Morgunblaðið - 04.03.2021, Page 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021
Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640
MR.WATTSON lampi
Verð 19.990,-
NÚ 16.992,-
KRINGLUKAST &
LERÁRHLAUP
4. – 8.mars
G
15% afsláttur af
völdum vörumerkjum
Í Casa Kringlunni og
Casa Glerártorgi
SVIÐSLJÓS
Atli Vigfússon
Laxamýri
Heiðarbýlið Þeistareykir var búið að
vera í eyði í hátt á annað hundrað ár
þegar framkvæmdir hófust við
Þeistareykjavirkjun sem hefur
breytt umhverfi og aðstæðum gríð-
arlega á þessari fornu bújörð. Um
aldir var oft ófært þangað á vetrum
vegna mikilla snjóa en í dag er hægt
að aka frá Húsavík upp að virkj-
uninni á bundnu slitlagi og tekur sú
ferð ekki langan tíma. Þykir fólki
það miklar framfarir. Það breytir
ekki því að oft eru veður válynd á
svæðinu og það getur verið erfitt
færi upp Reykjaheiðina.
Í dag sér fyrirtækið Fjallasýn um
að halda veginum opnum og eru það
feðgarnir Rúnar Óskarsson og
Andri Rúnarsson sem hafa umsjón
með snjómokstrinum.
„Veturinn í fyrra er eitthvað sem
aldrei gleymist en það var gaman að
taka þátt í því. Það var ofboðslegur
snjór og stikur voru settar ofan á
aðrar stikur til þess að sjá veginn.
Og stundum sást lítið í efri stikurnar
svo það var erfitt að vita hvar veg-
urinn var.“
Þetta segir Andri Rúnarsson hjá
Fjallasýn, en hann hefur orðið mikla
reynslu í því hvar veður verða verst
á svæðinu. Hann segir að á Grjót-
hálsi og meðfram Höskuldsvatni sé
oft mjög hvasst og veðravont en það
sé lygnara við Höfuðreiðamúla þeg-
ar nálgast virkjunarsvæðið. Um
tíma var ástandið þannig að það
þurfti nokkra auka snjóblásara fyrir
utan þau tæki sem Fjallasýn er með
einnig þurfti að fá tvær jarðýtur og
snjótroðara til þess að hægt væri að
halda veginum opnum.
Í vetur hefur þetta verið allt ann-
að og léttara en mokstur fer fram þá
daga sem þarf. Ekki hvílir sú skylda
á fyrirtækinu að halda þessu alltaf
opnu, t.d. ef veðrið leyfir ekki að sé
mokað og þá verður stundum ófært
þar til birtir.
Vegurinn nýtist vel
fyrir vetraríþróttafólk
Frá Þeistareykjum liggja vegir til
margra átta og liggur ein slóðin um
Hólasand í suður að Kísilvegi. Til
stendur að setja slitlag á þann kafla
og er undirbúningur þegar hafinn.
Það verður mikil samgöngubót.
Ekki er talið að til standi að laga
aðra vegslóða á svæðinu en veg-
urinn upp Reykjaheiðina frá Húsa-
vík er sú leið sem mest er notuð í
dag og t.d. eru vetraríþróttir mun
meira stundaðar þarna eftir að veg-
urinn kom.
Þennan veg aka líka allir þeir sem
keyra fé í afrétt á vorin en Þeista-
reykir eru afréttarland Aðaldælinga
og Reykdælinga. Þúsundum fjár er
þar sleppt á fjall enda gríðarlega
grösugt svæði í kringum þetta
gamla heiðarbýli. Þar var byggt
gangnamannahús árið 1958 sem er
hitað upp með jarðvarma og þar hef-
ur einnig verið byggt mjög gott
hesthús.
Gaman að fást við snjóinn
Það þarf ekki veturinn til þess að
veðrið versni á Þeistareykjum en
allir muna vel eftir hausthretinu í
byrjun september árið 2012 þegar
þúsundir fjár lentu þar í hrakn-
ingum í iðulausri stórhríð. En oft
breytast veður í lofti og á fallegum
vetrardegi er útsýnið mikið og þá
finnst mörgum að þarna geti verið
búsældarlegt.
Til þess að halda opnum vegi heim
að svona heiðarbýli, þar sem nú er
virkjunin, þarf að eiga góðar vélar
og þeir feðgar hjá Fjallasýn eru með
mjög góð tæki og nýlega stóra drátt-
arvél með öflugum snjóblásara og
tönn. Þessu hefur Andri mjög gam-
an af og finnst ekki leiðinlegt að fást
við snjóinn á Þeistareykjavegi.
Oft vetrarlegt á Þeistareykjum
Þeistareykjavirkjun hefur breytt miklu fyrir heiðarbýlið Þeistareyki og nánasta umhverfi Feðg-
arnir hjá Fjallasýn halda veginum þangað opnum yfir veturinn Samgöngubót fyrir íbúa á svæðinu
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Þeistareykjavirkjun Mikill húsakostur fylgir Þeistareykjavirkjun, sem Landsvirkjun rekur. Hér er horft heim að stöðvarhúsinu, en virkjunin var tekin í notkun árið 2017 og seinni vélin 2018.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Feðgar Andri Rúnarsson og Rúnar Óskarsson við dráttarvélina góðu sem
notuð er við mokstur á veginum að Þeistareykjum.
Fyrstu heimildir um byggð á Þeistareykj-
um eru í eignaskrám Múlakirkju í Aðaldal
og benda til þess að búið hafi verið þar á
14. og 15. öld. Talið er að föst búseta hafi
byrjað þar árið 1318. Þar virðist hafa verið
nokkuð samfelld byggð á 16. og 17. öld. Á
18. öld var búið þar með hléum en jörðin
fór alfarið í eyði árið 1873. Þeistareykir eru
í 350 m hæð yfir sjávarmáli norðan undir
Bæjarfjalli. Bæjarhúsin stóðu á víðlendum
grundum um 10 km frá Sæluhúsmúla á
Reykjaheiði. Býli þetta var mjög afskekkt
en kirkjuvegur var þaðan að Grenjaðarstað sem var hálf þingmannaleið
eða um 19 km. Grundirnar eru mjög grösugar og slægjur voru mjög góðar
enda nytjaðar af og til allt til ársins l955. Frá Þeistareykjum er fagurt út-
sýni til vesturs, fyrst yfir rennisléttar grundirnar, síðan úfið Þeistareykja-
hraunið og yfir gnæfa Lambafjöllin.
Afskekkt býli
ÞEISTAREYKIR
Gangnamannakofi við Þeistareyki.
Gamlar sögur segja frá því að ísbirnir hafi þrívegis eytt byggð á Þeista-
reykjum. Ein sagan segir frá bónda sem þar bjó ásamt konu sinni og son-
um sem voru tíu og tólf ára gamlir. Um veturinn gerði miklar frosthörkur
og hafís rak að landinu. Þá var það einn morgun að bóndi og húsfreyja
sátu á rúmum sínum en drengirnir lágu uppi í háarúmi því sem faðir
þeirra hafði smíðað í baðstofunni. Þau vissu ekki fyrr en afar stórt bjarn-
dýr braust inn um baðstofudyrnar. Bóndinn kallaði á drengina og bað þá
að láta ekki bæra á sér. Hann reyndi að seilast eftir sveðju sem var ná-
lægt en björninn sló hann í einu vetfangi rothöggi með hramminum og
gerði konunni sömu skil. Drengirnir sluppu og komu á hefndum nokkru
síðar með því að reka sveðjuna á kaf á milli rifja birninum. Eftir það héldu
þeir leiðar sinnar til Mývatnssveitar og náðu þangað aðframkomnir af
þreytu og hungri. Byggð lagðist þá af á Þeistareykjum um langt skeið.
Hafa eytt byggðinni í þrígang
ÍSBIRNIR Á ÞEISTAREYKJUM