10 Framúrskar- andi ungum Íslendingum fyrir störf í þágu menntunar. Á þeim vettvangi lét hún meðal annars til sín taka í málefnum flóttafólks, svo sem því að Háskóli Íslands hætti að aldurs- greina börn og ungmenni á flótta með tann- greiningum. „Stúdentaráð taldi slíkar aðferðir ómann- úðlegar. Við töldum ekki rétt að þær færu fram hjá æðstu menntastofnun þjóðarinnar. Við studdum þá afstöðu með gögnum frá bresku tannlæknasamtökunum og ráðgjafa- og sið- fræðihópi Evrópuakademíu barnalækna. Góðu heilli hefur tannlæknadeildin nú horfið frá þess- um vinnubrögðum, enda mátti draga vís- indalegt gildi þeirra í efa. Atfylgi stúdenta hafði mikið að segja þarna,“ segir Jóna Þórey. Af öðrum störfum hennar má nefna þátt- töku í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 2019. Ráðstefnan var haldin í Madrid, en sjálf sat Jóna Þórey meðal norrænna fulltrúa í Stokkhólmi sem þar voru í fjarsambandi við eiginlegan fundarstað. Vitundavakning Gretu Thunberg „Loftslagsmálin eru dæmi um málefni þar sem ungt fólk hefur látið til sín taka og raun- verulega haft áhrif. Greta Thunberg hefur hrundið af stað vitundarvakningu meðal ung- menna um allan heim. Loftslagsverkföllin sem ungt fólk á Íslandi stendur fyrir eru merkilegt félagslegt framtak og eru nú hafin að nýju hér- lendis eftir hlé vegna kórónuveirunnar. Von- andi verður fjölmennt á Austurvöll á næst- unni,“ segir Jóna og heldur áfram: „Sjálf lít ég svo á að loftslagsmál séu eitt- hvert brýnasta viðfangsefni samtíðar okkar og haldast alveg í hendur við mannréttindamálin. Í fátækari löndum eru loftslagsbreytingar, upp- skerubrestur og vatnsskortur að skerða mjög lífsgæði fólks, en þó þannig að karlarnir eiga auðveldara með að róa á önnur mið eða skapa sér betri lífsskilyrði. Tækifæri kvenna og barna til slíks eru ekki hin sömu og þau því líklegri til að líða fyrir ástandið. Þarna verðum við öll að láta til okkar taka og bæta úr.“ Mín kynslóð hafi áhrif Jóna fer nú í haust til framhaldsnáms í lög- fræði við Háskólann í Edinborg í Skotlandi. Ekki þarf að koma á óvart að þar hyggist hún leggja sig eftir mannréttindum og loftslags- málum og tvinna þessi efni saman í verkefnum sínum og rannsóknum. „Mannréttindi, það er málefni kynjanna, hlýnun andrúmsloftsins og váin sem því fylgir, aðgengi að menntun eða félagslegum gæðum. Allt þetta eru mikilvæg mál sem ég vil beita mér fyrir breytingum á. Þar trúi ég að mín kyn- slóð geti haft áhrif og finnst því afar spennandi að verða fulltrúi Íslands á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna, þar sem lagðar eru línur um mál sem varða heiminn allan miklu máli.“ Mannréttindin eru mikilvæg málefni Morgunblaðið/Sigurður Bogi Barátta Félagasamtök og alþjóðlegar stofnanir kalla bókstaflega eftir röddum ungs fólks, segir Jóna Þórey sem hefur beitt sér í ýmsum félagsmálum og stefnir á framhaldsnám í lögfræði. Ég vil beita mér fyrir breytingum, segir Jóna Þórey Pétursdóttir úr Kópavogi. Hún verður ung- mennafulltrúi Íslands í mann- réttindamálum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í haust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.