Morgunblaðið - 04.03.2021, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Ný tækni hefur verið að ryðja sér rúms sem gerir fólki
kleift að fjarstýra tækjum og búnaði á heimilum sínum
í gegnum tölvur og síma. Eru slík heimili gjarnan köll-
uð snjallheimili. „En margt þarf að varast þegar fólk
ákveður að búa heimilum sínum slíka tækni,“ segir
Helgi Þórður Þórðarson rafvirkjameistari og kennari
við Raftækniskólann. Mörg dæmi séu um að fólk kaupi
búnað beint af netinu frá Asíu og setji hann upp sjálft.
Þessi búnaður sé í mörgum tilfellum
ekki vottaður og geti skapað tjón.
„Þar sem um er að ræða raf-
magnstengda hluti tel ég að fólk eigi
að fá fagmann í verkið sem teikni
upp breytingar og skili þeim inn svo
allt sé samkvæmt lögum og reglum,“
segir Helgi. Það sé stórhættulegt
þegar fólk sé sjálft, án þess að hafa á
því þekkingu, að setja ýmsa skynj-
ara í loftdósir, rofadósir og raf-
magnstöflur. Helgi segir að fólk eigi
að kaupa búnað sem er framleiddur af viðurkenndum
aðila og samkvæmt staðli og vottaður.
Hann segir að öll snjalltæki noti ýmiskonar sam-
skiptatækni til að senda frá sér merki og taka á móti
skipunum. Samskiptin fara fram á fyrirframákveðnu
tungumáli sem tækið tjáir sig á og skilur.
„En snjallheimurinn í dag einkennist af miklu
flækjustigi, miklu framboði, og flestir framleiðendur
bjóða upp á eyjulausnir sérsniðnar að ákveðnum þörf-
um. Þannig er t.d. öryggiskerfi ekki í stakk búið að
stjórna ljósum eða stýra hitanum og öfugt. Til að ná ut-
an um allt þarf að innleiða mörg mismunandi kerfi og
búnað sem tala oftast ekki saman, því getur flækjustig-
ið verið mikið,“ segir Helgi. Tækin sem eru hönnuð og
framleidd í dag séu í auknum mæli með opna gátt sem
geri notanda kleift að fá allar upplýsingar úr tækjum í
gegnum einhvers konar app. Þannig geti fólk fylgst
með og stýrt tækjunum hvenær og hvar sem er.
Helgi spáir því að snjalltækni eigi eftir að ryðja sér
til rúms í auknum mæli á næstu árum og vill hvetja fólk
til að sýna varkárni. Annars geti illa farið og fólk setið
uppi með tjón á húsum sínum.
Hættur geta leynst
á snjallheimilum
Fólk fái fagmann í verkið Kaupi ekki beint frá Asíu
Óvarlegt Getur reynst dýrkeypt þegar fólk tengir sjálft.
Helgi Þórður
Þórðarson
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við bíðum spenntir og ætlum að
hefja framkvæmdir við veitingahúsið
þegar deiliskipulagið liggur fyrir,“
segir Gísli Björnsson veitingamaður.
Gísli áformar ásamt félögum sín-
um, þeim Jóni Ágústi Hreinssyni og
Viktori Má Kristjánssyni, að opna
veitingastað í Ráðagerði á Seltjarn-
arnesi í sumar. Hann segir að þeir fé-
lagar hafi lengi unnið saman, séu van-
ir veitingamenn og rekstraraðilar á
ýmsum veitingastöðum í Reykjavík.
Ráðagerði var byggt á árunum
1880-1885 og er vestasta húsið á Sel-
tjarnarnesi. Húsið hefur verið um-
deilt en Seltjarnarnesbær keypti það
í byrjun árs 2018 og horfði til menn-
ingar- og ferðatengdrar starfsemi.
Bærinn seldi húsið svo á síðasta ári
og er nú verið að kynna nýtt deili-
skipulag sem leyfir breytta notkun
þess.
Margir sækja í útivist á vestur-
svæði Seltjarnarness og úti í Gróttu.
Fyrirhugað er að Náttúruminjasafn
Íslands verði skammt undan auk
þess sem nýtt hverfi mun rísa á
Bygggarðasvæðinu sem liggur að
Ráðagerði. Ekki mun því vanta um-
ferð um svæðið. Gísli segir að veit-
ingahúsið í Ráðagerði sé spennandi
verkefni.
„Við ætlum að bjóða upp á mat og
drykk með ítölsku ívafi með áherslu á
aperitivo-stemninguna sem hefur svo
lengi verið í hávegum höfð á Ítalíu.
Boðið verður upp á ýmsa smárétti,
eldbakaðar pítsur, tartine-samlokur
og ýmislegt fleira spennandi. Mark-
miðið er að gera notalegan stað sem
allir aldurshópar geta notið sín frá
klukkan 9-23. Þarna verður huggu-
legt útisvæði og gróðurhús verður
reist á lóðinni til að hámarka upplifun
af þessu einstaka útsýni norðurljósa
og sólseturs sem gerast varla fallegri
en á Nesinu,“ segir Gísli.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ráðagerði Gestir veitingahússins geta séð sólina setjast við Gróttu.
Ítölsk stemning í
einstöku umhverfi
www.heild.isfyrirspurn@heild.is
HEILD
fasteignafélag
Iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði Vesturvör 32B, 200 Kópavogi
Til leigu glæsilegt iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði við Vesturvör í Kópavogi. Húsnæðið er
Góð malbikuð bílastæði eru allt í kringum húsið.
• 400m2 3.200m2 rými í boði
• Góð
• Laust fljótlega