Morgunblaðið - 04.03.2021, Qupperneq 16
Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég byrjaði á þessu ífyrra, þegar ég var 12ára, þá fór ég að skrúfaaðeins í traktor af gerð-
inni Deutz D30 árgerð 1960. Nú ári
síðar er hann orðinn gangfær,“ seg-
ir Valdimar Kristinn Árnason, 13
ára strákur sem dvelur löngum
stundum í skemmu fjölskyldu sinn-
ar á Vatnsleysuströnd og gerir þar
upp gamla traktora. „Ég þurfti að
taka mótorinn í sundur og eiginlega
stútaði ég honum öllum alveg í
smáhluta, tók bita fyrir bita og lag-
aði og smurði og púslaði saman aft-
ur. Ég setti líka utanáliggjandi
túrbó á hann, til að gera hann
kraftmeiri. Ég læri þetta jafnóðum,
skref fyrir skref,“ segir Valdimar
sem býr svo vel að tveir eldri bræð-
ur hans og pabbi eru líka miklir
hagleiksmenn þegar kemur að því
að taka gamlar vélar í sundur og
laga þær. Hann getur því leitað
ráða hjá þeim og hefur verið með
þeim í skemmunni frá því hann
man eftir sér.
Mikið maus og tímafrekt
Þegar Valdimar er spurður að
því hvað heilli hann við að vera á
kafi í gömlum vélum, segir hann að
honum finnist það einfaldlega gam-
an. „Þetta er mikið maus og tíma-
frekt, óteljandi vinnustundir liggja
að baki, en mér er alveg sama því
þetta er það skemmtilegasta sem
ég geri. Núna er ég að gera upp
annan traktor, Deutz D3500, hann
er stærri og nýrri en hinn, 1966
módel. Hann var í ágætu standi
þegar hann kom hér inn, gangfær,
en ég tók úr honum tankinn og
þreif hann, skipti um eina slöngu,
setti í hann nýjan rafgeymi og
smurði allt sem þurfti,“ segir Valdi-
mar og gengur að þriðja Deutzinum
sem er innst í skemmunni og bíður
þess líka að verða tekinn í gegn.
„Við erum búnir að strípa hann til
að geta lakkað hann og við erum
líka búnir að smíða á hann ný
bretti. Við pabbi og bræður mínir
höfðum uppi á þessum Deutz-
traktorum hér á nágrannabæjun-
um. Þeir verða ekki tilbúnir fyrr en
eftir ár eða svo. Pabbi er mjög hrif-
inn af Deutz, af því þeir eru vel
smíðaðir traktorar og sterkir.“
Þvotturinn angaði af bensíni
Feðgarnir eru allir fjórir á kafi
í traktorum og bílum og uppi á
gömlum uppgerðum pallbíl inni í
skemmu trónir glansandi rauður og
fínn Farmal Cub, eða Kubburinn
eins og Valdimar kallar hann.
„Þetta er elsti traktorinn hér,
fyrsti traktor Magnúsar afa míns,
árgerð 1940. Hann er gangfær og í
fínu standi, en ég tók ekki þátt í að
gera hann upp, ég var of ungur þá.
Pabbi og bræður mínir sá um það
ásamt Erlendi Egilssyni vini okkar,
en hann hefur gert upp marga
trukka og er mikill vélakarl sem við
höfum allir lært af. Pallbíllinn sem
er árgerð 1947 er líka gangfær en
þessir tveir eru aðallega keyrðir á
sumrin,“ segir Valdimar og Árni
faðir hans bætir við að þakka megi
Ragnari föðurbróður hans að
Kubburinn skemmdist ekki, því
vegna nálægðar við saltan sjóinn
ryðgi allt hratt og fljótt sem stend-
ur úti á þessu svæði.
„Ragnar sá um að Kubburinn
ryðgaði ekki, hann kústaði traktor-
inn reglulega með menju og báta-
málningu, greip með sér klíninga í
tíma og ótíma. Hann negldi líka ut-
an um Kubbinn skúr, sem reyndar
sprakk og fauk í einu febrúar-
veðrinu, en karlarnir smíðuðu nýj-
an skúr sem fauk svo tveimur dög-
um seinna í öðru eins veðri.“
Brynhildur móðir Valdimars
segir hann vera handlaginn og hafa
gott verkvit, hann hafi mikið verið í
fjarstýrðum bílum þegar hann var
yngri og smíðaði sér boddí á einn
slíkan.
„Þetta vélastúss hefur stund-
um ófyrirséðar afleiðingar, einu
sinni tók hann bensíntank af fjór-
hjóli sem þurfti að þrífa og gerði
það samviskusamlega, en skellti
honum svo á hitaveitugrindina í
þvottahúsinu til að þurrka hann.
Þvotturinn ilmað vel af bensíni
þegar hann var orðinn þurr á snúr-
unum,“ segir hún og hlær.
Þegar Valdimar er spurður að
því hvað jafnöldrum hans finnist
um að hann stundi það að gera upp
gamla traktora, segir hann að þeim
finnst það skemmtilegt og kúl að
hann sé að bauka í þessu. „Þetta er
mjög róandi og mér líður vel hér í
skemmunni,“ segir Valdimar sem
hefur hug á að mennta sig í bif-
vélavirkjun eða öðru því tengdu í
framtíðinni.
Morgunblaðið/Eggert
Alsæll Valdimar við traktorinn sinn Deutz D30 árg. 1960 sem hann gerði upp. Kindurnar láta sér fátt um finnast.
Gaman í skemmunni
Þeir eru eflaust ekki margir þrettán ára krakkar sem verja öllum sínum frítíma í
að gera upp gamla traktora. Á Vatnsleysuströndinni leynist einn slíkur, Valdimar
Kristinn Árnason hefur varið óteljandi stundum í smiðju fjölskyldu sinnar við að
taka í sundur gamlar dráttarvélar, gera við þær og koma þeim saman aftur.
Vélakarl Það kemur sér vel að Valdimar er handlaginn og með gott verkvit.
Gangfær Valdimar finnst gaman að keyra Deutzinn með túrbó utan á.
tapas.is
TAPAS PLATTI
32 STK.
Í veisluþjónustu okkar finnur þú frábært úrval
veitinga. Veislutilboð, sælkera- og lúxusveislur fyrir
sérstök tilefni og svo getur þú líka valið þína
uppáhaldsrétti og hannað þína eigin veislu.
Skoðaðu úrvalið á tapas.is
Pantanir í síma 551-2344
og á tapas@tapas.is
• Kolkrabbi með trufflu-kartöflumús og
lime-pistasíu vinaigrette í boxi
• Marineraðar lambalundir með lakkríssósu í boxi
• Djúpsteiktur humar í orly með aioli í boxi
• Beikonvafin hörpuskel og döðlur á spjóti
með sætri chilli-sósu
• Nautaspjót með piparrótarsósu
• Kjúklingaspjót með alioli
• Tapassnitta með andabringu, aioli og mandarínu
• Tapassnitta með serrano hráskinku,
piparrótarsósu og melónu
MARS TILBOÐ
12.900 KR.
(FULLT VERÐ: 18.880 KR.)