Morgunblaðið - 04.03.2021, Page 34

Morgunblaðið - 04.03.2021, Page 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021 var dreift um miðin með tilvilj- unarkenndum hætti. Helsta markmið er að fylgjast með breytingum á stofnstærðum, aldri, fæðu, ástandi og útbreiðslu botnfisktegunda við landið. Einnig verður sýnum safnað vegna ýmissa rannsókna, t.d. á mengunarefnum í sjávarfangi, og mat lagt á magn ýmiskonar rusls á sjávarbotni. Í marsralli 2019 hóf Hafrannsókna- stofnun aftur merkingar á þorski eftir nokkurt hlé. Í ár er stefnt að merkingum á þorski á Vestfjarða- miðum og úti fyrir Norðurlandi. aij@mbl.is Auk rannsóknaskipanna Árna Frið- rikssonar og Bjarna Sæmundssonar taka togararnir Breki frá Vest- mannaeyjum og Gullver frá Seyðis- firði þátt í stofnmælingu botnfiska á Íslandsmiðum. Þjálli heiti á verk- efninu, sem hófst á mánudag og stendur í þrjár vikur, eru marsrall og togararall. Togað verður á tæplega 600 stöðvum á 20-500 m dýpi umhverfis landið. Rallið hefur verið fram- kvæmt með sambærilegum hætti á hverju ári síðan 1985. Helmingur togstöðva var í upphafi staðsettur af skipstjórum, en öðrum stöðvum Ljósmynd/Jónas P. Jónasson Togararall Starfsfólk Hafrannsóknastofnunar og skipverjar á Breka mæla og meta afla úr togi á Selvogsbanka í upphafi leiðangursins, á myndinni eru Matthías Ragnarsson, Elzbieta Baranowska, Mario Santos og Jóhannes Leite. Allt er mælt og talið og mikið kvarnað til að fá aldursdreifingu. Tæplega 600 tog- stöðvar í marsralli Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála hefur hafnað kröfu jarð- eigenda í innanverðu Ísafjarðar- djúpi um ógildingu ákvörðunar Matvælastofnunar um að veita Arc- tic Sea Farm hf. rekstrarleyfi fyrir kynslóðaskiptu sjókvíaeldi á regn- bogasilungi með 5.300 tonna há- markslífmassa við Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi. Kröfum Náttúruverndarsamtaka Íslands, náttúruverndarfélagsins Laxinn lifi, Veiðifélags Laxár á Ás- um, svo og Akurholts ehf. og Geit- eyrar ehf., eigenda Haffjarðarár, var vísað frá á grundvelli þess að nefndin taldi umrædda aðila ekki hafa lögvarða hagsmuni í málinu. Í úrskurðinum segir að útgáfa rekstrarleyfisins brjóti ekki í bága við markmið laga um fiskeldi, þess efnis að skapa skilyrði til uppbygg- ingar fiskeldis og efla þannig at- vinnulíf og byggð í landinu, stuðla að ábyrgu fiskeldi og tryggja verndun villtra nytjastofna. Hafnaði ógildingu rekstrarleyfis regnboga- silungaeldis í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Talsmenn fimm mismunandi sam- taka sjómanna lýstu í gær yfir, í sameiginlegri ályktun, áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í kjölfar þess að í ljós kom umfangs- mikil viðhaldsþörf á varðskipinu Tý. Kom fram í umfjöllun mbl.is á þriðjudag að það sé alls óvíst hvort og þá hvenær skipið kemst aftur í rekstur Landhelgisgæslunnar, en þarfagreining og áhættumat stofn- unarinnar gerir ráð fyrir því að þörf sé á að búa yfir þremur varðskipum. Í svari við fyrirspurn um rekstr- arhæfni tækja Landhelgisgæslunn- ar segir um flugvélina TF-SIF að hún og áhöfn sinni nú landamæra- eftirliti fyrir Frontex, landamæra- stofnun Evrópu, við Miðjarðarhaf og er vélin því stödd á Möltu. Þá er flugvélin í skoðun sem lýkur í dag. Þyrlan TF-LIF, sem er 35 ára, verður seld úr landi að loknu við- haldsferli sem stendur nú yfir í samræmi við ákvörðun stjórnvalda þar um. „Í stað hennar er þriðja leiguþyrlan væntanleg af gerðinni Airbus Super Puma EC225. Sú fær einkennisstafina TF-GNA og gert er ráð fyrir að vélin komi til lands- ins um mánaðamótin,“ segir í svarinu. TF-EIR var í reglubundnu við- haldi í gær og átti því að ljúka í gærkvöldi samkvæmt svari Gæsl- unnar. Mun sú þyrla sinna leit, björgun, eftirliti, sjúkraflugi, æfing- um og öðrum verkefnum. TF-GRO var eina loftfar Landhelgisgæslunn- ar sem var tiltækt samkvæmt svarinu. Hvað skipakostinn varðar er ástandið á Tý þekkt og sinnir varð- skipið Þór nú eftirliti umhverfis Ís- land sem og aðgerðabáturinn Óðinn. Ægir er í söluferli en fjórir hafa gert tilboð í varðskipið gamla. Eft- irlits- og sjómælingaskipið Baldur er gert út á vorin og sumrin sam- kvæmt svarinu. „Baldur er í reglu- bundnu og skipulögðu viðhaldi um þessar mundir. Báturinn er orðinn þrjátíu ára og ber aldurinn vel.“ Þetta bara gengur ekki „Auðvitað hef ég áhyggjur, eins mikið og gerist í náttúrunni í kring- um okkur. Það að það sé bara eitt varðskip við landið er auðvitað óboðlegt,“ svarar Artúr Bogason, formaður Landssambands smábáta- eigenda, inntur álits á stöðunni. Hann segir öryggismálin ávallt ofarlega í huga smábátasjómanna enda fáir sem verða jafn mikið fyrir barðinu á veðri og vindum. „Við eigum ekki að láta þetta spyrjast út um okkur að það sé eitt varðskip sem eigi að sinna 738 þús- und ferkílómetra lögsögu og sex þúsund kílómetra strandlengju. Þetta bara gengur ekki.“ Skert viðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar  Aðeins var eitt varðskip og ein þyrla til taks í gær Tækjakostur Landhelgisgæslunnar Sinnir verkefnum Í viðhaldi Viðhaldi lokið Ekki í rekstri/óvissa Í söluferli/seld Heimild: Landhelgisgæslan Skip Tegund Staða Aldur (ár) Þór Varðskip Sinnir hefðbundnum verkefnum 10 Týr Varðskip Í slipp og óljóst hvort komi í rekstur á ný 46 Ægir Varðskip Í söluferli 53 Óðinn Aðgerðabátur Sinnir hefðbundnum verkefnum 6 Baldur Eftirlits- og sjómælingaskip Í viðhaldi 30 Loftför Tegund Staða Aldur (ár) TF-SIF Flugvél Á Möltu og er í skoðun sem lýkur í dag 12 TF-LIF Þyrla Seld og fer úr landi að loknu viðhaldi 35 TF-EIR Þyrla Viðhaldi lauk í gærkvöldi (miðvikudag) 11 TF-GRO Þyrla Sinnir hefðbundnum verkefnum 11 Mynd: Morgunblaðið/Hari Morgunblaðið/Árni Sæberg Á sjó Sjómenn hafa áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin hjá LHG. Ferðaþjónustan Brekkulækur í Miðfirði Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi er með til sölu jörðina og ferðaþjónustuna Brekkulæk í Miðfirði. Ferðaþjónustan sem hefur verið með hestaferðir, gönguferðir og gistingu hefur gott orðspor og mikil sambönd. Nánar tiltekið er um að ræða jörð og hlunnindi, húsakost og búnað fyrir ferðaþjónustu. Öll aðstaða við rekstur ferðaþjónustu er til fyrirmyndar og allt til alls og allt mjög áhugavert. Húsakostur sem er umtalsverður er almennt í góðu ástandi. Staðsetning er góð í gróinni sveit á jörð með umtalsverð hlunnindi í einni albestu laxveiðiá landsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.