Morgunblaðið - 04.03.2021, Page 36

Morgunblaðið - 04.03.2021, Page 36
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir sterka eftir- spurn innanlands eiga þátt í að lands- framleiðslan dróst ekki meira saman í fyrra en raun ber vitni. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar var 6,6% samdráttur í landsframleiðsl- unni í fyrra. Það er eins og Morg- unblaðið hefur rakið minni sam- dráttur en spáð var á síðasta ári. Gylfi segir meginskýringarn- ar annars vegar þær að þjóðarút- gjöld hafi ekki dregist saman, líkt og gerðist eftir efnahagshrunið árið 2008. Við þetta bætist að eftirspurnin hafi beinst inn í landið en fyrir vikið hafi eftirspurn Ís- lendinga innanlands aldrei verið meiri. Um 200 millljarðar erlendis „Árið 2019 eyddu Íslendingar um 200 milljörðum króna erlendis en gátu eðli máls samkvæmt ekki gert það árið 2020. Þess í stað beindist eftirspurnin inn í landið auk þess sem sparnaður jókst. Þessi aukna eftir- spurn Íslendinga innan lands bætir upp minni eftirspurn erlendra ferða- manna. Fyrirtæki sem höfða til er- lendra ferðamanna, á borð við flug- félög og fyrirtæki sem skipuleggja jöklaferðir, hafa tapað viðskiptum. Það er hins vegar mikil eftirspurn innanlands í öðrum greinum. Þess vegna er samdrátturinn ekki meiri,“ segir Gylfi og víkur að vægi ferða- þjónustu í landsframleiðslu. Lægri vextir og aukin ríkisútgjöld hafi hjálpað til við að örva innlenda eftirspurn. Atvinnuleysi í kórónukreppunni hafi farið úr 5% í rúm 11%, skv. tölum Vinnumálastofnunar, og því aukist um 6%. Samtímis sé landsframleiðsl- an að minnka um 6,6%. Grein með lága framleiðni „Það bendir til að framleiðni í ferðaþjónustunni sé ekki mikil. Niðurstaðan er sú að þeir sem móta stefnuna ættu að gera áætlanir fram í tímann um að efla aðrar atvinnu- greinar. Þá til að reyna að fara ekki í sama horfið og árið 2019, þegar allt fylltist af ferðamönnum en ýmsar at- vinnugreinar áttu erfitt uppdráttar vegna hás gengis krónunnar. Þ.e.a.s. að treysta ekki svona mikið á þessa einu atvinnugrein. Það má ekki draga úr því að ferðaþjónustan kom með mikinn gjaldeyri inn í landið og hún eflir byggð og er frábær byggða- stefna. Bændur um allt land fengu tekjur af ferðamönnum og það má margt gott um greinina segja. Ég er því ekki að tala hana niður heldur segja að það sé ekki framtíð í því að vera fyrst og fremst ferðaþjónustu- land,“ segir Gylfi. Þarf 2-3% hagvöxt Spurður hvers vegna hann telji að framleiðnin í greininni sé lítil bendir Gylfi á sambandið milli breytinga á atvinnustigi og framleiðslu. „Það er yfirleitt rætt um að það þurfi 2-3% hagvöxt til að lækka at- vinnuleysi um 1%. En í þessu tilviki virðist 1% hagvöxtur nægja. Þegar 6,6% samdráttur í landsframleiðslu leiðir til 6% aukningar í atvinnuleysi þá virðist framleiðnin heldur lítil,“ segir Gylfi. Útkoman komi ekki á óvart. Hann hafi haldið þessu fram síðan í fyrravor þegar fulltrúar ferða- þjónustunnar þrýstu á um að landið yrði opnað, enda væri ferðaþjónustan ómissandi atvinnugrein. „Ég benti á að raunin væri önnur því innlenda eftirspurnin myndi aukast vegna þess að Íslendingar kæmust ekki til útlanda. Það veldur gríðarlegu tjóni að fá farsóttina inn í landið og það eru miklu meiri hags- munir fólgnir í því fyrir þetta sam- félag að halda henni frá landinu þar til landsmenn hafa verið bólusettir en að fá erlenda ferðamenn inn í landið. Síð- an getum við tekið þeim fagnandi þegar hættan er liðin hjá,“ segir Gylfi. Með hliðsjón af árangrinum við að halda veirunni niðri sé ráð að efla inn- lenda ferðaþjónustu á næstu mánuð- um. Þá sé hyggilegt að gera fólki kleift að fara tímabundið af atvinnu- leysisbótum í vikur og mánuði meðan tækifæri skapast í ferðaþjónustu og svo aftur á bætur, ef þörf krefur. Hagkerfið mun aðlagast Spurður út í það sjónarmið að ástandið í efnahagsmálum sé svika- logn sem þakka megi tímabundnum ráðstöfunum – auknum ríkisútgjöld- um og vaxtalækkunum – segir Gylfi að vextir geti verið lágir áfram. Hvað varðar hallann af rekstri ríkissjóðs muni hagkerfið aðlagast aðstæðum ef bið verður eftir sama fjölda af erlend- um ferðamönnum og hér var 2019. „Tíminn líður og fólk sem starfaði í ferðaþjónustu mun smám saman færa sig yfir í aðra hluta hagkerfisins. Það er ekki náttúrulögmál að hér þurfi að hafa tvær milljónir ferða- manna til að landið gangi upp. Við er- um með lifandi hagkerfi. Ferðaþjón- ustan kom með gríðarlegan gjaldeyri inn í landið og áttu aðrar greinar, eins og iðnaður, þá í erfiðleikum því krón- an var svo há. Nú geta þær vaxið við lægra gengi,“ segir Gylfi. Vísbending um litla fram- leiðni í ferðaþjónustunni Morgunblaðið/Sigurður Bogi Við Gullfoss Deilt er um efnahagslegt framlag ferðaþjónustunnar.  Prófessor vísar til niðurstaðna Hagstofunnar um samdrátt í landsframleiðslu Gylfi Zoega 36 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARS 2021 Davíð Ólafsson, löggiltur fasteignasali, leigumiðlari og viðskiptafræðingur BERG Fasteignasala | Háholt 14 | Mosfellsbæ Sími 588 5530 | berg@berg.is | berg.is ATVINNUHÚSNÆÐI SKRIFSTOFUR – IÐNAÐARBIL Hafðu samband við okkur og við aðstoðum og finnum rétta aðilann fyrir þig eða réttu eignina. Þarftu að selja, kaupa, leigja út eða taka á leigu? Austurstræti 7 til leigu 685 fm. Sími 766 6633 Bankastræti 5 til leigu 450 fm. 4. mars 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 126.45 Sterlingspund 175.97 Kanadadalur 99.9 Dönsk króna 20.454 Norsk króna 14.834 Sænsk króna 15.001 Svissn. franki 137.64 Japanskt jen 1.183 SDR 181.56 Evra 152.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 187.622 Hrávöruverð Gull 1728.5 ($/únsa) Ál 2176.0 ($/tonn) LME Hráolía 63.12 ($/fatið) Brent Allt um sjávarútveg Samgönguráðuneytið kveðst ekki vera í stöðu til að svara fyrir meintar niður- greiðslur Íslandspósts á pakkasend- ingum út á land, eftir að landið varð að einu gjaldsvæði árið 2020. Ráðuneytið bendir á að sam- kvæmt 2. mgr. 17. gr. laga um póst- þjónustu skulu gjaldskrár fyrir al- þjónustu vera þær sömu um allt land. Í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofn- unar nr. 1/2021, einkum kafla 3.6.4., sé að finna túlkun stofnunarinnar á umræddri lagagrein, s.s. markmiði og tilgangi hennar, m.a. með tilliti til byggða- og jafnræðis- sjónarmiða. Ákvæði um kostnað ekki virkt „Afleiðing af umræddu ákvæði er að greiðsluskylda stofnaðist á hendur rík- inu, sem nemur 126 milljónum króna að mati Póst- og fjarskiptastofnunar, sem kemur til viðbótar þeim kostnaði sem fellur til vegna veitingar póstþjón- ustu á óvirkum markaðssvæðum. Önnur afleiðing af 2. mgr. er að ákvæði 3. mgr. um raunkostnað að við- bættum hæfilegum hagnaði er ekki að öllu leyti virkt. Ráðuneytið er ekki í stöðu til að tjá sig um meinta niður- greiðslu Íslandspósts í þessu sam- bandi,“ sagði í skriflegu svari. Skuli endurspegla kostnaðinn Til upprifjunar hafa Samtök versl- unar og þjónustu sakað Póstinn um að niðurgreiða pakkasendingar út á land. Hefur lögmaður SVÞ sagt það fara gegn áðurnefndri 17. gr. póstlaga um að gjaldskrá fyrir alþjónustu skuli endurspegla raunkostnað að viðbætt- um hæfilegum hagnaði. Varðandi hvort það sé ekki hlutverk Póst- og fjarskiptastofnunar að fylgj- ast með að þessi lagagrein sé virt vísar ráðuneytið m.a. í tilvitnun frá PFS sem bendi til að stofnunin hafi ekki lokið skoðun á gjaldskránni. Þannig segi PFS að gera megi ráð fyrir að gjald- skrá pakka innanlands komi til skoð- unar þegar Pósturinn skilar inn upp- lýsingum um bókhaldslegan aðskilnað 2020. Þá er bent á að Íslandspóstur ohf. heyri undir fjármálaráðuneytið. Geta ekki svarað fyrir Íslandspóst  Ráðuneyti segir lagaákvæði óvirkt Kostnaður Pakkar hafa leitt til taps. ● Borgaryf- irvöld í Petal- uma í Kaliforníu hafa ákveðið að heimila ekki fleiri bensín- stöðvar. Sam- kvæmt umfjöllun Axios búa um 60 þúsund manns í borginni en þar munu vera 16 bensínstöðvar. Haft var eftir borgarfulltrúanum D’Lyndu Fischer að markmiðið væri að stuðla að notkun nýrra orkugjafa. En olíuverðið hefur gefið eftir síðustu daga, eftir hækkanir í febrúar. Heimila ekki fleiri bensínstöðvar Við dæluna. STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.